15.6.2008 | 22:30
Mánudagur á morgun
Það leggst reyndar ekkert svo illa í mig. Hlakka eiginlega bara til að skella mér í bréfin gömlu góðu og fara út að ganga í hádeginu eins og ég byrjaði á í síðustu viku. Mér finnst yndislegt að geta gert það og nenni því lítið að fara upp í skóla. Held samt að eftir nokkra daga í viðbót verði mér farin að leiðast einveran og finn mér þá félagsskap í vinnunni enda stúlkur þar fagrar og fyndnar.
Afmælið var skemmtilegt, Oddan var falleg.
Hrud fór í nálastungur á laugardaginn og við Rakel gáfum öndunum á meðan. Fórum svo upp í Heiðmörk með nesti og nýja skó og Rakel veiddi flugur á meðan við kyrnur sóluðum okkur. Fórum því næst til mömmu þar sem við Hrund sáum um að marínera og grilla kjúlla sem var alveg hreint ótrúlega góður.
Fórum í morgunkaffi til ömmu í morgun og vorum þar dágóða stund. Fengum okkur svo göngutúr með Oddnýju í Grasagarðinum og enduðum á kaffihúsinu þar. Það var mjög ljúft þótt við værum solitla stund að finna okkur eitthvað að gera (það er áður en okkur datt garðurinn í hug). Hér áður fyrr sáum við Oddný engan tilgang með sunnudögum þar sem við vorum barnlausar, það var hreinlega ekkert að gera og sunnudagur bara súrir. Núna er ég með barn og ég og Hrund vitum stundum ekkert hvað við eigum að gera með þessu ofvirka kríli. Sunnudagarnir eru samt hættir að vera súrir og enda alltaf í því að vera sætir og bleikir og bragðgóðir af því að það er gaman að dúllast með fjölskyldunni, sama í hverju dúllið felst.
Hrundin vaknaði hálf slöpp í morgun. Var svo komin upp í rúm með hita um sjö leytið svo hún hefur náð sér í sömu flensu og ég. Ekki gott.
Annars er Rakelita svo hryllilega fyndin. Við erum að passa fiskana hennar Katrínar, systur hennar Hrundar, og hefur Rakel mikinn áhuga á þeim. Mælir búrið þeirra með málbandi, skoðar fiskana með stækkunargleri og límir post-it miða á glerkúluna þeirra. Ég stoppa hana af þegar hún er á leiðinni að setja hendurnar ofan í vatnið eða einhverja aðra hluti og svona. Hún vill því helst ekkert að við Hrund föttum að hún sé að vesenast í búrinu. Í dag svaf ég á mínu græna eyra, Rakel var að vesenast í búrinu og Hrund fylgdist með henni:
Rakel við mömmu sína: Vertu ekki að glápa á mig, horfðu bara á borðið.
Í Grasagarðinum spurði Oddný af hverju hún væri svona sæt, hvort hún hefði það frá mömmu sinni:
Rakel: Nei, frá mammíu
Hrund fór að segja að henni hefði fundist hún þurfa að hugsa full lítið um svarið, hún hefði hiklaust sagt mammí. Rakel (án þess að stoppa leik sinn með plastdýrin sín) setur hönd fyrir munn á móður sinni og segir: Ekki tala.
Þegar Oddný var farin úr bílinum spurði ofur þreytta barnið hvert við værum nú að fara. Ég sagði okkur á leið heim. Með grátstafinn í kverkunum og vansæl á svip sagði blómið:
'En ég eeeeelska Oddnýju'
Búin að vera að gera ritgerð í kvöld. Ætla að horfa pínu á Friends og fara svo að sofa.
Rétt upp hönd sem finnst sambönd erfið!
Rétt upp hönd sem finnst þau samt þess virði því makinn er lífið og sólin og saman eru þið heimurinn!
Rétt upp hönd sem veit að lífið er ferðalag, ekki áfangastaður!
Rétt upp hönd sem er ótrúlega heppinn og hamingjusamur!
Ég
Ég
Ég
Ég
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert sjálf fögur og fyndin! Nú er Hlíf líka komin til baka og þá hefurðu þrefalda ástæðu til að koma til okkar! :)
Gyða 16.6.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.