27.5.2008 | 10:36
Veðurguð/-ir ákallaður/-ir
Já, næst á dagskrá er að fórna einhverjum í von um að sólin brjótist fram úr skýjunum. Kannski ég fórni einum þegar dauðum kjúklingi.
Það er nefnilega svo að við stelpur hér á bæ stefnum á útilegu með Bjarndísi, Kjartani og Einari um næstu helgi. Veðurspáin er hins vegar glötuð. Það er ekki hægt að tjalda í rigningu. Allt getur hins vegar gerst enn þá svo við höldum okkar striki. Ég og Bjarndís erum búnar að gera innkaupalista og lista yfir allt annað sem þarf að taka með. Við Hrund erum búnar að fara í til tengdó og fá lánaða stóla og borð og lukt og prímus og ferðagasgrill og pottasett og svefnpoka og kælitösku. Bjarndís og co. taka rest af lífsnauðsynlegu dóti með. Svo er bara að muna eftir fötum. Og auðvitað börnunum og öllu því sem þeim fylgir. Kjartan og Hrund fá það hlutverk að bera dót, tjalda (þeim finnst hvort sem er hundleiðinlegt að tjalda með mér og Bjarndísi, halda því fram að við verðum pirraðar og séum fyrir) og grilla. Svo geta þau rumið karlmannlega inn á milli, þagað saman eða spáð í viði og áferð hans.
Ég er í alvöru ekki að gera grín að þeim. Þau eru bara svo fáránleg lík og ótrúleg krúttleg og að sjálfsögðu elskuð. Við Bjarndís erum reyndar líka svo líkar (tveir hrútar af bestu gerð) að það hræðir Hrund held ég.
Við Bjarndís erum búnar að fara í Útilíf og horfa á allt útilegudótið sem okkur langar í en höfum ekki efni á. Það tekur tíma að sanka að sér. Á meðan er leitað á náðir tengdó sem vill allt fyrir okkur gera.
Helgin var góð, svo við komum aðeins að henni. Rakel hjá pabbanum og haldiði ekki að ég og Hrund höfum opnað bjór, og þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá og kannski fleiri en fjóra en ekki fleiri en fimm. Við höfum ekki drukkið bjór að ráði síðan í afmælinu mínu og ekki farið út að skemmta okkur í allavega tvo og hálfan mánuð. Sátum fyrst hér heima og skemmtum hvor annarri, fórum svo til Tinnu og Ölbu að spjalla og svo bara tvær niður í bæ að dansa. Það var mjög skemmtilegt og við vorum eins og tveir ástfangnir úllar. Fullir úllar.
Tókum fyrri part laugardagsins rólega og en seinnipartinn komu Bjarndís og co. Rakel var eins og áður sagði fjarri góðu gamni en við hin grilluðum og spjölluðum og horfðum á Evróvisjón. Bjarndís varð svo eftir hjá okkur þegar strákarnir hennar fóru heim. Var reyndar hjá okkur til fjögur um nóttina. Við Bjarndís eigum það til að ná hátt í tólf tímum saman svo nú er okkur farið að líða eins og það sé hálfgerð skylda að ná að minnsta kosti tíu tímum í einni lotu.
Á sunnudaginn fór Hrundin að smíða og ég með mömmu í Kringluna. Langar svo í sundföt en þau koma víst bara í mínistærðum. Keypti mér hins vegar jakka og sandala fyrir hluta af afmælispeningnum og tel það mikið afrek.
Enn bólar ekkert á pósti frá Haraldi þar sem hann boðar mig í vinnu. Ég nýt daganna á meðan í stað þess að pirra mig. Rakel var heima í gær og við fórum með Bjarndísi á kaffihús og svo í Janus að kaupa ullarföt. Rakel passar enn þá í ullarbuxurnar sínar en við Dísa vorum svo heppnar að ná í boli á krakkana á útsölu. Ég gat meira að segja keypt gammosíur og bol á mig (í stærstu barnastrærðunum) og var gleðin svo mikil að við minntum á tvær gamlar kerlingar á útsölu.
Við Hrund og Rakel fórum svo til tengdó í gær (að ná í útilegudótið) og létum hana næra okkur. Stefnum á að fara til mömmu á miðvikudag og láta hana gera slíkt hið sama. Reyndar er matur ekki ástæðan heldur vilja ömmur sjá barnabörn sín, og öfugt, sem oftast og þar sem við verðum úti á landi um helgina verður að bæta það upp. Sem er hið besta og skemmtilegasta mál.
Jæja er búin að vera svo dugleg eitthvað í morgun að ég ætla að koma mér fyrir í sófanum og horfa á einhverja mynd.
Vonandi fer ég nú að byrja að vinna bráðum ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.