Matur er manns gaman

Bloggþörfin er ekki eins mikil og venjulega. Kannski vegna þess að ég segi vinnufjölskyldunni frá öllu sem ég ætla að blogga um. Ræð bara ekki við mig. Það verður bara erfitt að fara í frí, á eftir að sakna stelpnanna minna úr vinnunni. Kristín var að vinna í annarri byggingu í dag og við vorum svona hálf vængbrotnar án hennar. Svakalegt alveg hreint.

Ég bara verð samt að lýsa kræsingunum sem við fjölskyldan lögðum okkur til munns í fyrradag. Eiginleg myndi ég vilja borða eitthvað svona létt og ferskt á hverju kvöldi. Við gæddum okkur á nýbökuðu ólívubrauði, þriggja lita pestói, hvítlaukskotasælu, gómsætum íslenskum tómötum, gúrku og papriku, Havartiosti, túnfisksfylltum, spænskum ólívum, vínberjum, íslenskum gulrótum, flatkökum, soðnu brauði, hangikjöti, skyri og jarðaberjagraut með mjólk. Við borðuðum í þögn, svo mikil var nautnin sem fylgdi þessu áti. Þetta var allt létt í maga og einstaklega hollt og næringarríkt. Mmmmm.

Áðan vorum við í heimsókn hjá tengdó og ekki voru veitingarnar þar af verri endanum frekar en vanalega. Boðið var upp á rándýrar og ljúffengar, grillaðar, íslenskar nautalundir með bökuðum kartöflum, piparsósu, fersku salati og hvítlauksbrauði. Tengdó bjó líka til kalda, gríska jógúrtsósu með gúrku og hvítlauk. Ég smakkað og táraðist, svo mikill hvítlaukur var í henni. Kannski ég verði rekin úr vinnufjölskyldunni á morgun sökum hvítlauksfýlunnar sem væntanlega verður af mér. Annars erum við ekkert mikið að kyssast í vinnunni svo kannski þær lifi þetta af.

Á morgun er matur hjá mömmu og er ég búin að panta fisk. Hef ekki borðað fisk (bara fiskibollur) síðan 16. júní (er alveg með dagsetningarnar á hreinu) þar sem ekki hefur fengist frosinn þorskur í Bónus og ég borða helst ekki ýsu. Verð bara að fara að koma mér í fiskbúð, þetta gengur ekki lengur.

Á laugardaginn er svo hið margumtalaða matarboð og skrall með vinnufamilíunni. Ég verð með mína súpu, guacamole og brauð. Kristín ætlar að koma með sumarlegt salat og Gyða einhvern djúsí eftirrétt. Hlífin hefur ekki mikla trú á sér í eldhúsinu og ætlar að koma með áfengi sem er aldrei verra. Svo er það bara matur, spjall, drykkja og brjáluð skemmtun. Við byrjuðum eitthvað að grínast með að fara í 'ég hef aldrei' drykkjuleikinn. Þetta er svona leikur sem fólk stundaði grimmt í menntaskóla, allavega í mínu ungdæmi ... Það er hins vegar líka drullugaman að fara í hann þegar maður er orðinn eldri, þá hefur maður líka gert miklu fleira. Fór í hann á einu frændsystkinakvöldinu og það var mikið stuð. Þrátt fyrir að þetta hafi byrjað sem grín hjá okkur þá held ég að allt stefni í það að við förum í hann og er Hlíf orðin mjög stressuð yfir því að standast ekki væntingar okkar hinna. Ha, ha. Svo spennandi allt saman ...

Svo eru bara tvær vikur í sumarfí fjölskyldunnar. Yndislegt.

Hrund heldur í handlegginn á mér og vill fá mig nær sér. Best að ég hætti að blogga og einbeiti mér að henni aðeins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm... Það hefur allavega ekkert fækkað í tölvuverinu miðað við síðustu daga svo hvítlaukslyktin er greinilega ekki mjög yfirþyrmandi! Ég er sjálf orðin frekar stressuð yfir 'ég hef aldrei; manneskja sem er búin að vera nánast gift í rúmlega 5 ár :-O Mitt innlegg verður örugglega alltaf 'ég hef aldrei farið til Uruguay' og annað í þeim dúr... og þá þurfið þið allar að taka sopa... Múhahaha

Gyða 11.7.2008 kl. 09:00

2 identicon

Ég hef aldrei farið til Uruguay, þannig að ég þarf ekki að taka sopa...

Haha "vinnufjölskyldan" :)

Mmm maturinn minnir mig á matinn sem mamma hafði einstöku sinnum þegar hún nennti ekki að elda. Þá hafði hún bar brauð og rúgbrauð og alls konar álegg... svo maður gat búið til sitt eigið smörrebröd... mmm mig langar í svoleiðis núna!

Hlíf 11.7.2008 kl. 09:40

3 identicon

Ofsalega huggulegt að við séum vinnufjölskylda :)

Ég saknaði ykkar líka... kunni ekki nógu vel við mig ein í hálfgerðri ruslakompu í Nýja Garði. Hlakka til að fá súpu og verð að játa að ég er líka farin að kvíða soldið fyrir "ég hef aldrei".

(shit hvað ég er sein eitthvað að taka við mér, alltaf síðust að kommenta)

Kristín 11.7.2008 kl. 20:27

4 identicon

Hæ skvís

Sá í bloggi hér fyrir neðan að þú hafðir smá áhyggjur af aðsókn, og datt þá í hug að koma með smá komment handa þér hehe

Ég kíki reglulega á bloggið þitt og spara það meira að segja þar til síðast í rúntinum, svona eins og maður geymir gómsætasta matarbitann þar til síðast   ...já við erum öll eitthvað klikkuð hehe

Verðum í bandi sæta

Kv. Arna

Arna 12.7.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband