Hugmyndsnauð

Get ekki varpað fram neinum fyrirsögnum, hugsanir mínar eru seigfljótandi. Öll orka líkamans fer í að lækna mig. Hélt að ég myndi vera nokkuð hress í dag en er alveg jafn slöpp og í gær.

Get ekki lært spænsku. Horfi bara á verkefnið og skil ekki neitt. Neyddi mig til að hlusta tíma á netinu sem ég missti af í morgun og held ég láti það duga. Fékk svo mikið samviskubit yfir slugsi (sem er nátla ekki slugs þegar maður er veikur) að ég hringdi í mömmu. Hún getur alltaf róað mig. Hún sagði að það skiptu mesta máli að ég yrði frísk, svo gæti ég lært. Rétt hjá henni. Ég held ég leggi mig. Get ekki haldið augunum opnum.

Rakelin hefur beðið spennt efir 'sprengjudegi'. Ég held hún tengi hann við flugelda en þá kallar hún sprengjur. Við reyndum að segja henni í gær að það væri sprengidagur og að það þýddi að þá borðaði maður þangað til maður væri að springa. Hún meðtók þetta ekki alveg. Og þó. Ég hafði ekki orku í meira en að hita franskar og pizzu handa krílinu í kvöldamt (mér finnst hræðilegt að hafa ekki orku í að gefa henni almennilegt að borða, fiskt og kartöflur og sallat og þannig) og hún át tvær pizzusneiðar (sem hún gerir aldrei, sérstaklega ekki ef það er eitthvað með, hún er ekkert rosalega hrifin af pizzu) og bað um meira af frönskum og svo borðaði hún hálfa bolludagsbollu með öllu tilheyrandi. Og þambaði bæði vatn og mjólk. Ég er ekki vön að leyfa henni að borða svona mikið (enda gerir hún það sjaldan, nema kannski þegar hún borðar haustkex eða cheerios, þetta tvennt er það besta sem hún veit og það verður að skammta henni) en ég varð í gær, þetta var mjög áhugavert.

'Er sprengjudagur búinn' spurði hún hálf leið í morgun. Við sögðum hann liðinn en nú væri hins vegar öskudagur og hún mætti fara í búninginn sinn. Hún var svo öskrandi glöð og hoppaði um og á okkur Hrund sem kveinkuðum okkur. Hún fór himinsæl í leikskólann, sætasti læknirinn í bænum.

Barnið var að drepast úr leiðindum þegar leið á daginn í gær, sérstaklega þar sem við höfðum ekki nógu mikla orku til að leika við hana. 'Má ég ekki bara fara til pabba' bað hún seinnipartinn þegar henni fannst nóg um athafnaleysið í mæðrum sínum. Eftir kvöldmat og bað sögðum við að hún mætti leika sér á meðan við horfðum á fréttirnar og svo myndum við lesa. Fimm mínútum síðar var hún mætt inn í stofu: 'Ég er alveg búin að leika mér svona og svona og svona mikið' sagði hún og notaði putta og hendur til að sýna okkur umfang leiksins. Við sögðum að það væri nú ekki mikið annað að gera en að fara þá að sofa. 'Góða nótt' sagði þá ormurinn, fór inn í herbergi, slökkti ljósin og lagðist upp í rúm. Whot?

Við héldum inn á eftir henni skömmu seinna og sögðum henni að klukkan væri bara tíu mínútur yfir sjö. Hún ætti líka eftir að fá meðalið og bursta tennurnar. Hún sættist á það að taka með sér bækur inn í stofu og skoða upp í sófa á meðan við horfðum á hrömungarnar í sjónvarpinu. Svo las hún hátt og snjallt fyrir sjálfa sig og hló undarlegum hlátri, skríkti og veinaði og ég veit ekki hvað.

Við heyrðum ekki orð af fréttunum.

Barnið er snillingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís.

Úff hvað ég vorkenni ykkur lasarusum.  Það er nógu erfitt að vera veikur, en að þurfa að sjá um heimili líka, er allt annar handleggur. (án þess að ég hafi einhverntíman reynt það hehe)

Varð bara að tjá mig um bloggfærslu hér fyrir neðan ...drullutuska !!! Þetta orð geymir svo miklu meiri merkingu en bara bókstaflega. Veit ekki afhverju ég man svona vel eftir þessu, en þetta situr í mér og mun ávallt minna mig á þessi ár í villingaskólanum hehe

En bestu kveðjur til ykkar, og vonandi batnar ykkur sem fyrst

Arna

Arna 6.2.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband