Hoppað í dullupolli

Fór að sækja krílið áðan. Var með fiðrildi í maganum. Skyldi allt vera ofurdrullugt (snjórinn er svo svakalega blautur), skyldu kennararnir gefa mér illt auga, skyldi Rakel vera skemmd á sálinni eftir að hafa verið neitað um að moka drullu?

Labbaði upp tröppurnar, sá í gegnum glerið á hurðinni að engin drulluföt voru í poka. Var barnið mitt eitthvað veikt? Hræddust kennararnir illsku mína það mikið að þeir neituðu barninu um útiveru?

Sá svo glitta í skítuga vettlinga í poka. Fjúff, hún hafði farið út. Stóð nokkra stund og starði á hólfið hennar. Gat verið að ekkert væri drullugt í poka nema vettlingar. Hafði hún verið látin hjóla í hringi alla útveruna í von um að halda henni frá drullunni? Var hún orðin félagslegt outkast eftir að ég bannaði henni að vera í drullunni, fær ekki að vera með neinum og neyðist til moka sand og éta hann ein?

Rakelin var hins vegar hress og kát. Af úfnu hárinu að dæma var greinilegt að hún hafði farið út. Af einhverjum ástæðum safnast allt hár á hausnum á henni saman í einn haug aftan á hnakkanum undir húfunni í útiveru og breytist í einn stóran rembihnút. Gormur brokkaði til mín og gaf mér knús. Kennarinn sem varð vitni að pirringi mínum í gær sagði:´Jæja, hún er ekki eins drullug og í gær'. Ég reyndi að gefa henni bros. Leið eins og ég hefði tekið æðiskast og verið dónaleg í gær sem ég var alls ekki (Allir kennararnir þarna eru yndislegir og ég vona að þeir skilji að ég er ekkert pirruð út í þá prívat og persónulega heldur FO***** DRULLUNA.) Við vorum sammála um að það væri eiginlega ótrúlegt hvað krakkarnir hefðu allir verið þurrir þegar þeir komu inn.

Pollagallinn hennar Rakel var einmitt þurr. Hennar aldur fer út eftir hádegi svo að venjulega eru útifötin allavega enn þá rök þegar ég kem að sækja hana. Mér leið eins og það væri eitthvað verið að focka í mér.

Sem betur fer voru stígvélin aðeins blaut inn í. Hún fór sem sagt út.

'Varstu bara alveg þurr eftir útiveruna?' spurði ég Rakel þegar ég var að draga hana heim á snjóþotunni.

'Já, alveg þurr'

'Hvað varstu að gera úti?'

'Ég var að hoppa í drullupolli' sagði barnið hýrt á svip og með stolti í röddinni.

Ég stoppaði á göngunni og leit á hana. Hún horði á mig, pínulítið óörugg, var örugglega að hugsa 'bíddu, átti ég ekki að hoppa í drullupolli (eins og allir vita snýst felst sem maður segir við í höfðum barna manns'. Sagði svo:

'Bara pínu að hoppa'

Ég byrjaði eitthvað að segja að það mætti alveg hoppa pínu í pollum sem væru úr vatni en ekki vera að drullumalla. Hætti svo bara þessu leiðindablaðri, brosti mínu breiðasta til gormsins og sagði:

'Rosalega varstu dugleg að hoppa bara pínu í drullupolli. Og alveg án þess að blotna. Flott þér duglega stelpan mín'

Barnið mitt brosti og trallaði alla leiðina heim.

 

Spænsk ritþjálfun II er eins skemmtilega og I var hræðilega leiðinleg. Í fyrsta lagi er kennarinn svo fyndinn og ákafur og í öðru lagi eru tímarnir alveg eins og ég hafði ímyndað mér að þeir ættu að vera. Við lærum um lýsingar og sögumann og frásögn og bara allt sem tengist því að skrifa. Í fyrri tímanum kennir kennarinn okkur eitthvað nýtt en í seinni tímanum æfum við okkur í að skrifa í hópum. Það er æði. Hann kannski gefur okkur stað sem við eigum að lýsa 'oooog BYRJA'. Maður þarf að hugsa hratt, nota ímyndunaraflið og reyna að muna orð sem maður vill nota á spænsku. Við erum líka búin að læra að skrifa formleg bréf og beiðnir. Í dag skrifaði ég mína fyrstu örsögu á spænsku. Trúiði þessu?

Annars tók ég strætó í skólann. Horfði fyrst á einn þjóta fram hjá þar sem ég átti nokkra metra eftir að stoppistöðinni. Strætóinn var þremur mínútum á UNDAN áætlun. Hvað er málið með það. Það er bara andstætt allri reynslu minni af strætó. Ég þurfti því að bíða eftir næsta. Sem betur fer var ég með ipodinn hans Einsa bró. Fann lagið 'Hold the line' og var alveg að kafna úr nostalgíu við hlustunina. Spiluðum þetta í fyrri hljómsveitinni af tveimur sem ég var í í lýðháskólanum. Það var svo drullugaman. Ég spila á píanó í þessu lagi (sem ég gerði oft en ég söng líka og spilaði einu sinni á bassa) og það er bara fjandanum erfiðara að taka introið. Bæði að passa taktinn og að spila nákvæmlega þetta á píanó. Ahhhh, ljúfir dagar þegar maður var enn yngri og skemmtilega vitlaus.

Bleikjan bíður. Leyfði Hrund að velja milli tveggja uppskrifta (sem ég hafði valið úr fjórum) og hún valdi Hnetubleikju. Ætla að fara að mylja hnetur. Nei, bíddu, fyrst þarf að úrbeina. 

Ég er ekki frá því að ég sé pínu stressuð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband