Fyrisögnpyrisögn

Eyði ekki heilasellum í að finna fyrirsögn á bloggfærslu í dag. Þarf að finna titil á ljóðgreininguna mína og það nægir mér alveg. Ljóðgreiningin er alveg hreint ágæt eða algjört kjaftæði. Hef aldrei gert svona áður svo ég hef ekki hugmynd hvernig mér tókst til.

Hef lærdóminn under control. Er meira að segja á undan áætlun. Trúiðiessu?

Kennarinn minn í ritlist hefur hins vegar ákveðið að ignora mig og svarar ekki pósti mínum þess efnis að ég sé að fara til útlanda og myndi vilja fá að taka prófið hjá henni seinna. Ég á nebla að vera í prófi hjá henni föstudaginn eftir að ég kem heim. Og ég kem heim um nóttina og nenni ekki að taka próf hálfsofandi. En hún var veik akkúrat þegar ég ætlaði að ræða þetta við hana, núna er verkefnavika og enginn tími og hún ignorar tölvupóst minn. Er henni illa við mig?

Ég og Hrund gerðum nákvæmlega ekki neitt um helgina sem var yndislegt. Ég fór reyndar á frændsystkinakvöld á föstudaginn og eins og alltaf var það snilld. Mér fannst það svo mikil snilld að ég ákvað að blanda rauðvíninu með matnum saman við bjór. Ó, ó. Reyndi nú að mótmæla en Rósa frænka sussaði á mig. Svo ég drakk mitt rauðvín úr einu af ógesslega flottu rauðvínsglösunum hennar alveg með kúkinn í buxunum yfir að brjóta það. Er svo hræðileg brussa. Sullaði til dæmis niður á jóladúkinn sem hún fórnaði á borðið vegna þessa sérstaka tilefnis. Sullaði olíu niður á hann. Ó, ó. Líðan mín daginn eftir verður einmitt best líst með ó, ó. Ég hjúkraði mínu ó, ó-i upp í sófa, undir sæng í faðmi sjónvarps og konu allan daginn. Notalegt. Á sunnudaginn var ég ekki ó, ó en ennþá ó svo ég þreif svolítið, lærði og slappaði af. Fór því ekkert út. Nema aðeins á laugardagskvöldið. Fór í göngtúr í brjálaðri rigningu, fór út á videoleigu og út í Rangá og kom svo heim og eldaði nautsnitzel. Ég er ekki eðlileg. Leið ennþá verr eftir þessa orkusprengju.

Er að fara til hnykkjara á morgun. Er að farast í bakinu. Hrund þarf að hjálpa mér að reisa mig við á morgnana. Ætla því að láta hnykkja áður en hún verður komin í það hlutverk sem var eitt sinn mömmu, að klæða mig og reima skóna mína. Og þá meina ég ekki þegar ég var krakki heldur þegar ég var tvítug og einstaklega slæm af brjósklosi.

Þetta er leiðinleg færsla. Enda er ég bara að hugsa um spænskuna sem ég á eftir að læra. Hasta luego. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband