Ógeð

Hef haldið hingað til að Stundin okkar væri með því besta sem er í boði í barnatímanum. Sem annars er algjört rusl og ég oft í vafa um hvort ég eigi að vera að leyfa barninu að horfa á þennan mannskemmandi viðbjóð. Já, viðbjóð! Er öskuvond. Það er hluti af Stundinni að einverjir krakkar syngja lög. Eitt sinn var það góða mamma og þvíumlíkt en fór svo að fikra sig yfir í íslenskar þýðingar á amerískum dægurlögum. Núna er eitthvað stífmálað barn að syngja I´m a barbiegirl. Eitt ömurlegasta lag sem samið hefur verið. Svo dillar þetta gellubarn sér og syngur ´sumum finnst ég treg en ég er sætust og flottust'. Oj. Og Rakel horfir á. Úff bara. Oj bara.

Róa sig. Anda djúpt ...

 

Yfir í annað. Eins og ég hef margoft bloggað um er ekkert skemmtilegra en að sjá uppeldið skila sér. Ég hef alltaf hamrað á því við Rakel að hún geti allt sem hún vill. Það er mér hjartans mál að byggja upp hjá henni sjálfstraust, svo mikið að enginn geti rifið hana niður. Hún á tvær mömmur og pabba og hún er stelpa. Í grimmum heimi getur þetta verið henni í óghag. Hún verður að kunna að standa á sínu svo það verði ekki valtað yfir hana. Vera viss um að hún er frábær og geti allt til jafns við aðra. Amen.

Áðan sagði krílið við mig upp úr þurru að hún gæti allt sem hún vildi. Hún gæti staðið á höndum og haldið á poka fyrir mammí. Go Rakel!

Annars sagði hún mér áðan að hún væri með púka í nefinu. Ormarnir greinilega farnir og púkar komnir í staðinn. Hvað á sér eiginlega stað í nefinu á barninu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér með þetta barbílag þarna. Ýmis lög hafa nú veið gefin út með blessuðu börnunum sem eru einmitt kannski ekki alveg góða mamma & allir krakkar, en þetta lag var alveg til skammar & eins að mála barn svona sem er varla komið á kynþroskaaldurinn. Hvað er að gerast?

Kv. Lilja Gunnsudóttir

Lilja 27.10.2007 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband