13.5.2008 | 16:01
AAAhhhh
Þá er maður búinn í prófum. Fór í það síðasta á laugardaginn og eyddi svo deginum með Símoni og Hrund og Rakel (fengum hana aðeins lánaða). Við fórum á geðveika bílsýningu og 'fikade' á eftir, eins og maður segir á sænsku (það er að fá sér eitthvað í drekkutímanum). Við Símon spjölluðum og spjölluðum og það var yndislega gaman.
Kennararnir buðu svo mér og mömmu út að borða um kvöldið í þakklætisskydi fyrir alla aðstoðina sem við höfum veitt þeim við undirbúninginn. Hrund fékk að fljóta með og varð úr þessu hin besta skemmtun.
Við Hrund eyddum restinni af kvöldinu í að gera ekki neitt. Ósköp var það ljúft. Opnuðum bjór, ég hékk í tölvunni og hún horfði á sjónvarpið. Það eru ár og dagar síðan ég hef gert 'ekki neitt'.
Ég fór til mömmu á sunnudaginn og eyddi honum öllum í að setja myndir inn á flakkarann og inn á Barnaland. Hrund var að smíða en kom svo til mömmu í mat sem og Rakel sem var hjá pabba sínum um helgina.
Í gær átti Sprundin afmæli og fékk að sofa út. Við Rakel fórum út og keyptum blóm og fórum í bakarí. Vöktum Hrund svo með afmælissöng og köku. Við höfðum það gott við morgunverðarborðið og Hrund opnaði gjöfina frá okkur, fékk föt sem hana langaði í.
Við fórum svo og náðum í pabba hennar Hrundar og fórum og skoðuðum Kerið. Rakel var eins og lítil fjallageit og prílaði um allt. Kastaði líka steinum af öllu afli í vatnið og með svo miklum tilþrifum að maður átti fótum sínum fjör að launa og náði krílið að grýta mömmu sína oftar en einu sinni. Við héldum svo í Þrastarlund og borðuðum nesti og lékum okkur í gróðrinum í kring. Það var sól og blíða á Selfossi og eftir að hafa borðað héldum við þangað og út í garð til tengdapabba. Eftir útiveru brunuðum við heim til tengdmömmu, fórum í pottinn og borðuðum dýrindis afmælismat. Takk fyrir það tengdamamma og bæ ðe vei þá skrifaði ég rosa langa athugasemd við færsluna þína frá 12 maí, endilega kíkja á það!
Við Hrund erum ekkert byrjaðar að vinna (og enginn að drífa sig neitt að hafa samband við mig út af vinnunni) sem hentar vel þar sem það er starfsdagur á leikskólanum hennar Rakelar bæði í dag og á morgun. Við höfðum það rosa gott í dag, fengum okkur hádegismat á kaffihúsi, fórum á listasýningu í Gerðubergi og enduðum í keilu. Núna er Rakel að horfa á Múmínálfana og við Hrund erum að búa okkur undir að fara að grilla.
Eitthvað ætlum við að dúlla okkur á morgun, Hrund byrjar að vinna á fimmtudaginn en það er aldrei að vita nema við Rakel höldum áfram að dúlla okkur saman út vikuna.
Ég spurði Rakel í gær hvort henni væri ekki saman þótt ég færi til Nicaragua og væri svolítið lengi, í nokkra mánuði, hún myndi vera hjá mömmu og pabba á meðan. Henni leist ekkert á það og hafði engan húmor fyrir einhverju svoleiðis tali.
Ekki eins og ég sé að fara neitt. Mig bara dreymir um að fara og vonandi rætist sá draumur einn daginn.
Ætla að fara að grillstússast eitthvað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Prentaðu út maili þitt á blogginu mínu og eyddi því svo út. Ég tala við þig við tækifæri. Pirringurinn er löngu rokinn úr mér og ég veit hvernig Hrund er og ég veit líka að þú ert með ofnæmi fyrir kettinum og hundinum. Við erum báðar þverar eða þannig...vil meina frekar að við vitum hvað við viljum og viljum ekki. Luv ya. She
Tengdó 13.5.2008 kl. 20:01
Ég ætlaði einmitt að spyrja hvenær þú kæmir að vinna.
Ég er byrjuð... en bara þangað til 22. maí því þá fer ég til Spánar.
Hlíf 14.5.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.