Tíkin

'Maaaaaammí, hvar ertu' argaði barnið þegar hún var nýkomin heim frá pabba sínum á sunnudaginn.

'Ég er á klósettinu' kallaði ég þar sem ég sat á klósettinu.

'Hey, sérðu hvað ég er með' hvíslaði hún í gengum litla bilið milli lokaðar hurðar og dyrakarms'

'Nei (ég sá nátla ekki neitt enda hurðin lokuð), hvað ertu með' spurði ég vitandi það að það þýddi ekkert að láta barnið bíða eftir að ég skeindi mig.

'Sérru, ég er með tík!'

'Ertu með tík????' spurði ég um leið og ég skeindi mig, girti mig, þvoði mér og reif hurðina upp, allt á methraða.

'Sérru' sagði hún og rak eitthvað framan í nefið á mér.

'Jáááááá, ertu með TÍGRA, vin Bangsímons'

 

Hún hefur leikið sér mikið með 'tíkina' sem ég fann við tiltekt á föstudaginn. Setningar eins og 'komdu tík', ekki gera þetta tík' og fleiri glymja um íbúðina.

 Í gær kom ég henni fyrir á lærinu og klippti litlar táneglur í vaskinn. Hún hékk eins og lítill apaungi í mér og bað mig vinsamlega um að klippa ekki fast. Því miður veit ég ekki hvernig maður klippir laust en sem ég er að reyna finn ég litlar hendur fikra sig frá bakinu á mér og taka svo utan um vinstra brjóstið. 'Hey, ertu með mjólk í brjóstunum núna mammí?'

Dásamlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband