6.3.2008 | 10:31
Ammæliammæli
Ég og Sprundin mín eigum þriggja ára sambandsafmæli í dag. Við erum sko alveg með dagsetninguna á hreinu. Fyrst þegar við kynntumst vorum við mikið að spá í því hvernig fólk gat haldið upp á sambandsafmæli sín einhvern sérstakan dag ef það var ekki gift sem er annað mál. Við komumst að þeirri niðurstöðu að fólk hlyti bara að biðja hvort annað um að byrja með sér eins og maður gerði þegar maður var 12 ára. Svo 6. mars fyrir þremur árum, í bílnum hennar mömmu fyrir utan húsið hennar tengdó (ó, hvað við höfum náð langt, eigum okkur eigin bíl og húsnæði núna) gerðist eftirfarandi:
'Díana, uuuhh, viltu byrja með mér' spyr feimnasta Hrundin í heiminum með augun negld í gólfið.
'Já' svara ég, glöð svo glöð.
Svo litum við á hvor aðra og sprungum úr hlátri og fannst við ógesslega fyndnar.
Síðan þá höfum við verið saman og má með sanni segja að það hafi verið í blíðu og stríðu. Einmitt eins og það á að vera.
Í morgun, í bílnum okkar fyrir utan Iðnskólann (eða hvað sem hann heitir núna, skólinn hennar mömmu myndi Rakel segja), átti eftirfarandi samtal sér stað milli mín og spúsunnar:
'Bless ástin mín, sjáumst á eftir. Kannski verð ég með smá gjöf handa þér eða eitthvað' sagði ég við sætustu konuna.
'Ha, bíddu, mat þá eða?' sagði Sprundin óörugg.
'???? Mat? Nei, einhverja gjöf kannski af því að við eigum afmæli' hló ég.
'Bíddu, gjöf sem er ekki matur eða' spurði hún áfram (annaðhvort óskaplega svöng eða full af þrá eftir eldamennsku minni þar sem ég var ekki heima í gær til að elda ofan í stelpurnar mínar).
'Nei, ekki mat, eða sko, ég get alveg gefið þér að borða líka, en ég var að meina svona eitthvað í tilefni dagsins' sagði ég orðin heldur rugluð af öllum matnum.
'Bíddu, hvað þá, hvað ætlarðu að gefa mér' hélt hún áfram.
'Bless, Hrund, elska þig, bless núna'
Ég var nú bara að hugsa um að gefa henni blóm. En kannski vill hún heldur pulsu eða eitthvað.
Ef guð lofar og allt gengur vel, eins og amma Rósa segir, ætlum við Hrund að halda upp á tveggja ára trúlofun og þriggja ára samband á laugardaginn. Þótt það sé mömmuhelgi ætlum við að nýta tækifærið þar sem Hrund er ekki í skólanum (og trúið mér, ég er rosalega nísk á helgarnar mínar með Rakel þar sem hún er bara heima aðra hvora, vil helst ekki að hún gisti annar staðar en heima og vil alls ekki djamma en þegar tilefnið er sérstakt eins og núna þá er það allt í lagi).
Ætlum fyrst með Rakel í íþróttaskólann en svo verður hún í góðu yfirlæti hjá tengdó þangað til á sunnudag. Við Sprundin ætlum með nesti og nýja skó í átt að Stokkseyri, ganga þar í kring og borða nesti, fara svo á Draugasafnið á Stokkseyri, út á borða á Fjöruborðinu og svo eigum við pantaða gistingu á gistiheimilinu Kvöldstjörnunni. Hljómar vel, ekki satt?
Annars er ég búin að vera svooooo dugleg að læra eftir kennsluhlé. Geri allt sem ég set mér fyrir, er búin að gera ógesslega flottan fyrirlestur fyrir spænskuna með glærushjói og fíneríi, skrifa 1182 orði í spænskuritgerðinni, skrifa þriggja blaðsíðna smásögu á spænsku, vinna verkefni í íslensku af miklum eldmóð, glósa og hlusta í tímum og ég veit ekki hvað.
Húrra yfir Díönu. Í dag leit ég í spegil og fannst ég ekki fíll og hvalur heldur kannski bara þrýstin og nokkuð sæt.
Ekki amalegt það. Ég kveð með sól í hjarta sem er nauðsynlegt í svona veðráttu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:35 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey ég sá þig í dag. Ég var inni í Hámu og þú varst úti.
Til hamingju með sambandsafmælið!
Hlíf 6.3.2008 kl. 15:55
Til hamingju með sambandsafmælið dúllurnar mínar! Frábært planið sem að þið eruð með fyrir helgina, ekkert smá kósý.
Tinna Rós 6.3.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.