Pæling og spæling

Ég er mikið að velta því fyrir mér að gefa Mími annað tækifæri enda ekki honum að kenna að það var ekki gaman síðast. Það er nefnilega haustferð á laugardaginn og fyrir utan árshátíðina er þetta stærsti viðburður vetrarins og ég hef aldrei farið. Málið er að næsta helgi er okkar helgi með Rakel og mitt mottó hefur alltaf verið að eyða þeim tíma með Rakel, ekki í skrall. Mig langar bara alveg svakalega og Sprundinni minni finnst að ég ætti að láta slag standa og mömmu finnst að ég eigi ekki að hafa móral yfir því. Verst að við eigum miða á Einar Áskel (sýning) þennan sama dag. Ég myndi hins vegar akkúrat komast í ífróttaskólann með rauðhaus og eins og stendur er það það mikilvægasta í lífi hennar.

 Hvað finnst ykkur? Á ég að hætta að vera svona mikil ungamamma og skella mér?

Það truflar mig hins vegar rosalega að allt í ferðinni er surprise. Þeir sem þekkja mig vita að ég þarf helst að lifa allt mitt líf eftir plani og á tímabili var þessi árátta sjúkleg. Ég er enn að reyna að breyta þessu og er orðin betri í því (annars væri Hrund líka hætt með mér, þetta var að gera hana klikkaða) en ferðin gerir mig órólega. Maður á að klæða sig eftir veðri en samt þannig að maður geti farið beint á djammið (og er einhver að fara að drekka og djamma eða enda ég ein með bjór aftur?). Hvernig klæðnaður er það? Ég sé þetta ekki fyrir mér. Ég held að ég þurfi að fá mér róandi te. Verst að róandi lyf eru ávanabindandi.

Úff, ég á enn eftir að læra fyrir tímann á morgun, oj.

En góðu fréttirnar eru að mamma ætlar að passa og lána mér bílinn svo að ég get farið í afró á morgun. Að öllum líkindum verða Hlíf og Gyða þarna líka að skoppa (Gyða mín, er ekki nóg fyrir þig þræla þér út í bootinu þarna á undan? Ekki það að það væri meira en gaman að fá þig í tímann).

Ég er svo ógesslega spennt. Já, já, já. Ég er alveg að verða búin að jafna mig eftir trámað á föstudaginn.

Heimatilbúin fjölskyldupizza í matinn, mmmmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelltu þér bara með! Þetta er ekki nema dagsferð og fyrst að konan hvetur þig til að fara þá finnst mér það ekki spurning! Síðan gætirðu náttla bara tekið Rakel með þér ;) ;) Orkuboltinn sá myndi eflaust hleypa smá fjöri í liðið!

Það væri ekki bootið sem myndi stoppa mig í að mæta í afróið... Helst væri það fornamálsverkefnið sem við eigum að skila á þriðjudaginn og ég er ekki enn byrjuð á :S Ef ég næ að gera það fyrir boot á morgun þá mæti ég í afró!

jæja... best að fara að lesa literary theory fyrir svefninn :( 

Gyða 14.9.2008 kl. 22:02

2 identicon

Ég er ekki viss um að öl og börn fari svo vel saman! En annars er hún auðvitað besta og skemmtilegasta barnið og heillar alla upp úr skónum :)

Góða skemmtun með literary theory. Ég var að reyna að lesa þetta áðan og þetta var svo háfleygt að ég skildi ekkert hvað maðurinn var að fara. Sjáumst hressar á morgun!

dr 14.9.2008 kl. 23:10

3 identicon

Mér finnst þetta góð regla hjá þér, að reyna að eyða sem mestum tíma með Rakel þegar það er mömmuhelgi. En það þýðir ekki að það megi ekki gera undantekningar einstöku sinnum. Svo er nú ekki eins og þú skiljir hana eftir hjá vandalausum;) ætli þeim mæðgum finnist ekki bara gaman að eyða saman tvær einar einstaka degi.

Hef farið í nokkrar haustferðir og það hefur alltaf verið gaman. Þú verður bara í semi-casual fötum: einhverju sem þú myndir alvegt mæta í skólann í, en getur líka hugsað þér að fara á djammið í (fyrir mig væri þetta gallabuxur og einhver svona skárri bolur, en þú ert ekki alveg í sama stílnum og ég;)), verður í einhverri góðri yfirhöfn, getur tekið eitthvað eins og flíspeysu og regnbuxur (veit nú ekki hvort það er nauðsynlegt), málningardót ef þú vilt fríska upp á þig eftir ferðina) í bakpoka, og svo geturðu örugglega fengið að geyma það í partýinu og sækja það eftir ferðina. Ekkert vandamál sko. Allavega er mín reynsa sú að fólk er ekkert að skipta um föt eftir ferðina, heldur er bara hálfsjúskað um kvöldið. En ég veit svosem ekki hversu miklar gellur eru í mími núna;)

Ég held ég komist ekki í ferðina. Er a.m.k. búin að lofa að fara á tónleika með mömmu um daginn. En kannski gæti ég komið í partýið á eftir...

Sjáumst í kvöld! Í afró!

Hlíf 15.9.2008 kl. 10:09

4 identicon

En leiðó að þú komist ekki með. Og TAKK fyrir að róa mig, mikið svakalega tekst þér það alltaf vel! Eins og þú veist á ég bara flísbuxur og ætla mér ekki í þeim, myndi þá bara fara í einhverjum kjólnum. Langar. En samt. Þetta eru rosalega margir klukkutímar af félagslífi. Er hrædd um að enda bara á því að væflast eitthvað um ein af því að ég er svo óframfærin. Ég er nú meiri auminginn. Hefurðu tekið með þér bjór í ferðina eða? Þetta eru svo margar ákvarðanir að taka.

Og ég get hreinlega ekki ákveðið hvort ég á að fara. Auðvelda leiðin er að fara á Einar Áskel og þurfa ekki að vera félagsleg. Hin leiðin er að taka á honum stóra sínum og drulla sér. Akkúrat núna man ég ekki af hverju það er mikilvægt fyrir mig að fara.

Annars veit ég ekki hvort það er eitthvað mikið um gellur í íslenskunni núna. Nema nátla Kristín og Gyða megabeib (og þetta er ekki kaldhæðni). Mér finnst aðallega allir svo mjóir og flottir (mér finnst það vera svoleiðis hvert sem ég fer af því að ég er með fitu á heilanum) að mér líður alltaf eins og fílamanninum.

En hver skrifar allt sem hann er að hugsa á bloggið sitt og í athugasemdir eiginlega? Verð að hætta þessu.

dr 15.9.2008 kl. 10:26

5 identicon

Neinei, haltu áfram:)

Ég hef alveg farið í haustferð, þar sem ég þekkti næstum engan.. og ég var alveg pínu ein í ferðinni, en ég hengdi mig bara all verulega á einu manneskjuna sem ég þekkti ... og svo varð þetta bara skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem á leið.

Vanalega hefur Mímir boðið upp á einhvern bjór í ferðinni (veit ekki hvernig það er núna) en annars hefur fólk oft ekkert verið að drekka mikið um daginn... geymir það að mestu til kvöldsins. Nema í einni ferð. Þá vorum við öll rúllandi. Var líka drykkju-boðhlaup og ég bauðst til þess að taka þátt tvisvar... ofreyndi líkamann á hlaupunum og fékk tak í bak (er og var ekki í góðu formi). En svo hef ég líka farið í einhverja sem var bara róleg...

Skrítið hvernig maður sér hlutina: eftir að ég fékk fitu á heilann sé ég miklu fleira feitt fólk en mjótt. Ég held ég sé alltaf svo glöð ef ég sé einhvern sem er jafn- eða meira feitur en ég. Eyði bara þessum mjóu úr heilanum:) hehe

Hlíf 15.9.2008 kl. 12:59

6 identicon

Á skrallið með þig um næstu helgi! Ég hugsa að ég fari líka í bæinn á laugardaginn og er meira en lítið til í að hitta þig og dansa til að gleyma :).

Já, og ég held að það sé best að klæða sig upp í snyrtileg föt innanundir ullarpeysu.

Hasta luego linda! 

Tinna Rós 15.9.2008 kl. 13:52

7 identicon

Haaaaalló Tinna sæta. Er einmitt búin að vera að hugsa svo mikið til þín, svo margt sem ég þarf að segja þér og svona. Já, já, já, verðum í bandi á laugardaginn.

dr 15.9.2008 kl. 14:45

8 identicon

Hlíf: ég trúi ekki að ég hafi misst svona af þér í félagslífinu, vildi að við hefðum verið meira á sama tíma í skólanum.

Fyndið. Ég sé nefnilega miklu frekar mjóa fólkið en það feita. Ef ég tek eftir feitu fólki fer ég alltaf að pæla í því hvort ég sé eins feit og það. Og þarf að spyrja Hrund. Stundum þori ég ekki að horfa í spegilinn á morgnana því ég er svo hrædd um að hafa fitnað síðan í gær. Svo er ég eins og þú, stundum lít ég í spegil og finnst ég alveg sleppa en svo sé ég mynd af mér og langar bara að kveikja í mér eða eitthvað.

Mér finnst hræðilegt að hafa litið út eins og ég leit út þegar ég varð 25 ára. Kjóllinn var flottur og sexý, ekki ég. Svo þarf ég að láta taka passamyndir af mér svo ég geti látið endurnýja debetkortin mín, myndin sem er á þeim er tekin þegar ég var 17 ára og það má víst ekki. En má ekki til þess hugsa að ganga um með kort með mynd af mér eins og ég lít út núna. Annaðhvort nota ég gamla mynd (samt ekki eins gamla og hina) eða sleppi því að nota helvítis debitkort.

Oj. Djöfull skal ég ná þessari fitu af mér. Nú verður ekkert nema harka næstu mánuði. Hey, svo er ég má smá fréttir, eða smá sem ég ætla að segja þér en ekki hér. Næst þegar við hittumst.

dr 15.9.2008 kl. 15:17

9 identicon

Haustferð er svo málið Díana. Þær haustferðir sem ég hef farið í eru einmitt tilvaldar til að kynnast fólki. Ég þekki samt bara þær ferðir þar sem bjór er bókstaflega hellt í mann allan daginn..:)

Snyrtileg föt eru málið, efast um að þið verðið eitthvad mikið úti ef það er vont veður.

Skemmtu þér súper vel skvís,

Kv. Katla.

ps. sakna þín heil ósköp!

Katla 15.9.2008 kl. 16:04

10 identicon

Katla! Sjitturinn titturinn hvað ég sakna þín. Mig vantar þýska númerið þitt svo ég geti sent þér sms. Ég er ekki enn búin að hala niður msn á nýju tölvunni en geri það von bráðar. Sakna þess svo að spjalla við þig. Svo var ég búin að fá loforð um aðstoð við byrja á þessu feisbúkkdóti svo þá get ég fylgst betur með þér.

Vonandi hefurðu það gott úti Katla mín. Þykir svo vænt um þig og sakna þín svo mikið. Koss og knús!

dr 15.9.2008 kl. 17:13

11 identicon

omg. nú er ég forvitin.

Í ísl. haustferðunum höfum við alveg eitthvað verið úti í vondu veðri. Og það  er eins og mig minni að lopapeysur séu mjög algengar;)

Plíís ekki kveikja í þér:) haha. Maður á ekkert að hafa áhyggjur af því þó að maður sé svolítið búttaður. Ég er líka viss um að öllum öðrum en manni sjálfum finnst maður ekkert hræðilegur þó að maður hafi aðeins bætt á sig. Á meðan maður er ekki kominn í biggest looser status, þá er þetta allt í lagi. Hitt er annað mál að það er mikilvægt að hreyfa sig. Og auðvitað er ákjósanlegast að vera nálægt kjörþyngd, a.m.k. er það hollast fyrir sjálfsmyndina;) Ég verð bara núna að snúa þessari þróun við. Ef ég myndi halda áfram að þyngjast svona eins og ég hef gert síðasta eitt-tvö ár, þá yrði ég komin í biggest looser status eftir svona tvö ár. No kidding. En eníhú. Ekki fá þetta á heilann. Og ég trúi bara ekki að þú lítir í spegil og sért óánægð...!

Allavega: sjáumst eftir rúman klukkutíma í baðhúsinu. Ég verð seint á ferð því ég verð í strætó, svo þú skalt ekki búast við því að hitta mig fyrr en inni í sal.

Híf

Hlíf 15.9.2008 kl. 18:31

12 identicon

mér fannst rosa erfitt í afróinu í kvöld

Kannski af því að ég hef lítið hreyft mig í marga mánuði. Og hef sofið of lítið marga daga.

Hlíf 15.9.2008 kl. 23:07

13 identicon

Veistu, mér fannst svo gaman að ég fékk næstum því fullnægingu. Sem betur fer ekki samt því þá hefði ég þurft að stoppa. Mér fannst þetta alveg pínu erfitt en hefði vel getað meira, ég hefði viljað taka einn kraftmiklan dans í lokinn. Þannig var það í Kramhúsinu, við enduðum alltaf á sama powerdansinum og krupum svo niður og þökkuðum fyrir okkur í lokinn. En annars var þetta bara frábært, ég kom  heim eitt bros en svo þreytt að ég átti mjög erfitt með að klára að læra.

Sjáumst við í magadansi eða? Svo gleymdi ég að segja þér fréttirnar í gær. En þær eru ekkert svaka merkilegar. En ég vil samt færa þér þær.

Verðum í bandi!

dr 16.9.2008 kl. 09:07

14 identicon

Hversu erfiður er magadansinn? Mig langar að prófa, sko, en ég meika ekki neitt erfitt í kvöld. Fór að grenja gær úr þreytu og frústrasjón yfir vera ekki ENN búin með þennan bölvaða kafla. Og ég er ekki enn búin með hann. Og er að fara að kennan núna bráðum, og þarf svo að klára kaflann. Og skrifa skýrslu f. Jóhannes sem ég átti að skila í gær, og fara í einhverjar útréttingar ... Kannski sé ég bara til í kvöld hversu vel hefur gengið í dag.

En er þetta erfitt? Verður maður geðveikt þreyttur eftir þetta? Erfiðar hreyfingar? Mætir maður í skóm eða á tánum?

Hlíf 16.9.2008 kl. 10:31

15 identicon

Ég var í sokkum og hinar líka en það er örugglega alveg hægt að vera berfættur. Mér fannst gott að vera í sokkum því þá var ég ekki alveg föst við gólfið.

Magadansinn er helmingi léttari en afró en tímarnir eru mismunandi. Ég hef aldrei farið í erfiðan tíma, bara frekar létta. Þetta er voða lítið hopp og skopp en hreyfingarnar sem við gerum taka vel á bak og læri og rass og maga og svona. Mér finnst voða gott að taka þetta svona með, fara tvisvar í viku í afró, sem er erfitt, og svo tvisvar í viku í magadans sem er auðveldari en samt góð hreyfing. Svo fer ég um helgar eftir hentisemi.

Til hamingju með að vera byrjuð í átakinu!!!

 Hugsaðu um þennan erfiða tíma sem tímabil, þú átt ekki alltaf eftir að hafa svona mikið að gera og þegar þú ert búin að þessu öllu þá geturðu farið á fyllerí með mér! (Nema nátla þú hættir að drekka í átakinu.)

Gangi þér vel með þetta allt saman Hlíf mín.

dr 16.9.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband