Svakalegt

Jésus minn einasti. Þessi haustferð. Mikið helvíti var gaman. Við fórum í ratleik og borðuðum samlokur og drukkum bjór, fórum út í Viðey og grilluðum og spiluðum og drukkum bjór og enduðum svo í partýi með tilheyrandi vitleysu og bjór. Það voru allir á sneplunum og í bullinu bara. Ok, örugglega ekki allir en allavega þeir sem ég tók eftir. Ég var svo svakalega á skallanum að ég hef aldrei vitað annað eins. Rámar í að hafa teygað tvö glös af rauðum drykk, væntalega vodka í einhverju, og það fór alveg með mig. Var reyndar búin að drekka ansi marga bjóra þá enda byrjað á hádegi. Ég man ekki einu sinni eftir bátsferðinni úr Viðey. Sem er skrítið því ég man alveg eftir hlutum sem gerðust eftir það.

Við erum að tala um kvöld þar sem gredda blossaði upp og allir urðu óðir (enginn að rífa sig úr fötunum samt eða neitt þannig), fólk grét (og sumir oftar en einu sinni og aldrei þessu vant var það ekki ég sem grenjaði oft, ég grenjaði bara einu sinni) og tók svakaleg trúnó, dansaði trylltan dans og kysstist. Þetta var eins og eitthvað nemendafélagsskrall í menntaskóla.

Svo gaman.

Svo mikið stuð að Helga greyið viðbeinsbrotnaði.

Það er kraftaverk að ég skuli hafa komið með bakpokann með öllu dótinu mínu heim. Við fórum niður í bæ eftir partýið og ég fattaði ekki fyrr en eftir nokkra dansa að ég hafði gleymt að reima! Og gat ég beygt mig niður og reimað? Nei. Ég þurfti aðstoð.

Það hlýtur að hafa verið kostulegt fyrir Hlífina að koma beint í partýið (var ekki í ferðinni), allir pissfullir.

Ég vaknaði klukkan níu, eftir fimm tíma svefn (sem betur fer var ég komin heim um þrjú) og hélt ekki jafnvægi, enn þá vel hífuð. Það tók því ekki að sofna aftur því ég þurfti hvort sem er á fætur og í leikhús. Skreiddist í sturtu, burstaði tennur, fór í kjól og málaði mig. Því miður leit ég enn út fyrir að vera full eftir það allt saman. Ég var fulla mamman í leikhúsinu. Hrund reyndar sagði að það sæist ekki á mér að ég hefði verið að drekka en svo er annað mál með áfengislyktina ...

Síðan þá er ég bara búin að vera að dreeeeeepast úr þynnku. Guð almáttugur, hvað maður er látinn borga fyrir vitleysuna.

Erum samt búnar að hafa það kósý, fyrrst leikhús, svo amma og erum núna í góðu yfirlæti hjá mömmu.

Ég vona bara að ég hafi það af í tímann í fyrramálið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það var MJÖG athyglisvert að koma edrú inn í þetta. En ég helti í mig þremur bjórum á mjög skömmum tíma og þá var ég ekki svo ólík ykkur.

En jesús minn almáttur svakalegri þynku hef ég varla upplifað (jú, reyndar). Mér líður skelfilega. Mér líður líka eins og ég hafi verið að skandalísera, þó að ég hafi nú bara ekki gert neitt af mér, held ég. Varð ekki einu sinni gröð hahaha.

Hlíf 21.9.2008 kl. 20:22

2 identicon

alveg rétt... var það ekki ég sem reimaði fyrir þig? hehe... En já... ekki laust við smá djammviskubit eftir þetta allt saman. Veskið mitt lét svo loksins vita af sér um kvöldmatarleytið, það var þá statt í Garðabænum í fórum stelpu sem hafði fundið það á Q. Hallelúja fyrir því.

 Takk fyrir skemmtilegan og umfram allt viðburðaríkan dag :)

Gyða 22.9.2008 kl. 00:16

3 identicon

vóóó Díana. Ég tek ofan fyrir þér að hafa meikað að fara leikhús!

inam 22.9.2008 kl. 06:39

4 identicon

Ianm: Var allt í einu að muna að síðast þegar ég fór út í Viðey var það líklega á árshátíð með þér. Var helvíti mikið á skallanum þá líka. Manstu Inam? Við lentum í einhverjum rasistum, ekki í fyrsta skipti.

Hlíf: Líkami minn er enn að mótmæla áfenginu sem ég sturtaði í mig. Málið er að ég var alveg góð þangað til ég drakk vodkann. Ég get bara ekki drukkið sterkt áfengi. Hrund átti ekki til orð yfir mér þegar ég kom heim (man nú ekkert eftir því). Ég var í endalaust lengi inni á baði að gera ég veit ekki hvað. Æla, hélt Hrund. Neitaði svo að taka úr mér linsurnar en var samt ekkert með þær í augunum þegar ég vaknaði (kannski það sem ég var að gera inni á baði). Mig rámar nú í að þú hafir sent sms (eða töluðum við saman í síma?) um að þú hafir ekki ætlað að koma í partýið en þegar ég sagði það við Gyðu og Kristínu fannst þeim nauðsynlegt að hringja í þig. Og þú komst.

Gyða: Já, varst það þú sem reimaðir? Ég missi jafnvægið eftir einn bjór, hvað þá billjón og vodka og það var ekki séns að ég gæti þetta. Ég dett líka mjög oft á djamminum sem er frekar vandræðalegt. Anton kippti mér allavega einu sinni upp úr gólfinu. Og ég var á geðveiku trúnói með honum. Hvað í fjandanum ætli við höfum verið að tala um?

dr 22.9.2008 kl. 11:40

5 identicon

Ég hef ekki nógu sterk orð í orðaforðanum til að lýsa þessum degi, hvað þá kvöldinu. Ég á þó eitt til sem á ennþá vel við eftirköstin - BÖMMER!!

Kristín 25.9.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband