Betra

Það er ótrúlegt hvað heill dagur í náttfötunum og nóg af Sex and the city og Sprundinni minni gera fyrir geðið. Núna er allt betra.

Það sem er að bögga mig núna er að sökum andlegs álags í síðustu viku gekk mér ekki nógu vel að hreyfa mig og passa mataræðið. Og ég sem var búin að vera svo dugleg. En núna byrjar afró á mánudaginn og um leið ný vika svo ég held ótrauð áfram.

 Mig langar að verða flott aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segjum tvær. Við sjáumst þá örugglega í afróinu. Hlakka til að byrja. En ekki láta það bögga þig þó að þú hafir haft um annað að hugsa en heilsurækt, hugsaðu frekar um hvað þú ert búin að vera dugleg, ein léleg vika tekur ekkert duglegu vikurnar frá þér.

Hlíf 13.9.2008 kl. 23:24

2 identicon

Díana Rós, maður má og á að detta stundum af réttri leið svo lengi sem maður finnur hana aftur! Það er líka svo fínt að það kemur alltaf dagur á eftir vondum degi sem maður getur gert góðan!

inam 14.9.2008 kl. 10:35

3 identicon

Heyrðu inam, ég get aldrei kommentað á bloggið þitt! Það vistast aldrei og ég skil ekki af hverju. Var ég búin að segja þér að þú hefur víst farið áður á Esjuna? Þinns og minns fóru sko upp á topp. Þetta var í fjallgönguáfanganum í MH. Og ekki hætta að blogga!

Hlí: Ég ætla að reyna að komast á mánudaginn, Hrund er í skólanum svo ég kemst ekki nema redda pössun og bíl. Vonandi samt kemst ég, mikið væri það gott fyrir geðheilsuna.

dr 14.9.2008 kl. 10:52

4 identicon

Doblarður ekki bara eins og eina ömmu í þetta?:) Eru þær ekki allar æstar í að eyða stundum með þessu yndislega ömmubarni?:)

Hlí 14.9.2008 kl. 13:29

5 identicon

humm. átti ekki að vera þetta err í endann á "doblarðu".

Hlí 14.9.2008 kl. 13:30

6 identicon

híhí... Doblarður... gæti verið mannsnafn :D Ég er allavega að pæla í að mæta í afró, sé ykkur skvísur vonandi þar! Ætliði í haustferð Mímis?

Gyða 14.9.2008 kl. 17:45

7 identicon

Ég er mikið að velta þessu fyrir mér. Með haustferðina meina ég. Þetta er okkar helgi með Rakel og ég hef venjulega haft þá reglu að eyða þeim tíma með krílinu. Hins vegar hef ég aldrei farið í haustferð og þetta er frekar stór viðburður svo mig langar að fara. Hrund og mömmu finnst að ég eigi að skella mér og ekki hafa móral yfir því. Verst að við eigum miða á Einar Áskel þennan sama dag. En ef ég fer í ferðina myndi ég a. m. k. komast í ífróttaskólann með rauðhaus.

 Hvað finnst ykkur?

dr 14.9.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband