29.2.2008 | 09:21
vangaveltur
Sem ég sit hér í tölvuverinu í Árnagarði, borða stærstu skonsu í heimi og drekk súrmjólk með velti ég því fyrir mér:
- Hvenær verkefni á borð við það sem ég er að vinna núna muni gagnast mér en mér er skylt að finna út og rökstyðja hvort nefhljóð eru sjálfstæð hljóðön eða kannski hljóðbrigði sama hljóðans.
- Hvort ég muni halda áfram að fitna þangað til ég spring úr offitu og skil þá allt eftir í líkamsleifum eða enda með því að setjast á Hrund og nær kæfa hana án þess að taka eftir því.
- Hvort ég muni einhvern tíma hafa tíma og eiga peninga til að byrja aftur að spila á píanó og þá jafnvel klára 7. stigið.
- Hvort ég muni einhvern tíma læra söng eins og mig hefur alltaf langað til eða hvort ég syngi bara hörmulega og ætti því að gleyma þessu.
- Hvar öll fötin sem mig langar svo í og veit hvernig eiga að líta út eru eiginlega því ég finn þau aldrei.
- Hvort ég sé góð mamma og eiginkona og hvort Rakel og Hrund myndu vappa um eins og hauslausar hænur ef mín nyti ekki við.
- Hvort ekki ætti að skylda alla feður dætra sinna til að fara á námskeið þar sem þeim er kennt að greiða fagurt hár þeirra.
- Hvort ég geti einhvern tíma lært að slaka á svo ég sleppi við stressmagaverki annan hvern dag.
- Hvort ég muni geti skrifað 4500 orð á spænsku og skilað þeim inn sem ritgerð.
- Hvort Hrund verði í skólanum 29. mars þegar ég ætla að halda upp á afmælið mitt og hún muni því ekki geta trítað mig eins og Lafði Díönu sæmir.
- Hvort BA-rigerðin muni ganga af mér lifandi dauðri þegar ég loks byrja á henni.
- Hvort það verður alvöru sumar í sumar eins og var í fyrrasumar
- Hvort við stelpurnar mínar getum farið í eitthvað sumarfrí saman.
- Hvort ég eigi ekki bara bestu mömmu og bestu tengdmömmu í heimi þótt ég bjóði í hvoruga reiða (jú reyndar held ég að ég bjóði í þær, get orðið eins reið og þær).
- Hvort barnið mitt sé ekki eins fullkomið og barn getur orðið.
- Hvort konan mín sé ekki ólík öllum sem ég hef kynnst.
- Hvort ég eigi einhvern tíma eftir að búa í Svíþjóð, Svíþjóð, ó fagra Svíþjóð.
- Hvort ég sakni pabba míns ekki meira eftir að ég eltist og við urðum vinir.
- Hvort spænska sé ekki eitt fallegasta mál í heimi.
- Hvort það sé ekki svo mikill viðbjóður í heiminum að mannkynið eigi sér ekki viðreisnar von.
- Hvort ég gæti ekki samið milljón svona spurningar
- Hvort mér finnist ásættanlegt að vera að blogga þegar á að vera að læra.
Síðustu spurningunni ætla ég að svara: Það er óásættanlegt, Díana Rós Rivera, að þú skulir ekki beina öllum þínum kröftum að hinni undursamlegu gátu um nefhljóðin. Bráðum byrjar tími hjá þér og þá þýðir ekkert að grenja yfir sjáfsköpuðum óförum.
Akkúrat núna langar mig til að labba út á heimsenda í frostinu, syngja fyrir sjálfa mig á leiðinni og þegar á endann er komið sækja mér þá einstöku orku sem mín bíður þar, rölta svo til baka með nýjan dag og ný tækifæri í fararteskinu, trúna á sjálfa mig og óttaleysi við framtíðina.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit ekki nákvæmlega hvenær þú átt afmæli, en ég reikna með því að það hafi verið nýlega, svo ég segi: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!
Hlíf 2.3.2008 kl. 12:38
Við ruglum hvor aðra greinilega algjörlega í ríminu þegar kemur að afmælisdögum. Ég á afmæli 31. mars og er því hrútur eins og þeir gerast bestir. dr
Díana Rós 2.3.2008 kl. 12:57
Nú, ég er bara mánuði of snemma í óskunum hehe!
Hlíf 3.3.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.