Sumar

Mér finnst eins og sumarið sé rétt handan við hornið og vorið því liggja í lofti. Verð alltaf jafn hissa þegar mér verður litið út um gluggann og sé veturkonung flatmaga yfir öllu.

Það er greinilega líka vor í Sprundinni því við vorum afar samstíga þegar við misstum okkur í þrifum á föstudagskvöldið. Það var ólund í mér af ýmsum ástæðum á föstudaginn svo ég gaf lærdóm upp á bátinn og fór til ömmu sem er allra meina bót. Dröslaði mér svo heim rétt fyrir sjö þar sem Hrund beið sem og þrif á íbúð. Höfðum slugsað það í vikunni (þrífum alltaf á eins og hálfs vikna fresti) og ástandið orðið svo slæmt að varast þurfti að draga djúpt að sér andann svo rykhnoðrar fylgdu ekki innöndun og yllu köfnum auk þess sem best var að ganga um með lokuð augu svo skíturinn ylli ekki vanlíðan og ógleði.

Ok. Það var kannski ekki svona slæmt en einhverra hluta vegna vorum við báðar í stuði og enduðum á því að gera vorhreingerningu sem stóð í þrjá og hálfan tíma. Gerðum allt sem við erum vanar og það extra vel og svo allt hitt sem við nennum aldrei eins og fara í gegnum allar hirslur og endurraða og taka takkana af eldavélinni og þrífa þá. Íbúðin hefur líklega aldrei verið eins hrein. Þegar ég var búin að skúra yfir eldhúsgólfið var ég farin að titra að þreytu og næringarskorti. Við fengum okkur að borða og vorum komnar í rúmið á miðnætti, örmagna.

Á laugardaginn fór Hrund í skólann og ég fór til Eddu frænku að elda súpu fyrir níræðisafmælið hennar ömmu. Við Hrund fórum svo í bleika köku hjá Rósu frænku sem var að verða 24 og enduðum heima hjá tengdó þar sem við eyddum kvöldinu í eitthvað dútl.

Á sunnudag var svo veislan. Rakel kom snemma heim frá pabba sínum og við fórum allar þrjá í okkar bestu föt og brunuðum í veisluna. Hún heppnaðist ótrúlega vel í alla staði. Við frændsystkinin (sem höldum áðurnefnd frændsystkinakvöld) fengum Hrund til að taka myndir af okkur út í hrauni um daginn, völdum eina og tengdó lét svo prenta hana á striga í vinnunni. Gáfum ömmu myndina í afmælisgjöf og var hún að vonum ánægð.

Litla systir Hrundar lánaði okkur flakkarinn sinn svo gærkvöldinu eyddum við spúsan í að horfa á Friends.

Góðar stundir.

Annar hóstar Rakel eins og ég veit ekki hvað. Hef aldrei heyrt annað eins. Hún er því heima og er að leira, litla ljósið. Eigum tíma hjá lækni á eftir, aldrei að taka áhættur með blessuð börnin.

En ég var búin að lofa mér að vera dugleg að læra í dag. Verð að fara að byrja á þessari 4500 orða spænskuritgerð sem ég á að skila í byrjun apríl. Mierda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband