Skjótið mig núna

Í dag kláraði ég frekar leiðinlegt verkefni í íslensku. Ég veit ekki hvort eitthvað sem ég gerði var rétt. Því næst eyddi ég nær fimm tímum í að undirbúa fyrirlestur í spænsku. Þegar ég bar það sem við og hópavinnufélginn vorum búin að gera undir kennarann í tölvupósti kom í ljós að við gerðum ALLT VITLAUST. Við þurfum því eiginlega að byrja frá grunni. Hvenær í helvítinu á ég að hafa tíma til þess? Bara skrópa í öllum tímum, sleppa lærdómi fyrir önnur námskeið og geyma Rakel á leikskólanum?

Fyrir utan nú það að það er ekki talandi við félagann, það er bara eins og tala við vegg. Hann heldur ótrauður áfram í vitleysunni og ég kvíði því að hitta hann á morgun. Ég bara búin að missa mig bæði við hann og kennarann (ekki dónalega samt, bara í móðursýkiskasti). Kennarinn ætlar að taka tillit til þess að við fengum erfiðasta efnið en við eigum samt eftir að fá ömurlega einkunn.

Helvítis skítur.

Ég og hinn fimmtugi, rússneski hópavinnufélagi minn erum ekki alveg að bonda hérna.

Á leið heim frá mömmu áðan brast ég í grát í bílnum, algjörlega búin á því eftir þessi ömurlegheit. 'Af hverju ertu svona leið mammí' spurði krílið aftur í og ég kom því upp úr mér á milli ekkasoganna að það væri svo eherfiiiiiitt að læra. 'Þú lærir bara heima' sagði krílið snöggt upp á lagið. Ég vældi eitthvað um að ég gæti ekki meira. Krílið hafði engin fleiri svör en læddi lítilli hendi í lófa mér þegar við stigum út úr bílnum.

Ég er hætt í þessum helvítis skóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gefast upp!!! Einkunnir eru ekki allt! Þú ert í þessum skóla fyrir þig og af því að námið sem þú valdir er áhugavert en ekki til þess gert að bugast yfir. Bannað að bugast! Ég er ennþá að vinna í str. & st. verkefninu og á síðan líka eftir fornamálsverkefni og fullt af öðru... úffipúff!

Gyða 28.9.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva

Jú, jú, einkunnir eru allt. Þær eru mælikvarði á getu mína, ávísun á vellíðan og mikilvægar fyrir framtíðina.

En takk samt fyrir peppið.

dr

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 29.9.2008 kl. 08:06

3 identicon

Sammála Gyðu. Einkunnir eru ekkert.

Er félagi þinn hann Alexander...? Ég lenti nú einhvern tíman með honum og það var hmmm.

En krúttlegt hjá henni Rakel: þú lærir bara heima:)

Hlíf 29.9.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva

Það mun vera hann. Fínn maður örugglega en hann er að gera mig klikkaða. Hann hlustar ekkert á mig! Bara gerir allt eins og hann vill af því að hann kann sko að gera fyrirlestur sagði hann mér.

Ég var ekki að byrja í þessu námi í gær. Ég held bara að ég kunni betur að halda fyrirlestur en hann.

Eins gott að hann lesi aldrei þetta blogg.

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 29.9.2008 kl. 10:30

5 identicon

slaka á ljúfan...allir sem þekkja þig vita það að þú ert ekki heimsk...og hlustaðu á skottuna. Henni ratast oft rétt orð á munn. Sakna ykkar. Tengdó

tengdó 29.9.2008 kl. 17:02

6 identicon

Haha! Þegar ég las: "hinn fimmtugi, rússneski hópavinnufélagi minn" þá grunaði mig strax að þú værir með honum Alexandr í hóp og fékk staðfestingu á því að þú værir að tala um hann þegar ég sá kommentið frá Hlíf. Æj, Díana, við verðum að fara að eiga langt og gott spjall, ekkert bara um hann, heldur líka um lífið :).

Besos!

Tinna Rós 2.10.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband