God

Hlfí hefur bjargað deginum í dag. Var að lesa í kommentunum á blogginu hennar að ég væri hennar guð þegar kæmi að hollu og ódýru. Jess! I am god. Það er jarðneskur hollustuguð svo ég gerist ekki sek um guðspjall.

 Annars hef ég beðið mikið til míns guðs undanfarið. Um styrk. Ekki nýjan bíl eða flatan maga. Kann nú ekki við það. Ég bið guð aðallega um styrk. Og hef fengið hann hingað til. Ég er hér enn og á góðu róli. Eða eitthvað.

Um miðjan dag í gær gafst ég upp á lærdómi. Ég trúi þessu ekki. Ég var bara komin í svona 'ég skil ekki, veit ekki, get ekki' stuð og fór bara og lagði mig. Hef aldrei í lífinu gert þetta í miðjum prófum. Veit ekki hvað er að gerast með mig.

Og ég var að læra fyrir spænsku. Hvernig get ég verið svona léleg í spænskri málfræði. Þar sem ég er sjúklegur perfectionisti þá höndla ég ekki að neyðast til að gera eitthvað í marga klukkutíma sem ég er léleg í.

Þegar ég lagðist í rúmið fannst mér ég heimskur, lítill múmínálfur. Horfði nebla á mig í spegli um daginn og sá að ég er grunsamlega lík múmínálfi. Það er eins og ég segi. Lágvöxnu fólki er ekki ætlað að vera fitubollur. Ég verð að komast í How to look good naked og breyta hugarfarinu. Ég er alveg að fríka út á sjálfri mér. Eftir heilaþvott þar myndi mér örugglega finnast ég sæt og bústin snorkstelpa.

Aaaarg. Farðu að læra Díana Rós. Hvað er að þér eiginlega?

Djók. Ég á tíma í klippingu eftir smá. Verð að hlaupa í orðsins fyllstu. Er ekki á bíl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert alltaf jafn sniðuglega klikkuð ...múmínálfur

Og þú með þennan stórglæsilega stundaglasa (vona að þetta sé beygt rétt) vöxt. 

 Annars var snorkstelpan alltaf jafn sæt fannst mér

Arna 6.12.2007 kl. 17:29

2 identicon

Það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innrætið og það er leitun á betri manneskju en þér. Og þú er EKKI feit ljúfan mín, bara mjúk og falleg yst sem innst. Það mundi ekki klæða þig að vera horuð. Fallegustu konur sem ég veit um eru Sif Ragnhildardóttir og Ragnheiður Arnardóttir - Rassa - og þær eru sko ekki neinar horrenglur. Og einhver aukakíló mundi ekki breyta því hvað þú ert góð við stelpurnar mínar eða breyta því hvað þú er falleg sál. Og þig langar ekki að ganga í húðlituðum, níðþröngum og ósmekklegum naríum bara svo það líti út fyrir að þú sért tveimur kílóum léttari. Og ég veit að Sprundin elskar hvert einasta gramm á þér og Rakelítan líka. Og eins og vinkona þín Arna segir, Snorkstelpan var algjört krútt og þú er það líka. Amma Silla.

amma Silla 8.12.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband