Sól og sumar

Oddný og Katla komu í mat á mánudaginn. Bauð upp á gómsætan fisk og kaffi á eftir og að lokum skyr með ferskum bláberjum og rjóma. Nammi, namm. Hrund keyrði svo stelpurnar í partý og eftir það komum við okkur fyrir í sófanum, uppgefnar eiginlega. Ég sem var loksins búin að ná mér eftir flensuna vaknaði með kvef og mun meira hor í nös en daginn áður. Það sama var upp á teningnum hjá Hrund.

Litli kútur svaf svo til hálf tíu á sjálfan þjóðhátíðardaginn svo við kyrnur náðum ágætis hvíld. Tókum okkur til og ákváðum að skella okkur til mömmu í kaffi. Rósa frænka og Gestur, kærasti hennar, komu með og við reiddum í sameiningu fram kaffi, vöfflur með sultu og rjóma og kex og eggjasalat. Rakel hafði ekki mikinn tíma til að borða. Oddný hafði gefið henni veifu og sápukúlur kvöldið áður og við gáfum henni fána og gasblöðru. Hún var ekki lengi að velja sér blöðru, valdi sér stóra, græna, grimma risaeðlu og var alsæl. Hún var svo með hárborða í fánalitunum og var því algjört þjóðhátíðarbarn.

Eftir mat fórum við aðeins niður í Hljómskálagarð að skoða mannlífið og Gestur keypti sér snuð. Rakel benti honum á á að aðeins lítil börn væru með snuð. Ég held samt að hann hafi ekki fallið mikið í áliti hjá henni, hún hefur hann enn á einhverjum stalli og dýrkar hann og dáir enda er hann alltaf til í að leika við hana.

Fórum svo á víkingahátíðina í Hafnarfirði, þriðja árið í röð og annað árið í röð á þessum degi. Það var stuð að venju. Röltum um og horfðum á víkinga berjast, keyptum falleg hnífa í leðurhulstri og skartgripi og sverð og skjöld handa Rakelitu sem að eigin sögn varð þá loksins orðin alvöru 'viking'. Enduðum daginn í læri hjá mömmu og höfðum það rosa gott.

Yndislegur dagur í alla staði bara.

Náði ekki að fara út að ganga í gær en bæti úr því eftir vinnu. Ætlum svo að grilla hamborgara í sólinni og njóta lífsins.

Næ vonandi að klára ritgerðina í kvöld og byrja eftir það fyrst í algjöru fríi. Fyrir utan að vera í vinnu reyndar ...

Verð að fara að vinna! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmm mig langar í skyr með bláberjum og rjóma.
Mér líst rosalega vel á að halda frændsystkina hitting þegar ég kem heim, báðar helgarnar eru allavegana lausar hjá mér:)
Ég bið kærlega að heilsa familíunni.

Tryggvi 18.6.2008 kl. 23:34

2 identicon

3 eða 4 júlí hljómar bara mjög vel, þið megið bara ráða hvorn daginn það verður. Ef tekið er mark á óskum þá langar mig alveg gífurlega mikið að grilla? þar að segja ef veðrið er gott:)
Mér finnst alveg orðið tímabært að fá Unni inn í þetta áður en við verðum öll bara orðin gamalmenni:)
Datt í hug hvort að menn vildu kíkja í fjallgöngu um daginn, eða kannski bara að láta matinn nægja?
Ajungilak er jú norskur svefnpokaframleiðandi og orðið þýðir. ok frábært, fínt menn enda samræður oft með þessu síðan kann ég eitt orð næstum því immuniq er held ég mjólk:)

Tryggvi 19.6.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband