10.1.2008 | 12:22
Merkilegur andskoti
Já, mér finnst það merkilegur andskoti að ég skuli einatt fyllast vanmætti og leiða þegar ég byrja í skólanum. Er alltaf með hnút í maganum kvöldið fyrir fyrsta skóladaginn og sit fyrstu tímana í hverju fagi með sömu tilfinninguna í brjóstinu. Að ég geti þetta ekki. Að þetta sé mér ofviða. Að mig langi þetta ekki. Hvurn fjandann mig langar þá er svo önnur saga.
Yfirleitt tekst mér með afli að bægja bölsýninni og þunganum frá mér. Finnst yfirleitt notalegt að rölta út í bóksölu og virða fyrir mér samnemendur mína. Láta svo ilminn af bókum sefa mig og endurnæra. Á meðan ég stend í röð í hálftíma stappa ég í mig stálinu, tel í mig kjarkinn. Og strýk mér í huganum um vangann. Sannfæri mig um að ég sé dugleg stelpa og geti allt sem ég vil.
Mér finnst alls ekki leiðinlegt í skólanum. Hefur aldrei fundist það þótt ég hafi yfirleitt legið fyrir í viku áður en ný önn hófst í menntaskóla til dæmis. Það sem angrar mig kemur innan frá. Eftir því sem ég eldist næ ég betri tökum á því og meira pláss verður fyrir vonina og gleðina og bjartsýnina. Ég hef ekki eytt meiri tíma í neitt á lífsleiðinni en í leitina að trúnni á sjálfa mig. Stundum næ ég í skottið á henni, stundum er hún handan við hornið og örsjaldan fel ég hana í höndum mér. Þegar ég tók meðvitaða ákvörðun um að breyta um stefnu í lífi mínu ákvað ég líka að gefast aldrei upp. Fyrir mótlæti, fyrir sjálfri mér, fyrir öðrum. Það ætla ég ekki heldur að gera.
Mig langar ekki að gera neitt annað en ég er að gera. Vera neitt annað en ég er. Vera annar staðar en ég er. Ég hef fyrir löngu komist að því að eirðarleysið sem ætlar mig stundum lifandi að drepa er aðeins óttinn í dulbúningi. Minni dýpsti ótti sem er svo margslunginn að ég nenni ekki að blogga um hann. Með árunum hef ég einnig náð betri og betri stjórn á honum. Stundum heltekur hann mig og þá er best að leyfa honum að gera það, með því æfist ég betur í að beisla hann.
Skiljiði ekkert í mér? Ég verð alltaf svo meyr við upphaf hluta, upphaf annar, upphaf sambands, upphaf nýs tímabils.
Við Sprundin ræddum um það í gær hversu mikið öryggi og hamingja fælist í rútínunni. Að vakna með stelpunum sínum, taka vítamín, drekka kaffi, greiða litlum rauðhaus. Muna eftir nestinu sem ég smurði fyrir okkur í gær. Kyssa bless. Búa sig undir kuldann. Soga í sig upplýsingar, fróðleik og glósa af lífi og sál. Láta hugann reika í fríminútum. Hlakka alltaf svo til að koma heim. Setja í þvottavél, elda hollt, elda gott. Baða lítinn líkama. Kúra upp í sófa og lesa með stelpunum fyrir svefninn. Hlusta á Sprundina tala um daginn í skólanum. Sjá hvernig augun leiftra og hvernig hendurnar, sem draga upp línur, benda og útskýra, endurspegla einlægann ákafann. Tipla inn í herbergi og horfa á litla engilinn sofa. Sofna með höfuð konunnar í hálsakotinu og þá vitneskju í öllum líkamanum að á morgun byrjar nýr dagur.
Væmnin að drepa mig.
Hungrið líka. Besta að fara niður á kaffistofu og borða nestið. Undra mig á því, eins og alltaf, hversu sjúklega feimin ég er. Hversu erfitt mér finnst að standa í röð og finnast allir vera að horfa á mig.
Verð að komast út úr naflanum á sjálfri mér. Það gerir allt mitt líf einfaldara.
Margur er knár þótt hann sé smár.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
You go girl
Arna 11.1.2008 kl. 12:03
Bara að láta þig vita elsku Díana mín að mér finnst og hefur allaf fundist þú hreint og klárt krafataverk og best. Gott hjá þér að geta skrifað um líðanina það hjálpar manni. Þú ert frábær
Edda 12.1.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.