Einsi bró

Þessi færsla er tileinkuð litla bróður mínum, honum Einari Jóhanni. Einsi bró er reyndar ekkert svo lítill lengur, kominn í 9. bekk, en hann er samt alltaf lítill fyrir mér. Var eitthvað að stússsast með honum og mömmu um daginn. Við vorum á mömmu bíl og af gömlum vana ætlaði Einar að setjast í farþegasætið fram í. 'Heyrðu Einsi minn, ertu ekki að ruglast eitthvað?' gall í mömmu. Ég nýt þess að vera frumburðurinn og eiga framsætið í hvert skipti sem ég er með þeim för. 'Jú, úps, ég er bara svo vanur að vera fram í' sagði barnið. 'Þú veist að ég fæ alltaf framsætið', sagði ég við hann, 'ég er stærri, sterkari og frekari'. Áður en hann skaut sér aftur í leit hann á mig: 'Ég er nú reyndar stærri en þú' baunaði hann á mig. Ég varð kjaftstopp. Auðvitað er hann orðin miklu stærri en ég.

Stóri litli bróðir er ein ljúfasta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst. Svoleiðis hefur hann alltaf verið. Þegar hann var lítill, bústinn kútur var hann mjög lítill í sér, hræddist ryk og vildi helst komast inn í mömmu sína aftur. Ég var mjög mikið með hann, bæði systkini mín reyndar, þegar hann var krakki og hann var sér á báti. Leikskólakennarar og aðir kennarar áttu ekki til orð yfir ljúfmennskunni og börn slóust um að fá að koma í afmælið hans. 

Hann er enn þá svona. Þegar ég og stelpurnar höfum verið í heimsókn hjá mömmu og erum að fara kemur hann alltaf fram og kveður okkur. Hann faðmar okkur allar og kyssir. Hrund vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar úllinn greip hana í fangið og smellti á hana kossi eftir stutt kynni.

Einsi bró býr líka yfir hafsjó alls kyns staðreyndum og upplýsingum. Þegar hann var lítill var það besta sem hann vissi að skoða bækur. Um leið og hann gat lesið lagði hann það sem hann las á minnið. Og hann las bækur um manninn, sjö furðuverk veraldar, vísindabók barnanna og þvíumlíkt. Seinna tóku Lifandi vísindi við og krakkinn lærir tímaritin bara utan að. Svo byrjar hann: 'Hey, Díana, vissur þú að það er til ánamaðkur í Húlú sem getur breytt um lit?' Stundum reyndar veit ég það af því að við Hrund erum líka áskrifandi að Lifandi vísindum. Ha ha.

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um brósa núna er að í gær fór ég á magnaða sýningu hjá honum. Hann hefur verið á námskeiði sem heitir Sönglist og er haldið í Borgarleikhúsinu. Hann hefur því verið að læra söng og leik í vetur. Það flottasta er að hann er eini strákurinn í hópnum sínum. Ég tek ofan fyrir honum, strák í 9. bekk, sem lætur sig hafa það að sitja námskeið með eintómum stelpum. Feiminn og óframfærinn eins og hann er. Húrra. Fyrir utan það að leikritið/söngleikurinn þeirra var svo flottur. Og mér dauðbrá þegar litlli bróðir minn hóf upp raust sína og söng dimmri karlmannsröddu. Whot? Þegar ég sá stelpurnar sem hann lék með gerði ég mér eiginlega fyrst grein fyrir því hvað hann væri orðinn gamall. All grown up!

Bravó Einar Jóhann! Hver segir svo að það sé ekki gott að alast upp hjá eintómum kvenmönnum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stóra systir mín sagði alltaf "ég er stærri, frekari og FEITARI en þú":) Nú getur hún ekki sagt þetta lengur (jú reyndar í augnablikinu af því að hún er ólétt):)

Það er svo skrítið þegar börnin verða allt í einu stór!! Á "lítinn" frænda í 10 bekk, sem ég passaði mjög mikið þegar hann var kríli... og hann er bara þúst.. getur farið að keyra bráðum!!! Hvernig gerðist þetta? Ég skipti á bleiu á honum í gær! 

hlíf 5.12.2007 kl. 10:16

2 identicon

Ég kannast við þetta, Manni "litli" er farinn að keyra !!!  Kominn með æfingaakstur strákurinn.  Alveg ótrúlegt. 

Og Gunnar, orðinn 10 ára omg ...tveggja stafa tala = fullorðinn nánast

Sammála þér með Einar að hann er hetja að fara "einn" á svona námskeið.  Ekki auðveldasti aldurinn til að skera sig úr hópnum.  Annars man ég bara eftir honum sem 5 ára gutta hehe.

Arna 5.12.2007 kl. 19:58

3 identicon

Það er sko best að alast upp í kvennafans! Líttu bara á bróður þinn og bróður minn, alveg algjörir englar báðir tveir!

Rósa 6.12.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband