17.10.2007 | 09:22
Frost er úti ...
... fuglarnir mínir. Eða reyndar ekki en kuldaboli þrátt fyrir það. Okkur mæðrunum varð það á að ræða einhvern tíma um kuldabola við Rakelitu. Sögðum henni að hún þyrfti að klæða sig vel svo hann kæmi ekki og biti hana í lærin. Hún er því skíthrædd við hann. Sefar sjálfa sig áður en hún fer út: 'kuldaboli er ekkert vondur, neeeei, bara góður, ég er í miklum fötum, hann geta ekki komið bíta mig'. Æ, æ, það þarf að vanda orðin. Mjög erfitt að útskýra fyrir litlu barni að eitthvað sé í þykjustunni. Þótt hún sé í þykjustunnileikjum alla daga og skipi mömmum sínum að fara í eitthvað hlutverk í þykjustunni þá getur hún ekki rætt þessa þykjustu. En þetta er að lagast. Hún klæðir sig eftir veðri möglunarlaust og því ávallt varinn gegn kuldabola.
Hvar í fjand**** eru íslenskar gæsalappir á þessu lyklaborði. Afrakstur af góðu uppeldi móður minnar er margvíslegur. Meðal annars lýsir hann sér í óbilandi (fanatískum?? nei nei) áhuga á ástkæra ylhýra. Allt skiptir máli. Íslenskar gæsalappir! Bil á undan þrípunkti! Hins vegar í tveimur orðum! Þágufallssýki ekki í boði! Og ég nýt góðs af í námi mínu. Bloggstíll minn er hins vegar ekki til fyrirmyndar. Byrja eiginlega alltaf á samtenginu og allt vaðandi í liðföllum (segi 'fór í búð' ekki 'ég fór í búð'). Það er áhrifameira og ég get leyft mér það hér. Í náminu er ég fjötruð þegar kemur að skrifum. Og allt í lagi með það. Gott að geta skipt á milli.
Fylltist miklu stolti í gær. Fór með mitt barn á leikskólann og kvaddi það. Var eitthvað að vesenast frammi í fatahenginu og heyrði þá á tal tveggja starfsmanna inn á deild:
'Hún er alltaf svo fín hún Rakel.'
'Já, hún er alltaf svo flott'.
Svo gaman að heyra svona. Enda tek ég fötin til handa Rakel á kvöldin. Þau eru því sérvalin og úthugsuð. Það er bara svo gaman þegar börnum er hrósað fyrir kurteisi, fyrir að vera hrein og strokin og svo framvegis. Auðvitað hefur það mikið með barnið sjálft að gera en foreldrar eiga alltaf eitthvað í því. Í þessu tilfelli ansi mikið.
Í bílnum á leið í ræktina seinna um daginn var ég að segja Hrundinni frá þessu. Leit svo á Rakel og sagði að hún væri nú heppin að eiga svona góðan stílista:
'Já, ég er heppin á mér', sagði krílið.
Að vera heppin á sér. Þú ert heppinn á þér maður. Hljómar vel.
Annars er barnið með bíladellu. Vill vita tegundir allra bíla sem við göngum framhjá á leið í og úr leikskólanum. Hún er ágæt í að segja nöfnin en sumt þvælist fyrir ungum tungum. Pabbi hennar á t. d. Subrú (Subaru) og við eigum Toyotu Rólu (Toyotu Corolu).
Við Sprundin erum eina fólkið í heiminum sem á þessa tegund. Við erum heppnar á okkur þar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.