Einkannir ...

.... neeeeeei djók. Ætli margir hafi fengið hland fyrir hjartað. Ha, ha, ha.

Annars sagði mamma mér frá kennara sem kenndi henni í vetur og talaði um einkannir. Háskólakennarar ættu nú að kunna að fara með þetta orð finnst mér. Ég spurði mömmu hvort hann segði þá 'einkann' í eintölu. Hún sagðist halda ekki. Hann segir því einkunn en svo einkannir í fleirtölu. Það verður bara að gæta samræmis. Ef hann ætlar segja þetta vitlaust verður hann að segja einkann og einkannir. 

 Ég veit ekkert um neinar einkannir en hef hins vegar fengið tvær einkunnir í viðbót. Ég fékk 8 í spænskri málfræði II og er ánægð með það. Tók bara eitt annarpróf af þremur og var ekki alveg nógu dugleg síðustu vikurnar, birtuþunglyndið farið að hrjá mig á þeim tíma. Það voru fimm sem féllu og 18 sem stóðust. Við vorum tveir nemendur með átta og bara tveir sem fengu hærra en við svo bara helvíti flott hjá mér.

Það sem er enn þá betra er að ég fékk fo***** 8,5 í Íslensku máli að fornu II. JEEEEEESSSSSS. Ég sem rétt marði það að fá 7 í I og var þá samt einum yfir meðaleinkunn í námskeiðinu. Núna var algengasta einkunn 7,5. Af þeim sem tóku prófið voru tveir sem féllu en 35 náðu. Þar af voru sex með sömu einkunn og ég og aðeins þrír nemendur með hærra en það, tveir með níu og einn með 10 (whot?).

Halelúja. Montkaflinn búinn.

Núna á ég bara eftir að fá eina einkunn. Kvíði henni frekar en hitt. Hef ekki miklar áhuggjur af að ég falli en samt. Þetta er prófið sem ég náði ekki að klára að læra fyrir, gat ekki allt á prófinu og var að sofna og þurfti að fara fram og skvetta framan í mig vatni. Menning, þjóðlíf og saga Rómönsku-Ameríku.

Föstudagur, konan á leiðinni heim, ég fæ enn þá góðar einkunnir. Best ég brosi pínulítið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið kyrnurnar eru greinilega að standa ykkur í náminu. Til hamingju báða tvær. Þið eruð á réttri hillu. Og það var fer jafnmikið í taugarnar á mér þegar fólk segir einkannir eins og þegar þetta sama fólk segir talva - þetta heitir nefnilega tölva.

Tengsan 

Tengdó 26.5.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband