Laugardagsþankar

Varúð: Í þessari færslu nota ég hin ýmsu blótsyrði. Ekki fyrir viðkæma. 

 

 Ég og Hrund fórum á djammið í gær og skemmtum okkur konunglega. Það sem mér finnst leiðinlegt við djamm eru leigubílaraðir og ÓGEÐSLEGIR GAURAR.

Er ekki bara hægt að láta mann í fock**** friði?

Nei, klárlega ekki.

Ég get ekki fengið að dansa í friði án þess að vera með einhverja graða tittlinga utan í mér. Það þýðir ekkert að segja að maður sé lesbía, trúlofaður og upptekinn við að dansa VIÐ KONUNA SÍNA.

Flestum þessum perrum finnst bara geggjað að fylgjast með okkur Hrund. Eins og við séum einhverjir helvítis sýningargripir, leikarar í persónulegri klámmynd eða draumórum þeirra. Mér finnst þetta óþolandi.  Ég heimta það að borin sé virðing fyrir mér, konunni minni og okkar sambandi.

Í gær var einmitt einhver skítur sem fylgdi mér eins og skugginn. Stelpurnar reyndu að olnboga hann í burtu og ég reyndi oft að útskýra fyrir honum ég hefði minna en engan áhuga á honum. Hann hlustaði ekki og fannst bara voða hot að horfa á okkur Hrund dansa.

Einhvern veginn tókst honum (sennilega vegna áfengis í blóði mínu) að þröngva upp á mig kossi. Þetta gerðist svo snöggt að eitt andartak hélt ég að þetta væri einasta konan mín. Þegar hann tróð tunguni upp í munninn á mér áttaði ég mig og hrinti honum óblíðlega í burtu.

Ég var bara brjáluð. Mest inn í mér. Gekk ekki berserksgang eða neitt þannig. Helvítis dónaskapur er þetta.

Á leiðinni út af staðnum sat hann líka fyrir mér. Hélt hann ætlaði að rífa af mér fötin í von um að fá mig til að vera.

Það versta er að yfirleitt þegar ég fer út að skemmt mér lendi ég í svona gaurum. Oft hitti ég líka frábæra stráka. Eins og Tryggva besta frænda í gær. Við knúsuðumst og sögðum hvort öðru hvað okkur fyndist hitt fyndið og skemmtilegt og hvað okkur þótti vænt um hvort annað.

Allavega. Hegðun svona skíthæla er ekki réttlætanleg. Ég þoli ekki svona yfirgang. Og ég dansa ekki við og kyssi konuna mína í þeim tilgangi einum að uppfylla einhverja draumóra hjá karlmönnum.

Nei þýðir nei, fjandinn hafi það.

Ég neita að láta koma svona fram við mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband