15.11.2007 | 18:02
Já
Pakkinn er enn óútskýrður. Hlíf stakk upp á að hafa samband við Hugvísindadeild og benda þeim á að þeir hljóti að hafa gert einhver mistök. Mig langar allavega ekki það mikið í þessi rit að ég sé tilbúin til þess að borga þau.
Ég er ennþá algjör lasarus. Þoli það ekki. Er að sjálfsögðu með nagandi samviskubit yfir að missa af tímum og vera eftir á í lærdómi. Þegar ég er svona lasin skil ég ekki einu sinni fyrirmælin í heimaverkefninu í forna málinu, hvað þá að ég geti leyst það. Ætla að sjá til hvort ég hundskast í tíma á morgun eða reyni að sofa eitthvað og ná þessu úr mér. Get huggað mig við að ég hef aðeins misst af tveimur tímum í ritþjálfun og engum í forna málinu (þetta eru tímarnir sem ég er að fara í á morgun). Æ, ég veit ekki.
Rakel hefur verið yndisleg við mig í veikindum mínum. Þegar ég styn og andvarpa og vorkenni sjálfri mér strýkur hún mér og segir huggunarorðin sem ég segi við hana á erfiðum stundum: 'Þetta verður allt í lagi mammí mín, ég skal passa þig'. Manni líður strax betur. Hún bauðst líka til að hjálpa mér inn í rúm þegar við komum heim úr leikskólanum í gær og byrjaði að klæða mig úr. Ég kann nú ekki við að leggja mig þegar ég er ein með barnið svo ég skellti brosi á andlitið og sagðist vera hress. Börnum finnst vont að sjá vanlíðan foreldra sinna.
Eftir að hafa eldað í gær hneig ég niður við eldhúsborðið og fannst vera að líða yfir mig. Spurði Hrund hvort hún gæti séð um barnið ef ég legðist í sófann. Auðvitað, sagði Hrund, þótt fyrr hefði verið. Hún beindi svo orðum sínum til Rakelar og sagði að stundum þyrfti að hjálpa mammí að slaka á. Segja henni að setjast niður og hvíla sig og strjúka henni svo. Þetta er víst rétt. Ég þyrfti t. d. að vera nær dauða en lífi til að elda ekki fyrir stelpurnar mínar þrátt fyrir að þær myndu ekki mótmæla því að borða skyr svona einu sinni. Og ekki lét ég svima og höfuðverk aftra mér frá því að þrífa í gær.
Mér er minnistætt þegar ég kom frá Danmörku, fór beint til læknis og var greind með brjósklos og var send í tveggja vikna veikindaleyfi stuttu seinna eftir að bakið á mér læstist. Ég bjó heima á þessum tíma og var að passa systkini mín á meðan mamma var í útlöndum. Daginn áður en hún kom heim gat ég ekki setið kyrr lengur. Tók mínar vöðvaslakandi og parkódín forte og þreif allt húsið í vímu. Vildi ekki að mamma kæmi heim í skít. Fjölskyldan átti ekki til eitt einasta orð yfir vitleysunni í mér né ég sjálf þegar fór að renna af mér og mér farið að líða eins og djöfullinn sjálfur hefði tekið sér bólfestu í bakinu á mér. Það er nátla ekki í lagi með mig.
Í dag var ég þó nokkuð skynsöm. Tók því rólega, var ófær um að læra og lá því mest upp í sófa. Náði í krakkagorminn og við fengum okkur flatkökur og mjólk í eldhúsinu. Hún heimtaði reyndar pasta en mér fannst það ekki við hæfi klukkan þrjú. Við keyptum okkur kleinuhringi út í Rangá í eftirrétt og var Rakel mjög spennt. Vildi helst ekki flatköku. 'Má ég bara fá eina baun og svo snúðahring' spurði hún vongóð. Ég sagðist því miður ekki eiga neinar baunir, flatkökuna skyldi hún borða. Hún lét sig hafa það.
Við horfðum svo á Lottu Astridar Lindgren og ég lék Vidda vísifingur fyrir Rakel. Rakel finnst vísifingurinn á mér hryllilega fyndinn þegar hann breytist í Vidda og hló þangað til henni lá við köfnun.
Í gærkvöldi var ég nú ekki svona vinsæl. Ég brölti upp úr sófanum til að gera ég veit ekki hvað. Fór inn á bað til Rakelar strípalings sem var á leið í sturtu með mömmu sinni. 'Þú ætlar líka í sturtu' sagði hún og horfði á mig spyrjandi. 'Nei, mamma ætlar með þér', sagði ég. 'Já, mamma getur allt' sagði hún með áhersluna á mamma. 'Ég líka víst get allt víst', sagði ég og í veikindum var orðaröðin ekki alveg á hreinu. Rakel horfði bara á mig. No komment.
Ég las svo fyrir hana Hvar endar Einar Áskell sem er nýleg bók í þeim bókaflokki. Textinn er nokkuð flókinn og öðruvísi en í hinum bókunum. Þegar lestri lauk og ég sagði henni að fara inn í rúm sagði hún mjööög sár: 'En það á eftir að lesa fyrir mig!'. Held að henni hafi bara fundist ég vera að bulla eitthvað og vildi fá alvöru lestur. Kannski ég fari að lesa þessa bók oftar.
Rakelita hefur mikinn áhuga á mjólkurfernunum þessa dagana enda skreyttar myndum af jólasveinunum. Í drekkutímanum áðan las utan á fernuna um Grýlu og Leppalúða og íslensku jólasveinana. Rakel endursagði svo allt fyrir mig eins og hennar er venja. Reyndar í nokkuð breyttri útgáfu þar sem hún talaði um Grýlu, Leppalúða og íslensku jólapakkanna. Er barnið strax komið með pakka á heilann?
Áðan tókst mér svo að eyðileggja kósý stund. Eftir allt mjólkurþambið ákvað ég að skynsamlegt væri að stoppa myndina og pissa. Ég fór á undan,án þess að gera mér grein fyrir því að við værum í keppni, inn á bað. 'En ég ætla að pissa' sagði barnið móðgað. 'Ég var á undan' sagði ég gríni eins og hún gerir svo oft, 'þú pissar svo'. Þá rak barnið upp skaðræðisvein og grét með ekka. Að ég skyldi dirfast. Við jöfnuðum okkur þó á endanum.
Er að fara í Þjóðleikhúsið á eftir á sýninguna Óhapp. Allir í námskeiðinu Bókmenntafræði eiga að fara og skrifa svo skýrslu. Ég ætti kannski að fletta upp hugtakinu hvörf sem er eitt af því sem við eigum að skrifa um. Stundum gleymi ég eyrunum heima þegar ég fer í tíma.
Hef undanfarið gleymt þessu:
Mér er líkar hrísmjólk með karamellu alveg einstakleg vel. Ekki það hollasta en heldur ekki það óhollasta. Þegar mig langar í eitthvað sætt og gott finnst mér mjög fínt að fá mér hrísmjólk. Mæli með henni.
Mér er illa við veikindi. Þoli ekki að geta ekki gert það sem ég vil, þoli ekki að horfa á drasl heima hjá mér og hafa ekki orku í að taka það til, þoli ekki að geta ekki slappað af þar sem það eina sem ég get hugsað um er skólinn og þoli ekki að það þurfi ofurmannlegt átak til að koma sér sturtu. Veikindi eru ekki fyrir örar manneskjur eins og mig.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn skvísí
Ekki á hverjum degi sem dagur íslenskrar tungu er
Arna 16.11.2007 kl. 22:58
var búin að skrifa svo langa athsemd þegar allt datt út ... Gat ekki beðið eftir næsta færslu til þakka fyrir kvöldboðið á degi íslenskrar tungu. Fékk heimboð rétt fyrir miðnætti og skellti mér í úlpu yfir náttkjól og slopp og tók stóra litla drenginn með til að skoða dýrðina í Skipasundi eftir breytingar. Það er alltaf svo heimilislegt, notalegt og fínt hjá ykkur og þið farið svo vel saman, flýtir og rólegheit, framkvæmdgleði og nákvæmi og standið jafnfætis þegar með þarf. Og rauðhærði knústarinn kórónar herlegheitin, jafnarma þríhyrninginn - sem kannski - ojalá - verður ferningur, fimmhyrningur eða gvöð má vita hvað þegar fram líða stundir
aró-mútta-múttistinn-amma alla 17.11.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.