17.3.2008 | 10:48
Óskalisti
Núna er afmælið mitt að skella á og ég því að reyna að búa til einhvern óskalista. Hrund er búin að gefa mér ógisslega flotta skó og mamma tvo kjóla og jakka. Amma held ég ætlar að gefa mér risa, gamaldags saumabox sem mig hefur langað í síðan ég var krakki. Ég er aðallega að skrifa þetta af því að tengdamamma var að velta fyrir sér hvað hún ætti að gefa mér. Eftir á listanum er eitthvað dekur, matreiðslubók með grænmetisréttum, rauðir leðurhanskar og dúnkoddi.
Ég var eiginlega búin að láta mér detta í hug að þú gætir gefið mér dúnkodda kæra tengdó!? Ef þú vilt bæta einhverju við (þar sem ég veit að þú ert einstakleg rausnarleg) þá kannski dekur!? Eða eitthvað sem við Hrund getum gert saman (gisting einhvers staðar, sameiginlegt dekur, út að borða ...)
Ég er nebla eins og lítill krakki og vil helst ekki vita hvað fólk ætlar að gefa mér en til þess að allir fái eitthvað til að kaupa er nauðsynlegt að hafa smá lista.
Ok. Þetta er undarlegur pistill.
Tölum um helgina. Eftir að hafa sent Oddnýju sms-ið sem ég bloggaði um, hringdi hún í mig. Á þeim rúma klukkutíma sem við töluðum saman hringdi mamma til að segja mér að hún væri ekki að fara í fjallgöngu og því laus og liðug, Katla vinkona til að spyrja hvort ég vildi koma út í sólina og Sprundin til að segja mér að hún væri búin í skólanum. Ég ákvað að fara niður í bæ með mömmu og leita að fötum fyrir afmælið, hitta Kötlu á djamminu og í brunch daginn eftir og Hrund um kvöldið.
Ótrúlegt en satt: ég fann mér föt. Hef ekki farið Laugaveginn í háa herrans tíð og uppgötvaði þar hina ýmsu búðir með föt sem eru flott og passa á mig. Fann einn kjól í Rokk og rósum, notaðan og gamaldags og ótrúlega sætan, einn eldrauðan jakka í búð sem ég man ekki hvað heitir og þvílíkan gellukjól í Glamúr. Við mamma röltum svo á Svarta kaffi og fengum okkur að borða, ég sötraði bjór, talaði án afláts og naut dagsins.
Að verða sjö brunuðum við heim, ég heyrði í Hrund sem var enn að smíða (hún hefur verið að smíða dúkkuhúsgögn undanfarna daga sem eru alveg hreint mögnuð, er búin að gera eftirlíkingar af hægindastólnum og sófanum (með lausum pullum og öllu) hérna heima og er að vinna í sófaborðinu, ískápnum (með opnanlegum hurðum), þvottvél og þurrkara, lampa, sjónvarpi og sjónvarpsskáp og borði og stólum) og við ákváðum að hittast aðeins seinna: 'Við verðum bara í bandi á eftir' sagði ég og mömmu fannst ýkt fyndið að við sem par skyldum tala svona saman eins og við byggjum ekki saman. Það er svo gott og nauðsynlegt að vera ekki bara par heldur líka vinir.
Við mamma höfðum það kósý fram eftir kvöldi eða þangaði til Hrund kom heim rétt fyrir ellefu útötuð í sagi og alsæl. Mamma fór heim til ungana sinn og við Hrund fengum okkur bjór og fórum niður í bæ. Ætli við höfum ekki verið þar í svona klukkutíma. Bærinn er eiginlega ekkert skemmtilegur. Við fórum aðeins á Celtic og svo á Q til að dansa, eftir það vorum við sáttar og fórum heim að sofa.
Ég eyddi svo deginum í gær með Kötlu og Hrund að sjálfsögðu heima hjá mömmu sinni að smíða. Fengum ungann okkar heim um sex og vorum í mat hjá tengdó sem er alltaf notalegt.
Við Hrund horfðum á Friends (komnar í 6. seríu, slepptum reyndar 1. og 2.) og ég var komin upp í rúm klukkan tíu. Það var líka yndislegt að vakna úthvíld í morgun.
Núna veeeeerð ég að vera dugleg að skrifa spænskuritgerðina, er hálfnuð og vil að minnsta kosti ná að skrifa 1000 orð í dag áður en ég fer til hnykkjarans.
Einhverjar hugmyndir um það hvernig ég get hjálpað elsku Oddnýju að fjármagna ferð sína hingað suður svo hún geti komið í afmælið mitt? Mig langar svo að fá hana.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.