Ilmur af sumri

Ég held ég njóti þess aldrei jafn vel að vera barnlaus um pabbahelgar og á sumrin. Það er eitthvað við það að koma heima á föstudegi eftir vinnu, sjá að konan nennir jafn lítið að þrífa og ég, beila þá á þrifunum og bruna niður á Austurvöll með teppi. Sátum þar með Tinnu vinkonu til hálf tíu þegar sólin hvarf bak við Nasa. Ég og Tinna fórum heim en Hrund fór á röltið með vini sínum. Hún drakk mikið af bjór og borðaði ekkert, kom heim akkúrat þegar ég var að fara að sofa og ældi í vaskinn um morguninn. Af einhverjum ástæðum tókst mér illa að fá hana á fætur á laugardaginn.

Ég sólaði mig því og setti myndir inn á Barnaland. Farið nú og skoðið fallegu fjölskylduna mína. Rósa og Gestur komu svo í heimsókn seinnipartinn. Rósa var enn þá full síðan kvöldið áður og skemmti Gestur sér konunglega yfir því. Við fjögur fórum niður á Austurvöll og höfðum það gott og fórum svo út að borða á Ítalíu. Eftir það fóru hjónakornin heim en við Hrund röltum um og borðuðum ís. Enduðum kvöldið í afmæli hjá vinkonu okkar en stoppuðum ekki lengi. Náðum okkur í mynd og snakk og hugguðum okkur upp í sófa það sem eftir lifði nætur.

Meðan Hrund svaf á sínu græna eyra fór ég í Hagkaup og verslaði afmælisgjöf og keypti ýmislegt gott að borða handa okkur Sprundinni. Við höfðum það kósý þar til Rakel kom heim en þá dressuðum við okkur upp og fórum svo í afmæli til Júníönu, dóttur Kristínar vinkonu.

Við stefnum enn á útilegu um helgina. Spáin er ekki góð en það var hún heldur ekki síðast og rættist nú úr öllu þá. Tíminn bara líður svo hratt. Þetta er síðasta mömmuhelgin áður en Rakelita fer í sumarfrí til pabba síns.

Næstu helgi verður frændsystikinakvöld sem verður að líkindum rosalegt líkt og fyrri svoleiðis kvöld. Helgina þar á eftir er ég búin að bjóða mjög svo frumlegu, fyndnu og fallegu stelpunum í vinnunni í mat og gleði.

Íslensk sumur eru yndisleg. Þau ilma vel, næra sálina og gleðja augað. Þau bera með sér grilllykt og eru kolsýrð líkt og bjórinn. Sumarið er berir barnahandleggir og klístruð sólarvörn, lakkaðar táneglur í sandölum, sól í stofunni. Sjóðheitur bíll, skemmtileg vinna, spennandi helgar og hlírabolir. Sóbrennd kona og kámugt barn

AAAAHHHH!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

yup yup! Hlakka til :D

Gyða fyndna og fallega 24.6.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband