Meira af okri og svindli

Ég sendi dr. Gunna póst áðan og deildi með honum reynslu okkar Hrundar af símafyrirtækjum. Mamma ætti nú að senda póst líka. Aldrei nokkurn tíma hef heyrt aðra eins sápu og þegar kemur að viðskiptum hennar við símafyrirtæki.

Vissuð þið ekki að símafyrirtæki hafa alltaf rétt fyrir sér, aldrei kúnninn?

Af einhverju óskiljanlegum ástæðum bannar bloggið mér alltaf að klippa og afrita í þessu forriti. Ég kann ekki að breyta þeirri stillingu og get því ekki afritað bréfið til dr. Gunna inn í þessa færslu. Við verðum bara að vona að hann birti það og þá getið þið öll kíkt á það! 

Djöfulsins okur á sér annars stað á þessu landi. Og svindl!

Lesið vandleg verð í hillum þegar þið verslið og fylgist með þegar hlutirnir eru skannaðir inn. Ég stend alltaf eins og lögga við kassann og fylgist með að allt sé rétt.

Skoðið líka strimlana áður en þið farið út úr búðinni.

Gerið athugasemdir og standið fast á ykkar.

Varið ykkur á útsölum. Fólk er að lenda í því að verð á útsölum er það sama, ef ekki hærra, en það var viku fyrir útsölu.

Setjið peningana ykkar á verðtryggða reikninga svo verðbólgan éti ekki vextina og peningana ykkar með.

Fylgist með reikningum í heimabankanum þótt þeir séu í beingreiðslu. Það er svo oft eitthvað plott og peningaplokk í gangi. 

Ekki vera sofandi. Þá er svo auðvelt að drulla yfir ykkur.

Ekki sleppa því að fylgjast með bara af því að þið eigið pening.

Komaso!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Söngfuglinn

Hæ sæta

Þú bara smellir á nota HTML kóða uppi hægra megin við blogggluggan og þá getur þú afrita og klippt að vild.

Good luck...

Söngfuglinn, 3.7.2008 kl. 22:31

2 identicon

Gæt ekki verið einfaldara. Prófa þetta. Mikið hefurðu einfaldað líf mitt Gunnsa mín!

Díana Rós 4.7.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband