Harka

Já, ég er bara búin að taka daginn í gær og í dag á hörkunni. Las þrjár greinar fyrir íslensku í gær og kláraði skáldsögu í spænsku. Eldaði meira að segja kvöldmat þótt ég þyrfti að setjast niður inn á milli og hvíla mig.

Fór í tíma í morgun, horfði á mynd fyrir kvikmyndir Spánar í pásunni, fór í annan tíma, keypti hefti úti í fjölritun, ljósritaði á bókhlöðunni, svaraði spurningum úr kvikmyndinni, náði í burritos á Culiacan og fór í sturtu með Rakel.

Núna er ég búin að taka tvær feitar íbúfen og sit upp í sófa í ullarsokkum og undir dúnsæng (já, hitinn er ekki enn kominn á húsið, brrr) og er að slaaaaaappa af.

Morgundaginn ætla ég líka að taka á hörkunni, nenni ekki þessum veikindum. Ætla að byrja á verkefni í íslensku sem ég þarf að skila á mánudaginn og byrja að undirbúa fyrirlestur í spænsku. Ætla svo að taka sunnudaginn í einhvern lærdóm.

Æ, leiðinleg færsla. 

Annars þykir mér svo vænt um allar vinkonur mínar. Vinir eru bara það besta í heiminum.

Og ég veit þið trúið því ekki en ég ætla í vísindaferð á morgun. Og ég ætla að drekka bjór (engan vodka aldrei aldrei aftur) og ég ætla ekki að læra neitt á laugardaginn.

Passið ykkur bara ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þúrt ógisslega töff og kúl að þú ætlar í vísó!!

Ég ætla sko líka að drekka bjór á föstudaginn og vera löt á laugardaginn (nema ég þarf víst að vinna.. hmmm...). Djöfull (afsakið) er ég dottin úr gír við að læra, ég bara neeennnii þessu ekki. Ég kenni haustferðinni um. Hún fór alveg með mig!

Kv. Bittan

Kristín 25.9.2008 kl. 19:51

2 identicon

Hm, ætli maður geti notað haustferðina sem afsökun fyrir leti það sem eftir er annar?

Annars hef ég drepið fleiri en eina heilasellu á laugardaginn. Stóð upp áðan og ætlaði að fara pissa. Var í samræðum við Hrund svo ég muldraði eitthvað 'ég verð að pissa'. Hélt ég. Ég sagði hins vegar 'ég verð að kyssa'.

whot?

dr 25.9.2008 kl. 22:08

3 identicon

Ég vil líka kenna haustferðinni um leti, heilaselludauða... og margt fleira. Ég hlakka rosalega til að hitta ykkur í kvöld... Það er líka föstudagur sem þýðir að vikan er búin! hjúkkett Phuket (þetta rímar, alveg satt)

luv á ykkur :)

Gyða 26.9.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband