Rauðhaus

'Er amma hennar mammíar með þér' spurði Rakelita í hálsakotið á mér í gær eftir að hafa tekið æpandi og öskrandi glöð á móti mér. 'Meinaru mamma mín, amma Alla' spurði ég. 'Já' svaraði kríli. Því miður var hún ekki með mér.

Inni í eldhúsi beið mín blár plastkaffibolli, Rakelin var búin að hella upp á kaffi handa mér. 'Þetta er kaffi handa mammíar' tilkynnti hún. Mammíar?

'Hey, mammí! Ég á hugmynd! Sagði kríli í morgun uppi í stóra rúmi. Hrund neitaði að vakna svo Rakel brá á það ráð að lækna hana (það var sumst hugmyndin). Hún náði í læknadótið sitt, setti á sig hjúkkukappa og boraði einhverju dóti inn í bakið á Hrund. (Það virkaði ekki, Hrund neitar enn á koma á fætur.) 

Rakel vildi endilega fá að taka litla nuddtækið mitt með sér inn í herbergi. Ég vildi vita af hverju þar sem þetta væri bara til að nota þegar manni væri illt í vöðvunum. 'En ég nuddir mig alltaf þegar mér er illt' sagði barnið og því til sönnunar nuddaði hún tækinu upp og niður eftir litlum handlegg. Ég sagði að hún mætti bara fá það lánað næst þegar henni væri rosa illt.

'Heitir þetta bjór?' spurði hún og lyfti upp tveggja lítra kókflösku sem af einhverjum ástæðum var inn í stofu. Nei. Nei, nei, nei.

'Ég ætlar að mælar þig' sagði hún og var mætt með málband. Mældi mig í bak og fyrir og kvað upp dóm: 'Þú ert 40 kíló mammí' (I wish!!!). 'En þú' spurði ég. Hún mældi sig og þuldi upp: 'Ég er sjöhundruð og tvö og sex kíló.' Hvorki meira né minna'

Núna er hún að gefa Rósu frænku, sem er í kaffi, sítrjónu með brauði. 'Viltu disk eða ekki' spurði hún fyrst. Náði svo í disk og sítrjónu með brauði og varaði hana við því að þetta gæti verið súrt.

'Hver er best í heimi' spurði ég hana. Það stóð ekki á svarinu: 'Ég' sagði hún. 'Hver er klárust í heimi' spurði hún'. Ég sagðist ekki vita það. 'Ég' sagði hún. 'En hvað er ég mest í heimi' vildi ég vita'. Henni varð ekki orða vant frekar en fyrri daginn: 'Þú ert, þú strjórnir mest í heimi'. Þar hafið þið það. Í hennar heimi stjórna ég mest. Eða strjórnir ég.

Áðan var hún að skoða dýrabókina sína. 'Sérðu, páull' sagði hún og benti á beinagrind af risaeðlu. Páull? 

Núna er hún að tala í símann sinn. Hún á einhvern gamlan síma sem hefur samkvæmt henni hringt stanslaust í allan morgun.

En nú verð ég að fara, ég á að fara að borða sítrjónu.

Vona bara að Sprundin fari einhvern tíma á fætur. Það væri nú skemmtilegra að hafa hana með í fríið!

Knús á stelpurnar í vinnunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha. Skemmtileg skotta.

Elska þessar "ir" endingu á sögnum. Litla frænka mín ofnotar hana líka (nema þegar á að nota hana, þá segir hún eitthvað annað), til dæmis endurtók hún mjög oft á Spáni í vor: "elskir þú Álfhildur?"... greyið saknaði svo Álfhildar frænku og vinkonu sinnar og var alltaf að tala um hana.

Haha, mér finnst samt bjór kókið fyndnast

Hlíf 26.7.2008 kl. 14:10

2 identicon

"Ég á hugmynd" - snilld. ...og hvaðan kom orðið "páull"?

Knús til baka. Hafið það gott í fríinu!

Kristín 29.7.2008 kl. 16:24

3 identicon

Flottasti Rauðhaus sem ég hef heyrt um! Gleðilegt frí, njótið þess! :)

Gyða 31.7.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband