Úje

Jibbí kóla og allt það. Ein erfiðasta prófatörn sem ég hef átt er BÚIN. Held mér hafi gengið ágætlega í spænskri ritþjálfun í gær. Verð allavega frekar hissa ef ég fell. Var búin að læra ógrynni af orðum utan að svo ég væri viss um hvernig þau væru skrifuð (allt orð í námsbókinni en á síðasta prófi kom svo mikið af orðum sem ég hafði ekki lært og hafði ekki hugmynd um hvað þýddu). Það kom um það bil eitt orð af því sem ég hafði lært. Það var lystisnekkja. Hin orðin hljóta öll að hafa verið mjög algeng orð því hún sagðist aðeins myndu nota orð úr bókinni og svo algeng orð. Ég þekkti nú samt minnst af orðunum. Kannski minning mín um spænskukunnáttu mína sem var svo góð í Costa Rica sé einhver blekking. Eða ég hafi aldrei notað algeng orð. Veit ekki.

Aðal málið er að þetta er búið. Brunaði beint (það er reyndar lygi, var rúman hálftíma heim úr Háskólanum og eyddi löngum tíma í bílaröð með geðveikum Íslendingum seim EIGA AÐ VERA Í VINNUNNI KLUKKAN ÞRJÚ) eftir prófið á leikskólann að sækja engilinn minn sem hentist í fangið á mér. Pabbi hennar kom svo að sækja hana og eftir fórum við Hrund eins og hvítir stormsveipar um húsið. Skúruðum og skrúbbuðum, þurrkuðum af og gerðum ýmislegt aukalega og betur en venjulega enda hátíð ljóssins handan við hornið. Ég uppgötvaði mér til skelfingar um átta leytið að ég hafði ekkert borðað síðan um morguninn, það útskýrði höfuðverkinn og slappleikann. Ég má bara alls ekki gera þetta. Eina leiðin fyrir mig til að borða eðlilega er að halda matardagbók. Hæfileikann til að umgangast mat eins og felst fólk gerir eyðilagði ég fyrir löngu. Hef hins vegar slugsað dagbókina undanfarið og einbeitt mér að prófhelvítinu. Kannski ég fari að byrja á þessu aftur svo ég endi ekki annaðhvort eins og loftbelgur eða eins og tannstöngull. Úje. (Held stundum að ég deili allt of miklu með ykkur, það eru svo margir sem lesa bloggið sem ég þekki ekki neitt.) 

Hildur vinkona sem býr í Danmörku kom í heimsókn í gærkvöldi og Oddný besta vinkona bættist svo í hópinn. Hún fer norður á morgun eins og alltaf um jólin, kemur svo heim í nokkra daga og flytur svo til Akureyrar. Hún er besta vinkona mín í heiminum. Við kynntumst í lýðháskólanum í Danmörku þegar við vorum 19 og höfum elskað hvor aðra síðan þá. Eins glöð og ég er fyrir hennar hönd (hún var að komast inn í VMA og ég er ótrúlega stolt af henni) finnst mér svo sárt að missa þennan yndislega sálufélaga minn norður. Tilhugsunin um að geta ekki skokkað yfir til hennar hvenær sem er fer alveg með mig. Við dauðkvíðum kveðjustundinni báðar og eigum örruglega eftir að grenja með látum. Svona er að vera fullorðinn. Vinir þínir hætta að vera í tíu metra radíus frá þér. 

Hrund endaði á djamminu í gær og kom heim undir morgun. Ég var búin að plana að vera drottning dagsins, þ. e. nota einn af miðunum sem ég fékk í jólagjöf frá henni í fyrra og ráða deginum alfarið. Mér er hins vegar lífsins ómögulegt að vekja hana. Hnuss. Ég er samt ekki búin að gefast upp. Er búin að stússast upp á háalofti, ganga frá skóladóti (allt úr forna málinu er enn þá hérna niðri, finnst það vera að storka örlögunum að ganga frá því áður en ég veit hvort ég næ) og slasa mig mörgum sinnum við leit og príl upp og niður stigann að háaloftinu. Þar sem ég er algjör dvergur reynist mér mjög erfitt að opna háaloftið og enn þá erfiðara að loka því. Loftfimleikar á hæsta stigi og ég er mjög lofthrædd. Var skíthrædd um að hálsbrjóta mig. Og enn þá hræddari um að Sprundin myndi ekki einu sinni vakna við skarkalann. Ég yrði svo étinn af rykmaurum og fjölskyldan þryfti að éta pizzu í jólamatinn.

Jólamatur. Einhvern veginn gerðist það að pabbi Hrundar OG tveir bærður hans eru að koma á aðfangadag. Fyrst svitnaði ég soldið við tilhugsunina en þar sem ég er svo mikill gestgjafi í mér er ég farin að hlakka til núna.

Ef konan mín myndi bara vakna og þjóna drottingu sinni. Hún átti að vekja mig með kaffi og vera búin að láta renna í bað fyrir mig. Í stað þess sit ég í náttskyrtunni einni saman og nenni ekki í sturtu. Einhver sem vill leyfa mér að stjórna sér í dag og stjana við mig? Ég er 159, aðeins of þung (sumir myndu segja að ég væri fallega þrýstin á réttum stöðum ...). Ég er með græn augu og dökkt og hrokkið hár. Ég hef gaman af skapandi skrifum, lestri og öllu sem felur í sér adrenalínkikk (eins og að labba upp brattasta og lengsta og hæsta stiga í heimi (eða næstum) upp á topp á Mayarústunum í Guatemala, skjálfandi af hræðslu og hálf grenjandi). Freistandi? Alguien?

Á morgum kemur jólastelpann heim og fær loks að skreyta jólatréð sem hún er búina að tilkynna að hún ætli að dansa UM og syngja djiggebegg (jingel bells)  og göngum við í kringum mánudag (eða eitthvað álíka). Svo ætlum við bara að dúlla okkur. Fara í jólalahúsið í Hafnafirði og kannski skera út laufabrauð og taka einn Laugara.

Það er að segja ef Hrund verður vöknuð.

Hljóma ég bitur?

Elska samt yndislega konukjánann minn.

Ætla að ná í glimmerkórónuna sem Rakel fékk í jólagjöf, setja hana á mig og fíla mig sem drottningu.

Úje. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, já, ég get staðfest skjálftann þinn þegar að við fórum upp í pýramídann í Tikal. En það var alveg þess virði, haggi? Til hamingju með flottu einkunnirnar þínar og að vera búin í prófunum!

Besos! 

Tinna Rós 23.12.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband