Veikindi ...

... eru ástæða bloggleysis. Hef varla getað skeint mig sjálf svo orkulaus hef ég verið. Hefði nátla getað nýtt mér vilja Rakelar til að skeina mig og látið hana gera það en gekk ekki svo langt. Í staðinn hef ég síðan á miðvikudag legið eins og klessa upp í sófa og notið þess að eiga yndislega konu sem sér um allt.

Ég er eitthvað borubrattari í dag, er mætt í skólann og langar að öskra af stressi. Missti af forna málinu og hljóðfræði á miðvikudag og sé ekki fram á að hafa tíma til að hlusta á bæði á netinu, missti af áhugverðum fyrirlestri um konur í rómönsku Ameríku í gær og tíma í spænskri málfræði. Þetta er annar tíminn í röð sem ég missi af í þessu námskeiði og næsta fimmtudag er próf sem er ekki gott þar sem mig vantar svör við einhverjum fjórum verkefnum og veit því ekkert í minn haus. Í dag á ég líka að skila 10% verkefni í Ritþjálfum sem ég er ekki búin að gera og held ég neyðist til að sleppa.

Ég kem til greina í sumarvinnu í Háskólanum í sumar og hefði átt að mæta á fund varðandi vinnu í gær en opnaði fyrst bréf þess efnis áðan. Auk þess verða úrslit smásagnakeppni Mímis gerð kunn í partýi í kvöld sem ég hef hvorki orku né tíma til að mæta í. Þarf að undirbúa matinn fyrir morgundaginn í kvöld (afmælisveisla!) og gera skattaskýrsluna mína og efast um að ég hafi orku til að gera meira.

Þetta er ekki sanngjarnt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjæj

Hlíf 28.3.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: inam rakel yasin

Díana! Ertu ekki búin að vera óeðlilega mikið lasin það sem af er ári? Sem er skrítið þar sem ég veit fyrir víst að borðar og lifir heilbrigt......hmmmm er það kannski stress!

inam rakel yasin, 30.3.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband