19.8.2008 | 09:18
Ekki ólétt
Nei, ég er ekki ólétt en ef það væri fræðilegur möguleiki á því að ég væri það þá væri ég viss um að ég væri það. Enn er ég sífellt að stikna úr hita og er líkamshiti minn mun hærri en annars fólks. Ég sef illa á nóttunni og er sífellt að pissa og um helgina bættist í hópinn brenglað bragðskyn. Ég finn bara skítabragð af nær öllu, sérstaklega mjólkurvörum og safa. Sem er ömurlegt, hef reyndar borðað minna eftir að þetta breyttist. Mér fyndist nú allt í lagi að geyma þetta bara fyrir óléttuna seinna meir ...
Í gær fór ég í Heilsuhúsið og vissi að ferðin myndi kosta nokkuð mikið þar það vantaði svo marga hluti á sama tíma núna. Yfirleitt er ég að kaupa þetta einn og einn hlut (fyrir utan startpakkann sem var dýr en hann keypti ég þegar ég ákvað að 'lífræna' fjölskyldu mína). Í gær vantaði sturtusápu og svitasprey, andlitshreinsi og hárnæringu. Ég kom út með:
1,5 kg af fljótandi þvottaefni
750 ml af klósetthreinsi
500 ml af alhliðahreinsi
500 ml af uppþvottalegi
hárnæringu
barnasjampó
andlitshreinsi
svitalyktareyði
sturtusápu
calendula mjólk í baðið fyrir gullið mitt
tannkrem
munnskol
barnavítamín
krydd
súpu
Herlegheitin kostuðu meira en 10000 en minna en 20000 kr. Ég veit, ég veit, hræðilega mikið. En heilmikið af dóti. Og ég lét þann draum minn rætast að fara að nota lífrænt þvottaefni og hreinsiefni. Bæði er þetta umhverfisvænt og lífrænt og hvorutveggja skiptir mig miklu máli. Startpakkar eru alltaf dýrir en reyndar var verðið á þessum hreinsiefnum ekki eins svakalegt og mig minnti. Mikið hlakka ég til að þrífa (eða þú veist, nei, ömurlegt að þrífa) með hreinsiefni sem erta ekki í mér lungum og valda mér kláða á handleggjum og eldrauðum höndum (ég gleymi svo oft að nota hanska). Ég er líka svo ánægð með að hafa loks fundið lífrænt tannkrem sem mér líkar við. Ég hef átt mjög erfitt með það (þótt Rakelin noti alltaf svoleiðis og finnist venjulegt viðbjóður), hefur aldrei fundist þau nógu fersk, en þetta er ferskt og gott.
Við Hrund eigum sjaldan einhvern pening milli handanna sem við getum eytt í hvað sem er en það koma tímar inn á milli og þá finnst mér gott að nota þá í eitthvað svona. Við erum meira að segja allt of lélegar í að kaupa eitthvað handa okkur sjálfum. Eins og föt. En núna verður ekki meiri pening eytt, eigum núna glæsileg útvistarföt og allt í útileguna og erum orðnar lífrænar lífrænar lífrænar.
Jei!
Ég var samt í svo miklu sjokki yfir því að hafa eytt svona miklu að ég ákvað að ganga það af mér. Og ég er svo stolt af mér. Hef ekkert hreyft mig í sumar, ekkert eiginlega síðan við Hrund vorum í Baðhúsinu í vetur og vor. Ég tók 30 mín. og þar af hljóp ég í 7 mín. Sem mér finnst magnað svona í fyrsta skipti. Og ég hljóp hratt, þetta var svona 400 m hlaups hraði (ég hugsa hlaup alltaf út frá frjálsum, ég hljóp heil ósköp á þeim árum) og ég náði að halda honum. Ég gekk frá húsinu mínu og upp á Langholtsveg, gekk hann út á Kleppsveg og beygði þaðan aftur inn í Skipasundið, gekk allt Skipasundið út að Drekavogi og þaðan aftur upp á Langholtsveg, hljóð Langholtsveg út á Kleppsveg, fór aftur Skipasundið og tók meira að segja 2 mín. endasprett þar sem ég hljóp eins hratt og ég gat. Svo gerði ég magaæfingar þegar ég kom heim. Djöfull leið mér vel. Ég bara meika ekki lengur að burðast með þessi aukakíló. Ég vil að minnsta kosti komast í gott form og ætla því í Baðhúsið í haus. Já, já, já.
En nú verð ég að fara að fara að vinna!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert dugleg Díana :)
Gyða 19.8.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.