16.9.2008 | 20:40
Þriðjudagur
Hrund kyssir mig á ennið áður en hún fer í vinnuna.
Fer á fætur og elda graut handa mér og afkvæminu.
Hjálpa afkvæmi í föt og greiði því.
Við borðum graut og fáum okkur vítamín.
Löbbum í rigningu og roki út á leikskóla.
Ég bíð í roki og rigningu eftir strætó.
Fer í tíma í latinobókmenntum og svitna yfir því hvað það er mikið lesefni í námskeiðinu.
Læri, borða og spjalla við Bjarndísi í hádegishléinu.
Fer í tíma í spænskri málfræði og er rosalega svöng í honum og syfjuð.
Ég bíð í roki og rigninu eftir strætó.
Kem heim og treð banana í andlitið á mér.
Tek til í íbúðinni.
Byrja að þrífa.
Stoppa til að ná í afkvæmið fallegasta.
Löbbum í rigningu og roki heim.
Ég þríf eins vel og ég get eins hratt og ég get.
Rakel hendir öllum bókunum sínum á gólfið af því að hún er að fara í 'ekki snerta gólf'
Hrund kemur heim akkúrat þegar ég er að klára að þrífa.
Við skerum niður grænmeti og ost í pítur.
Við borðum allar saman.
Ég rýk út í magadans.
(Hrund ryksýgur á meðan, þessi elska, bakið fer að grenja ef ég geri það)
Ég rýk heim og hoppa í sturtu.
Les fyrir englaafkvæmið, bið bænir, signi, syng, kyssi, knúsa.
Brýt þvott.
Blogga.
Bara svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig dagurinn minn var. Hrund er að vaska upp. Þvottvélin þvær. Ég trúi ekki að ég þurfi að halda mér vakandi þangað til hún og svo þurrkarinn eru búin. Ætti eiginlega að lesa spænsku en er of þreytt. Held ég leyfi mér að horfa á einn sjónvarpsþátt og lesi í staðinn fyrir Strauma og stefnur (skáldsögu) upp í rúmi.
Svo bið ég til guðs og vona að ég geti sofið í nótt. Ég gerði ekkert annað en að bylta mér í fyrrinótt. Ég er eins og einhver gömul kerling.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
M langar í pítu. Fæ mér í kvöld
Hlíf 17.9.2008 kl. 10:39
Mjög gott að fá sér svo kotasælu eða sýrðan rjóma í staðinn fyrir pítusósu. Hundrað sinnum færri kaloríur og miklu minni fita. Mér finnst mjög gott að búa til sósur úr sýrðum rjóma og nota þær oft í staðinn fyrir aðrar sósur með mat.
Afró í kvöld?
ps. guð hvað mér leiðist að lesa fyrir strauma og stefnur, ég bara geeeeet ekki haldið einbeitingunni. Kannski ég fari frekar á horfa á mynd fyrir spænskar kvikmyndir.
díana rós 17.9.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.