7.11.2007 | 17:57
Spurningaflóð
Eins og eðlilegt forvitið barn spyr Rakel mikið. Mörgum spurningum er ómögulegt að svara. T. d. ef ég er að keyra hún situr aftur í og bendir á eitthvað sem hún sér: 'Hvað er þetta?' spyr hún og ég veit ekkert hvað hún er að tala um. Hún skilur það auðvitað ekki og finnst ég bara leiðinleg að svara ekki.
Í gær vildi hún fá að vita HVER þetta væri sem sæti á bekknum í strætóskýlinu og hvað hann væri að gera. Við mömmurnar gátum svarað seinni spurningunni, maðurinn væri líklega að bíða eftir strætó. Rakel velti þessi mikið fyrir sér og sagði ljóðrænt á leið upp stigann heima: 'Á bekk sat maður og beið og beið og beið'.
Knúsa þarf maður að sjálfsögðu að gera eftir skipun á heimilinu. Ekki það að við séum ekki endalaust að knúsast en Rakel vill að við knúsumst allar í einu. Ef ég og Hrund leyfum okkur að kyssast og knúsast finnur hún það á sér, kemur hlaupandi úr herberginu sínu með stút á munni og útrétta arma. Og auðvitað höfum við ekkert á móti hópknúsi. Í gær var ég eitthvað að knúsast í Rakel við matarborðið. Það er auðvitað ekki ásættanlegt að mamma verði útundan svo Rakel tók málin í sínar hendur:' Knústu hann' sagði hún. Og ég knústi hann Hrund.
Ég og Rakelita erum að bíða eftir að Hrund komi heim úr skólanum. Ætlum til tengdó með afmælisgjöf og kort. Get ekki sagt hver gjöfin er ef hún skyldi lesa bloggið áður en við komum. En hún er heimagerð og mjög flott.
Undanförnum þremur kvöldum hef ég eytt í að hjálpa Hrund með bévítans Lífsleiknina. Fyrst aðstoðaði ég hana með ritgerð sem var alls ekkert leiðinleg, það er bara óbærilegt að vera í lífsleikni þegar maður er orðinn þetta gamall. Í gær og fyrrakvöld sló ég inn verkefni, mér finnst þau hafa verið billjón, og Hrund leysti þau jafnóðum. Sprundin fer sér hægt á lyklaborðinu eins og í öðrum þáttum lífsins. Hún hvarf inn í herbergi snemma kvölds með tölvuna. Þegar ég leit til hennar (hljómar eins og hún sé barnið mitt sem ég þarf að líta til með) klukkustund síðar var hún að byrja á verkefni 2. Hún var búin að slá eitt inn. Ég ýtti henni í burtu og hóf mína hríðskotaárás á lyklaborðið. Eftir það gekk allt mun hraðar. Við þurftum hins vegar báðar að blóta mikið, fá okkur bjór og hlægja svakalega (betra en að gráta) áður en þessi 32 BILLJÓN verkefni voru í höfn. Eins gott að hún fái 10 í þessu. Persónulega fannst mér spurningar í verkefnunum fyrir neðan allar hellur. Verst fannst okkur Hrund þó að geta ekki svarað þeim öllum án þess að leita okkur upplýsinga. Við erum kannski alveg ófærar í lífinu. Höfum enga leikni til að bera.
Þá er komið að þessu:
Mér finnst skemmtilegast í heimi að elda. Ef ég fæ eitt bjórglas með og salsa á fóninn þjappast öll hamingja heimsins saman í brjóstinu á mér á meðan ég hræri og sker og malla. Þetta er magnað
Mér er illa við föt sem rafmagnast til andskotans í þvotti. Þori varla að hreyfa mig í fína kjólnum sem loðir við mig og hefur á undraverðan hátt tekist að troða sér inn í naflann.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.