Spennandi

Já, það eru spennandi tímar framundan. Við Hrund náðum okkur í ókeypis bíómiða út á fjölmiðlamælispunktana okkar (berum fjölmiðlamæli og fáum punkta til að versla fyrir í staðinn). Á meðan við biðum eftir því að miðarnir bærust missti Hrund áhugann á því að fara í bíó. Hætti að þykja það skemmtilegt??? Mamma fór því með mér á Sex and the City. Ég reyndi að freista Hrundar með Narníu-myndinni nýju en engu tauti var við hana komið. Í gær sagðist hún hafa endurskoðað málið. Ef hún verður ekki of þreytt í kvöld eftir vinnu ætlum við jafn vel að skella okkur. Það þykir mér spennandi.

Þegar maður er orðinn ráðsettur verða ýmsir áður óspennandi hlutir mjög spennandi. Miklu fleiri hlutir en áður verða því spennandi. Í raun er því líf mitt eitt stórt adrenalínkikk.

Og nú er ég ekki að vera kaldhæðin.

Annars var drullulabbinn svo skítugur eftir leikskóla í gær að dusta þurfti af honum yfir baðinu og skrúbba hendur og fætur áður en hægt var að baða hann. Annars hefði hann legið í drulluvatni. Skottið var með svo mikla drullu í andlitinu að hún var nær óþekkjanleg. Leit helst út fyrir að hafa farið í litun og plokkun með sínar þykku, dökku, drulluaugabrúnir. Algjör strumpur.

Við erum búnar að fá bústað á Malarrifi síðustu vikuna í júlí. Þar er að finna mína paradís á jörð. Við kyrnur og afkvæmið eina sanna erum svo jafn vel að hugsa um að skella okkur í útilegu síðustu helgina í júní. Við vitum ekki enn hvert eða hvort við förum sem er í sjálfu sér mjög spennandi.

Eitt sem er ekki spennandi er að fara heim að þrífa á eftir. Ég þakka bara fyrir að þurfa ekki að ryksjúga (Hrund sér um það). Það færi nú endanlega með geðheilsuna.

Annars er bara alveg að koma kaffi. Það er líka helvíti spennandi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Díana, hvar ertu!?

Ef þú ert að vinna heima þá er það bara algjört rugl!

Hlíf 23.6.2008 kl. 09:59

2 identicon

Veeeenga!! :)

Gyða 23.6.2008 kl. 10:46

3 identicon

Ég mæti á Malarrif!

Rósa 23.6.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband