2.9.2008 | 15:28
Strætó
Þá er ég bara farin að taka strætó tvisvar á dag. Ég hef ekki gert það síðan ég var í MH svo að þetta er næstum spennandi. Nei. Samt ekki. Ég tók nú strætó í fyrravetur líka en þá skiptumst við Hrund á að vera á bílnum. Núna þarf hún upp í Garðabæ í vinnuna svo það er hentugast að ég taki strætó.
Sem er að mörgu leyti svaka fínt. Stoppustöðin er nálægt og ég er svipað lengi í skólann og ef ég væri á bíl. Þegar fer að snjóa þarf ég ekkert að skafa og hoppa bara upp í heitan strætó. Hins vegar er ekki gaman að bíða eftir strætó í ömurlegu veðri og ekki gaman að þurfa að standa í troðfullum strætó. Enn sem komið er nýt ég þess í haustveðrinu að taka strætó, næ yfirleitt sæti og hlusta á mína tónlist. Skemmti mér líka konunglega við að skoða fólkið í strætó, mest ungt fólk á ýmsum aldri á leið í skólann. Svo er ég búin að eignast strætóvin sem settist hjá mér í gær og í dag, mig á örugglega eftir að langa til að heilsa honum og öðrum í lok vikunnar þar sem þetta er alltaf sama fólkið í strætó.
En HALLÓ. Burstið tennurnar people!!! Andfýlan ætlar mig lifandi að drepa. Kannski er það strætóvinur minn sem er svona andfúll. Eða eitthvað af hinu fólkinu. Eða allir. Málið er að strætóinn sem ég tek þegar ég á að vera mætt 8:20 er troðfullur. Ég næ yfirleitt sæti en nokkrum stoppustöðvum seinna erum við eins og sardínur í dós. Og þú átt að druslast til að bursta tennurnar ef þú veist að þú átt eftir að vera svona ofan í fólki. Og bara bursta tennurnar á morgnana yfir höfuð. Hvað sóðafólk er þetta. OJ.
Svo er ég sammála mömmu með það að það er óskiljanlegt af hverju karlmenn þurfa alltaf að sitja svona gleiðir. Þrengir svona að slátrinu ef þeir sitja með fæturna saman eða? Mamma var að keyra um með karlmann í farþegasætinu núna um helgina og þessi pena kona komst varla fyrir. Maðurinn þurfti svo svakalegt pláss fyrir djásnið að hann var með annan fótinn utan í hurð og hinn utan í mömmu.
Í strætó í morgun var eina lausa sætið við hliðina á einhverjum kalli sem sat í gluggasæti og las Fréttablaðið. Ég kom inn úr rigningunni með mína regnhlíf og skólatösku og reyndi að koma mér fyrir hjá manninum. Hann sat bara svo fjandi gleiður að hann tók nær allt mitt sæti. Ég kunni ekki við að spyrja hann hvort honum væri sama þótt hann þrengdi að typpinu á sér frekar en mér svo ég tyllti mér á brúnina á sætinu sem skarst skemmtilega inn lærið á mér og aðra rasskinnina. Ég vó salt á brúninni þangaði til ég var nærri dottin í einni beygjunni. Þá sá maðurinn aumur á mér og færði sig eins nálægt glugganum og hann gat. Hann sat hins vegar enn þá svona gleiður svo það breytti litlu fyrir mig. Hann var sem betur fer ekkert mjög lengi í strætó og þegar hann var farinn settist strætóvinur minn hjá mér. Andfúli strætóvinur minn.
Kannski er ég helvíti góður strætófarþegi. Ég er alltaf með strætókortið tilbúið og ég sest í gluggasæti þegar ég get með töskuna í fanginu svo sætið við hliðina á mér sér laust. Svo er ég hrein og með burstaðar tennur.
Eins og staðan er núna eru einu tímarnir sem ég kemst í í Baðhúsinu magadans. Ég er samt að hugsa um að kaupa mér kort þótt ég neyðist til að vera í tækjasalnum. Svo ætlum við Rósa að prófa magadans á eftir.
Annars tókum við mamma 50 mín. powergöngu í gær. Duglegar.
Ekki meira núna. Er svöng.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
varð svolítið rugluð: strætó-vinur, eða stræt-óvinur:)
hlíf 3.9.2008 kl. 13:20
haha! ég hló upphátt í vinnunni! Svona er þetta þegar litli bróðir minn er með mér í bíl! Hann situr svo gleiður að ég get varla skipt um gír!
Gyða 3.9.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.