23.8.2008 | 19:05
Rigning
Og það rignir og rignir og rignir og rignir. Annars gaf þráðlausa netkortið í tölvuna mína sig (það er utan á þar sem tölvan er hálfgerður forngripur) svo ég hef verið netlaus heima síðan á miðvikudag. Við Sprundin ákváðum að það væri bara kominn tími til að kaupa nýja tölvu og lagðist John tengdapabbi yfir hin ýmis tölvutilboð og benti okkur á þá tölvu sem honum leist best á. Við fórum svo í morgun og keyptum Sony tölvu (notabene sama merki og gamla tölvan mín sem hefur reynst mér mjög vel). John er að setja öll forrit inn í hana núna og svo getum við bara tekið hana heim á morgun. Vííí, hlakka svo til. Þar sem þetta var síðasta tölvan og sýningareintak fengum við 7000 kr. afslátt en það var nýbúið að stilla tölvunni upp svo hún var nú alveg eins og ný. Við fengum svo auka afslátt í gegnum tengdapabba svo þetta voru hin mestu kjarakaup.
Ég verð líka að segja frá nýjasta hreyfingarafreki mínu en mér tókst í gær að hlaupa í 30 mínútur. Ég náði því að fara úr 7 mínútna skokki á mánudag og yfir í 30 mínútna skokk á föstudag. Í hvert skipti geng ég á eftir skokkinu svo þetta er dágóð stund sem ég er eitthvað að skoppa. Með hreyfingu þessarar viku og mjööööög hollu mataræði í hálfan mánuð hefur mér tekist að missa 2,5 kíló. Jessssssss!!! Svo ætla ég bara að halda þessu áfram. Taka aðra svona viku og byrja svo í ræktinni þegar skólinn byrjar. Kom mér ekki út í dag þar sem líkaminn er alveg búinn á því, sérstaklega fótleggirnir. Ég er komin með blöðrur undir báðar iljar og finn að ég er að fá beinhimnubólgu. Það er því kannski gott að hvíla sig aðeins, ég á svo auðvelt með ofreyna mig.
Við fórum til tengdó í gær, stelpurnar fóru á undan og ég hljóp og mætti svo á svæðið löðursveitt. Við fórum allar í pottinn sem var ótrúlega ljúft. Hrund skutlaði okkur Rakel heim og fór svo aftur til mömmu sinnar þar sem frænka hennar frá USA var í heimsókn. Ég kom mér fyrir upp í sófa og horfði á Sex and the City.
Í morgun fengum við okkur ristað brauð, kakó og kanilsnúða í morgunmat (nammidagur á laugarögum hjá mér) og fórum svo og keyptum umrædda tölvu. Því næst fórum við niður í bæ og skoðuðum menninguna. Við hittum Rósu og Gest og Rakel og Hrund fóru á árabát út á tjörn. Svo fórum við að hlusta á tónlist í portinu hjá Tapas barnum og því næst að skoða mótorhjól. Rakelin fékk að setjast aftan á hjá einum móturhjólagæjanum og keyrði hann sitt Harley hjól með hana aftan á einn hring í kringum tjörnina. Við fórum eftir það á bókasafnið að hlýja okkur og Rakel var í essinu sínu svona umkringd bókum. Daginn enduðum við svo á Tapas barnum þar sem við fengum okkur að borða en núna erum við komnar til tengdó. Rakel var boðin gisting hér í nótt en við Hrund vitum ekkert hvað við gerum, það er enn þá svo mikill hrollur í okkur eftir daginn að við nennum eiginlega ekki á tónleika á eftir. Akkúrat núna sé ég náttkjólinn minn, sængina og Sex and the City í hillingum.
Svo er það leikurinn á morgun og erum við búnar að plata mömmu til að koma og horfa með okkur. Ætli ég njóti þess svo ekki að vera barnlaus og skríði aftur upp í rúm eftir hann. Það er aldrei að vita nema ég fari út að skokka og svo er planið að enda daginn í læri hjá mömmu.
Sem sagt. Ljúft líf í rigningunni. Aðeins ein krísa en Hrund er í kvöldskóla akkúrat á þeim tíma sem ég hafði hugsað mér að vera í Afró. Ég þarf eitthvað að finna út úr þessu. Á meðan þetta er helsta krísan í lífi mínu er ég samt sátt.
Vonandi blogga ég næst í nýju tölvunni.
Og já. ÁFRAM ÍSLAND
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.