13.2.2008 | 12:29
Þrjár þreyttar
Við, hinar þrjár þreyttu, viljum biðjast þess að samfélagið hætti að krefjast þess af okkur að við vöknum klukkan hálf sjö á morgnana eða eitthvað álíka. Það getur hreinlega flosnað upp úr samböndum og heilu fjölskyldurnar orðið að engu sé þessu haldið áfram. Morgunfýla, óréttmætur pirringur út í fjölskyldumeðlimi og sambandsleysi milli heila og tauga getur verið bæði nánustu og öðru fólki hættulegt.
Svefn til átta! er slagorð dagsins.
'Heldurðu að þú eigir einhvern tíma eftir að eignast lítið systkini' spurði ég molann við matarborðið í gær. 'Já' svaraði hún án þess að hika. 'Hvort heldurðu að það verði í mallanum á mömmu eða mammí?' hélt ég áfram. Barnið leit á mig og svaraði í þannig tón að ekki var um að villast að henni fannst spurningin kjánaleg: 'Þééér'. Já, já, hvernig spyr ég. 'Hvort heldurðu að það verði strákur eða stelpa' spurði ég. 'Strákur' sagði hún um leið og hún mokaði upp í sig jógúrt.
'Þetta hljómar eins og spádómur´sagði ég við Hrund sem var mér sammmála. Ég sagði við Rakel að kannski myndi hún eignast lítinn bróður einhvern tíma en núna væri ekkert barn í maganum á mér. 'Já, sveinna (lesist: seinna), á morgun þegar ég er búin að sofa þá er litili bróðir í maganum' sagði hún óðamála. Já, já, á morgun, sveinna, kemur í ljós.
Það eru sem sagt allir með lítil börn á heilanum í kotinu og eggjahljóðin í okkur Hrund eru líkt og krónískt lag sem fylgir okkur hvert fótmál. Við höfum nú ekkert rætt barnalöngunina neitt sérstaklega við Rakel en hún ákvað það allt í einu að hún væri að fara eignast lítinn bróður eins og augljóst ætti að vera af fyrri lýsingum á orðum hennar og gjörðum.
Um helgin tók svo steininn úr þegar hún vildi að litli bróði kæmi með í bílinn. Þegar ég kom inn í herbergi til að ná í hana var hún að tala við hann. 'Litli bróðir kemur með' sagði hún og benti á það sem í mínum augum var veggur. Ég vék mér undan því að svara, umlaði eitthvað bara. Þegar ég ætlaði svo að festa hana í bílstólinn vildi hún að ég hjálpaði litla bróður fyrst inn í bílinn. Gud i himmelen.
Það sem er spúkí við þetta er að Rakel hefur alltaf verið skyggn, eins og flest börn, og er það mjög greinilegt að hún sér eitthvað. Svoleiðis hefur það verið síðan hún var ponsu og þegar hún var rétt um eins árs þurftum við að fá mann til að losa hana við fólk sem var að trufla hana. Fyrst þá fór hún að sofa og leika sér í herberginu sínu. Það kemur enn þá fyrir að hún vaknar upp og talar um menn sem trufla hana og á það til að vinka einhverjum fram í forstofu þegar við sitjum við matarborðið.
Þetta með bróðurinn er einstakt. Auðvitað gæti hann verið ímyndaður og ekkert óeðlilegt við það. Hins vegar er það miklu skemmtilegri tilhugsun að hún sjái bróður sinn sem koma skal (ef svo má orða), næsta barn okkar Hrundar sem ég mun ganga með.
Ég hef velt orðinu 'tekjur' fyrir mér undanfarið. Ég ætlaði að vera búin að fletta því upp í orðbaók en gleymi því alltaf. Sá skilningur sem ég legg í orðið er sá að tekjur séu ákveðin innkoma (er þetta kannski viðbjóðsleg sletta?). Hægt sé að hafa tekjur AF einhverju, líkt og vinnu. Kannski er þetta hinn mesti misskilningur hjá mér. Þegar hringt er í mig frá Gallup og svipuðum fyrirtækjum er jafnan spurt um tekjur þegar ég lendi í úrtaki. Fyrst svaraði ég einatt að þær væru engar (ég hef ekki tekjur af neinu), hins vegar væri ég í námi og hefði tekið lán, hvort það teldust tekjur? Mér hefur yfirleitt verið svaraði játandi. Eina konu setti reyndar hljóða og sagðist hún bara aldrei hafa velt þessu fyrir sér. Var hún sammála mér í því að lán gæti varla flokkast sem tekjur.
Það væri nátla æðislegt ef lán væri sama og tekjur og ég þyrfti því ekki að borga neitt til baka að loknu námi.
Að lokum: ég meinti að ég hefði skrifað þrjár örsögur, ekki smásögur miðað við nokkuð almenna skilgreiningu á fyrrnefndum hugtökum. Ég sendi reyndar Mími, félagi íslenskunema, póst áðan og bað um nánari útskýringu á hugtakinu smásaga í þeirra huga þar sem í gangi er smásögukeppni. Það liggur alls ekki fyrir mér að skrifa smásögur (sögur sem eru meira ein til ein og hálf blaðsíða) en fátt veit ég skemmtilegra en að skrifa örsögur, sérstaklega í tíma. Skólastofa er staðurinn þar sem andinn kemur oftast fyrir mig.
Eins og alltaf á ég að vera að læra. Kannski ég byrji á því núna. Ætlað líka að fara í göngutúr á eftir og þrífa íbúðina með Hrund svo ég má engan tíma missa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mér finnst lán ekki geta verið tekjur. lán er lán
hlif 13.2.2008 kl. 13:12
Sammála Hlíf, lán er lán. Þegar maður tekur bankalán er það ekki talið til tekna á skattframtali. Það sama ætti að gilda um námslán. Það er eiginlega makalaust að það skuli enn við líði (er þetta með i eða y) hér á landi að námsmenn þurfii að taka lán til að framfleyta sér meðan á námi stendur. Þetta ætti að vera eins og Danmörku (trúlega í fleiri löndum) að þú fáir styrk á meðan þú ert í námi sem ekki þarf að borga til baka að námi loknu, eiginlega svona námsbætur = atvinnuleysisbætur = tekjubætur.
Og það er sko svo sannarlega ekki gott fyrir sálina í svartasta skammdeginu að þurfa að rífa sig upp fyrir allar aldir - eiginlega um miðja nótt, sem hálf sjö óneitanlega er. She.
Tengdó 14.2.2008 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.