29.9.2008 | 22:19
Betri tíð
Ég er ekki beint búin að ná að slaka á en þetta er allt að koma.
Hrund gaf mér ís og knús í gær og gerði allt sem hún gat til þess að róa mig. Ég var hins vegar eins og hengd upp á þráð og lá eins og spýtukall uppi í rúmi, ófær um um að sofna. Bylti mér til hálf fjögur um nóttina og gat þá loksins sofnað, eins gott því ég var að drepast úr leiðindum. Vaknaði aftur eftir klukkutíma og var dágóða stund að sofna. Svo hringdi vekjaraklukkan hálf sjö. Þrír og hálfur tími í svefn.
Ég var eins og draugur upp úr öðrum draug en drattaðist í skólann. Fór í svæfandi tíma og skellti mér svo upp á Hlöðu þar sem ég lærði spænska málfræði á milli þess sem ég talaði við Kristínu í sms-marþoni. Ótrúlegt hvað maður þarf að tala alltaf.
Hitti vin minn hópavinnufélagann og við komumst að einhverri niðurstöðu. Hann ætlar að halda áfram með það sem hann er að gera og á meðan skrifa ég fyrirlesturinn. Svo ég gerði það í dag. Náði að klára svona 3/4, ætla að gera restina annað kvöld og glærur á miðvikudaginn. Held þetta svo og hugsa aldrei um þetta meir á fimmtudaginn.
Kútur var þreyttur þegar ég náði í hann. Þar sem ég var í fyrirlestrartráma í gær hjá mömmu fórum við óvenju seint heim og Rakel var ekki sofnuð fyrr en að verða korter í níu sem er allt of seint fyrir í hana. Hún var því ósköp lítil í sér en ég setti upp tjald fyrir hana og svo sat hún inni í því, perlaði og hlustaði á Pétur og úlfinn á meðan ég lærði.
Inskot: Hlíf og aðrir málfræðinördar, krílið mitt sagðist ætla 'að perla garðinn Péturs'. Er þetta ekki í einhverri mállýsku eða?
Ég hressti mig svo við í kvöldmatnum, sullaði miklu magni af tabasco út í kjötsúpuna, svo miklu að augun ætluðu út úr höfðinu á mér en ég vaknaði öll til lífsins. Mamma kom svo til að passa fyrir mig á meðan ég fór í afró.
Við grátum til skiptis hér á þessu heimili. Ég ætlaði að skutla Rakelinni í bað áður en ég hentist út en hún var ekki á því. Grét í fanginu á mér og ég skildi ekki neitt í neinu. Tókst loks að skilja að hún vildi fara með mér. Svo erfitt að vera svona þreyttur. Notaði allt sem ég átti til, talaði hana ofan í baðið, talaði á meðan ég skolaði af henni, þurrkaði henni og burstaði tennurnar. Hún vildi enga ömmu skinnið, bara mammí sína. Eiginlega vissi hún ekkert hvað hún vildi. Þóttist ekki vilja bók að lesa, söng né bænir. Brast svo aftur í grát þegar ég kvaddi en mamma sagði mér að hún hefði heldur betur orðið hress eftir að ég fór og heimtað þrjár bækur.
Mamma sæta las yfir fyrirlesturinn á meðan ég dansaði og núna sit ég hér á leið í sturtu og svo upp í rúmið mitt yndislega.
Blóm í haga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu jú, er þetta ekki eina svona staðbundna setningagerðartilbrigðið sem fannst í stóru tilbrigðakönnunninni? Kemur að norðan... Silla notar þetta alltaf og mér finnst það alltaf jafnskrýtið. "Ferð þú ekki bara á bílnum Agöthu?" Fyrir mér þýðir þetta að bíllinn beri nafnið Agatha! Svo hét hún á feisbúkk um daginn "Ennþá í gleðivímu eftir brúðkaupið Margrétar" Merkilegt alveg :)
Gott að fyrirlesturinn gekk ekki að þér dauðri! :)
Gyða 30.9.2008 kl. 07:40
Já, einmitt. Minnti þetta. Greinilegt að eitthvað situr eftir í hausnum á manni eftir öll þessi námskeið. Ég þekki bara engan nema Rakel sem talar svona svo mér finnst þetta ansi merkilegt. Annars er hún bara on fire þess dagana, það gerir aldurinn. Málfræðin er svo snarvitlaus að ég er alltaf við það að kafna úr hlátri og hún fer nýjar hæðir í setningagerð á hverjum degi. Það er ekkert eins skemmtilegt og þegar krakkar eru að prófa sig áfram í leit að réttu reglunum. Mig vantar bara diktafón til að taka hana upp.
Sjitt, hvað ég er mikið málfræðinörd.
Eru þið K ekki orðnar spenntar að gera könnunina fyrir Siggu? Mér finnst hún ekkert smá spennandi. Ég er meira að segja farin að hlakka til að gera könnunina fyrir BA- ritgerðina mína. Gaman, gaman.
Annars ætla ég að skella mér í ræktina í kvöld svo ég sé þig kannski þar.
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 30.9.2008 kl. 08:43
Ólafsfjarðareignarfallið er þetta kallað
Hlíf 3.10.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.