21.2.2008 | 18:30
Heitt í hamsi
Ok. Ég geri mér grein fyrir því að ég á barn á leikskóla sem elskar að vera úti og sækir í mesta skítinn á svæðinu. Allt á sér hins vegar takmörk. Ég fékk alveg nóg í dag þegar ég kom að ná í hana. Hún var akkúrat að koma inn. Búið var að troða pollafötunum í poka þar sem þau voru ógeðsleg. Allt annað, sem og Rakel sjálf, var þakið drullu. Þar með taldir SKÓRNIR hennar. Ef það er veður fyrir pollagalla, er þá ekki líka verður fyrir STÍGVÉL. Sérstaklega þegar vitað er að Rakel Silja gerir ekki annað en leita uppi bleytu og drullu. Skórnir voru óþekkjanlegir. Ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum að það fauk í mig þótt ég segði ekkert svo sem. Sagði bara að ég væri orðin svo þreytt á þessu og að ég vissi ekki hvernig ég ætti að þrífa þessa kuldaskó. Kennararnir sögðu mér hvernig börnin sæktu í kartöflugarðana og velti sér upp úr drullunni þar. Af hverju eru kartöflugarðar inn á (eða við) lóð leikskólans??? Og af hverju er ekki hægt að sanda yfir drulluna. Ég skal kaupa helvítis sandinn.
Síðastliðinn hálftíma hefur Hrund setið inn á baði, mokað drullu upp úr skónum og reynt að þrífa þá með blautum þvottapoka. Þar sem pollagallinn var ekki drullugur að INNAN eins og venjulega lét ég duga að þrífa hann með þvottapoka að utan. Ég þarf hvort sem er að þvo hann á morgun. Skil heldur ekki af hverju göllunum er troðið í poka og maður sendur með þá heim ef þeir eru skítugir. Mega þeir ekki vera skítugir að utan? Þar hrinur af þeim. Almáttugur.
Ég hef nú ekki talið það eftir mér að þvo af barninu en ég er að missa vitið. Ég bannaði Rakel áðan að leika sér í drullunni. Hefði frekar viljað að kennararnir ræddu við krakkana og segðu þeim að það mætti ekki vera að grafa holur og skemma þannig garðinn. Það er miklu betra heldur en ég þurfi að vera ógeðslega leiðinleg og banna barninu mínu sérstaklega að velta sér upp úr drullunni. Þetta er bara ekki hægt.
Er ég ömurleg? Annars er þetta frábær leikskóli.
Litli skítahaugurinn sagði mér áðan að litli bróðir hennar væri dökkhærður en samt ekki með krublur eins og ég. Og hann heitir Júlíus. Þegar hinn margumtalaði bróðir fæðist (sem ég er farin að trúa statt og stöðugt eftir heilaþvott Rakelar) vona ég samt að við Hrund höfum eitthvað um nafnið á honum að segja.
Það er svo gaman að læra eitthvað nýtt. Lærði að prjóna sokka fyrir áramót, rifjaði upp heklið með ömmu fyrir ekki svo löngu, er að æfa mig í að elda fisk og sauma núna. Afi gaf mér eðal bleikju áðan sem hann veiddi sjálfur. Þetta er algjör munaðarvara svo ég ætla að hafa hana í föstudagsmatinn á morgun Áðan kenndi amma mér að hreinsa beinin úr eftir að hafa spurt hvumsa: 'Hefurður aldrei unnið í fiski?'. Veit ekki alveg hvar það hefði átt að vera. Út á Granda? En núna held ég að ég kunni þetta. Klára að úrbeina á morgun og vona svo að mér takist vel upp við eldamennskuna.
Við amma hjálpuðumst svo að við að sníða náttkjól handa Rakel. Amma lánaði mér saumvél og núna þarf ég bara að læra að þræða hana. Á meðan við vorum inn í eldhúsi að sníða var Rakel inn í sofu og galaði á okkur ömmu til skiptist. Svona hundraði billjón sinnum. Bjáluð útiveran tekur sinn toll. Tekur enn þá meira á núna heldur en þegar snjór var yfir öllu. Eftir leikskóla er barnið úrvinda, brestur í grát upp úr þurru, neitar að taka til eftir sig, öskar á okkur endalaust að koma og sjá eitthvað, nennir ekki að leika sér í baði, treður í sig kvöldmatnum svo stendur í því og svona fram eftir götum. Eftir lestur, þegar upp í rúm er komið, er ormurinn hins vegar sprækari en allt sem sprækt er. Eða hún heldur það. Syngur og trallar og leikur sér með koddann og ég veit ekki hvað.
En svona eru blessuð börnin og ekki vildi ég hafa hana Rakel mína öðruvísi en hún er. Maður bara stendur upp einu sinni á mínútu og skoðar eitthvað sem hún er að gera, knúsar hana þegar hún brestur í grát yfir því að spilinn hennar duttu í gólfið, minnir hana á að anda í matnum og skemmtir henni í baði.
Best ég fari að huga að því að baða skítahauginn og elda. Hrund er núna að hreinsa sandinn og drulluna úr franska rennilásnum á skónum með naglaskærum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:36 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.