Stolt

Var að fá boðskort á Sveitabrúðkaup - kvikmynd eftir Valdísi Óskarsdóttur. Já, mikið er ég stolt af móðunni minni. Og Davíð frænda sem er einn af framleiðendunum. Mæli með þessari mynd, hún er viðbjóðslega fyndin.

Fór út að ganga í dag og í gær. Fæturnir eru ekki enn búnir að jafna sig eftir geðveiki síðustu viku svo ég hef ekkert verið að skokka en tekið 45 mín. powergöngur í staðinn. Er bara ánægð á meðan ég held mínu striki, hreyfi mig á hverjum degi og passa mjög vel hvað ég borða.

Kom blað áðan frá toys eitthvað búðinni. Skoðaði það meðan ég jafnaði mig eftir gönguna. Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið sem þeir bjóða stelpum upp á. Þetta rann eiginlega allt saman í eina bleika móðu hjá mér. Inni á milli er svo eitthvað of steikt til að vera satt. Eins og baby born. Mér finnst svona dúkkur sem eiga að líkja eftir börnum óhuggulegar og undarlegar, skil ekki til hvers þær þurfa að grenja og skíta. Allavega. Núna er hægt að kaupa baby born í reiðfötum og svo fylgir hestur með. Ungabarn í reiðfötum á hestbaki? Ungabarn? Eitt á hestbaki? Stelpur hljóta að verða algjörlega veruleikafirrtar af þessu. Má ég þá frekar biðja um rennibekkinn og smíðaverkstæðið sem ætlað er fyrir stráka eða þá njósnagræjurnar. Annars held ég að Rakel myndi helst vilja sjóræningjaskipið sem er til sölu.

Úff. Ég stend mig ekkert í vinnunni þessa dagana. Ég er bara búin með kvótann. Það endar með því að ég verð að slá inn nokkur bréf eftir að skólinn byrjar til að bæta upp slugsið í mér.

Ætla að hoppa í sturtu og fara svo í klippingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband