8.2.2008 | 14:16
Vangaveltur
Mér finnst frekar leiðinlegt þegar verið er að hringja í mig í kosningum til stúdentaráðs og fólk að sækjast eftir atkvæði mínu. Ég skil það hins vegar vel og sé farið rétt að því er það í lagi. Það má alveg spyrja mig hvort ég hafi myndað mér skoðun eða hafi áhuga á því að heyra baráttumál viðkomandi. Mér finnst hins vegar fyrir neðan allar hellur þegar frambjóðendur kynna sig með nafni og segjast vera með manni í þessum og þessum tíma (ég kveiki yfirleitt ekki á neinum perum þar sem ég er með afbrigðum félagslega heft og þekki fæsta sem eru með mér í tímum) og 'ætlaði bara að athuga hvort ég hefði ekki þinn stuðning?'. Því miður, nei, það hefurðu ekki. En hlakka til að sjá þig í næsta tíma vinkona. Öööhhh. (tveir sætir strákar komu heim til mín í gær með atkvæðaseðil og leyfðu mér að kjósa, eins og siður er víst þegar fólkt er veikt heima, snilld).
Druslaðist í skólann í dag þótt þreytan og slappleikinn neiti að yfirgefa mig. Glápti mest út í loftið, ófær um að hugsa og meðtaka spænskuna sem vall út úr kennaranum. Er haldin annarlegum (þ. e. ekki í merkingunni undarlegum heldur 'önn' í ef.-legum= annarlegum) skólaleiða. Hann kemur og fer. Yfirleitt tekur brennandi áhugi og metnaður við. Bíð því kaflaskila.
Fór og fékk mér fiskisúpu og mömmu eftir tíma. Fiskisúpu fyrir kaldan kroppinn og mömmu fyrir sálina. Er hressari eftir það. Komin heim, tilbúin í forna málið og hljóðfræði. Á í vandræðum með það seinna. Finnst verkefnin fjandanum erfiðari. Ekki spillir fyrir að ég held að Einar Freyr kærasti Hlífar ,sem var að vinna með mér í sumar (og kærastinn hennar líka þótt hann væri í öðru verkefni), sé aðstoðarkennari. Hef á tilfinningunni að álit hans á færni minni í íslensku og almennu brjóstviti verði orðið að engu í lok annar (ég veit að það er ógesslega asnalegt að lesa um sig í 3. persónu Hlíf, er nokkuð viss um að þú lesir þessa færslu). Það er bara svo skrítið að vera með aðstoðarkennara sem kannski voru með manni í tímum eða að vinna með manni. Fannst ýkt fyndið að hitta Hlíf í sumar og vinna með henni þar sem hún hafði verið aðstoðarkennari í einhverju námskeiði á hverri önn síðan ég byrjaði í skólanum. Manni finnst maður hálf berrassaður og kjánalegur og verður ýkt feimin. Allavega ég.
Ég vildi að ég yrði ekki alltaf svona sjóveik. Var að skoða bækling frá Norrænu og jösses hvað ég væri til í að ferðast með henni og taka svo Lególand og elsku Sverige áður en haldið yrði heim aftur. Við gætum allar þrjár verið í blómakjólum og með sumarhatta eins á myndinni í bæklingnum.
Ég hef reynt sjóveikisarmbönd og sjóveikispillur. Síðast þegar ég tók frerju var það með lýðháskólanum í Danmörku, við vorum að koma frá Prag og tókum ferju yfir til Danmerkur einhvers staðar frá. Fyrst tókum við nátla ferju frá Danmörku og þá tók ég eina pillu. Lá á klósettgólfinu alla ferðina og kúgaðist án þess að æla. Oddný vinkona lá á næsta bás. Á leiðinni til baka ákváðum við að taka tvær. Ég hef aldrei farið í aðra eins vímu á ævi minni. Við stauluðumst um borð í ferjuna ó svo hátt upp á sjóveikispillum og lágum svo á gólfinu í setustofunni algjörlega rotaðar og slefuðum í vímunni. Mér var flökurt í marga daga á eftir.
Og svo get ég alls ekki flogið lengur. Grenja bara eins og krakki og er með ólæti. Það vantar bara að ég geri í buxurnar af hræðslu.
Ég verð að fara að læra menn og konur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ákvað að skrifa komment til að hvetja þig til að halda áfram að blogga svona mikið eins og þú gerir. Því trúðu því að ég les alltaf ALLAR færslurnar þínar og allt saman í hvert skipti sem ég kem á síðuna þína, þó að ég kommenti ekki nema stundum. Keep up the good work!
Svo er greinilegt að barnið þitt er með barna-áráttu! þetta er mjög fyndin staða. En þið eruð ekki einar, dóttir konu í vinnunni minni er farin að missa barnatennurnar og er ekki sátt því það sem hún vill heitast í öllum heiminum eru teinar! Undarlegt. En þið verðið bara að fara ð koma með lítinn brósa handa henni, hjónakyrnurnar ykkar! Þannig rætist hennar heitasti draumur. Haha.
Rósa 8.2.2008 kl. 20:51
Það er mjög gaman að lesa um sig í 3.pers.
Fyrst þegar ég var að fara yfir verkefni einhvers sem ég þekkti fannst mér það ótrúlega furðulegt og óþægilegt og asnalegt. En svo lenti ég svo oft í því: gamlir vinir, vinir vina, skólafélagar bæði í HÍ eða fyrr... svo maður vandist þessu bara og pældi eiginlega ekkert í þessu. Ég fór allavega að gera þetta mjög vélrænt og reyndi sem minnst að muna eftir því að það væri "alvöru fólk" sem hefði gert þessi verkefni af því að þá fór ég alltaf að efast um að ég gæfi ÖRUGGLEGA nógu sanngjarnt fyrir.
Hlíf 9.2.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.