5.10.2008 | 09:12
Snemma?
Vakna svona margir snemma? Eigið þið börn í leyni sem vakna fyrir átta eða eru þið bara skrítin og vaknið snemma að gamni ykkar? Nei, bara svo sérstakt þegar fólk er búið að skoða bloggið svona snemma. Kíkti líka á Gyðu blogg og það sama var upp á teningnum þar. En ég ætla ekki að setja út á það.
Ég, hálfu kílói léttari, fór og náði í Rakelitu eftir skóla á föstudag. Við brunuðum í bankann þar sem hún tæmdi baukinn sinn og fékk bíómiða í staðinn. Fórum svo og náðum í Sprundina upp á verkstæði og fengum smá túr. Ég var reyndar komin í vímu eftir mínútu af lakklyktinni þótt barnið væri sprækt svo við vorum ekkert lengi. Fórum í nýja ríkið í Skútuvogi (minnir mig) og þar var eiginlega líka lakklykt eða límlykt. Kannski þau hafi bara límt innréttingarnar saman og límið ekki verið þornað, mér varð allavega ómótt þarna inni. Æ, hvað ég er viðkvæmt lítið blóm. Ætluðum að drífa okkur heim að þrífa þar sem við vorum búnar að humma það fram af okkur í nokkra daga. Sprundin mín einasta bauðst hins vegar til að sjá bara um þrifin svo við gætum dúllað okkur saman áður en ég færi í Mímishitting. Við ákváðum því að fara bara á Subway og fá okkur að borða, sem við og gerðum, og fengum okkur svo skyrboozt í eftirrétt. Namminamm.
Þegar heim var komið spiluðum við lottó og minnispil og höfðum það kósý. Sturtuðum okkur allar eftir spilamaraþon og þá var akkúrat kominn tími fyrir mig að fara. Stelpurnar mínar skutluðu mér og Rakel yfirheyrði mig á leiðinni: 'Hvert ertu að fara?', 'af hverju?', 'verðuru lengi?', 'er þetta svona fullorðins eða ekki?', 'ætlaru að sofa í ammilisveislunni eða kemuru heim?', verður heima þegar ég vakna?'. Efti þetta spurningaflóð steinsofnaði hún svo í bílnum.
Mímishittingurinn var virkilega skemmtilegur. Við supum á bjór og spiluðum og skelltum okkur í bæinn að dansa. Ah, dansa. Mikið finnst mér það skemmtilegt. Ég, Anton og Gyða ákváðum svo að fara á Celtic sem reyndist nokkuð erfitt. Við Gyða stóðum bara ekki í lappirnar, ekki sökum drykkju í þetta skiptið, heldur vegna hálku. Héngum í Antoni sem eiginlega dró okkur á eftir sér. Gyða benti honum á að hann væri eiginlega alltaf að draga okkur upp úr gólfinu (jörðinni). Það er nokkuð rétt. Ég náði einu sinni að fljúga á hausinn. Eða bakið. Endaði á því með lappir upp í loft og heyrði ókunnugt fólk jésúsa sig yfir þessu harða falli. Ég saði ekkert þar sem ég náði ekki andanum. Braut ekkert þótt ég meiddi mig helvíti mikið og þakkaði guði fyrir bjargvættinn Anton sem kippti mér á lappir. Á miðri leið fattaði Gyða svo að hún hafði gleymt veskinu sínu á Glaumbar og strunsaði til baka og við Anton á eftir. Veski fannst og þá gátum við lagt í hann aftur. Fengum okkur sæti á Celtic og spjölluðum. Gyða fór svo heim með Nonnanum og eftir aðeins meira spjall ákváðum við Anton að fara heim líka.
Ég rann niður megnið af Laugveginum og hékk í Antoni eins og gömul kerling. Við fengum okkur Hlölla og króknuðum í gífurlega langri leigubílaröð en komumst heim á endanum. Ég sparkaði af mér skóm og henti frá mér jakka og veski. Læddist svo inn í herbergi að kíkja á konuna mína sem svaf svo sæt og hlý og mjúk. Ég varð að leggjast aðeins hjá henni og knúsa hana. Hún rumskaði eitthvað og tók mig í fangið og þar sofnaði ég auðvitað og svaf eins og steinn næstu þrjá tímana. Hrund vaknaði á einhverju tímabili við það að vera orðin tilfinningalaus í handleggnum og með mig ofan á sér. Hún leyfði mér bara að sofa áfram, krúttið sem hún er. Ég vaknaði sem sagt rétt fyrir átta og afklæddi mig og svona. Knúsaði Rakel aðeins sem var vöknuð og hélt svo áfram að sofa. Vaknaði um það leyti sem stelpurnar mínar voru að fara í ífróttaskólann og kom mér á lappir. Þær komu heim aftur færandi hendi með heitan pastarétt og brauð. Það er sko hugsað vel um mann. Ég fékk svo smá tíma til að jafna mig á meðan þær fóru með tengdapabba á Da Vinci sýninguna.
Þau náði í mig eftir hana og við fórum á kaffi Vín. Sem er víst orðið tælenskur veitingastaður en það var allt í lagi. Héldum því næst á myndlistarsýningu og eftir það í smá stund til ömmu. Við enduðum svo daginn í sexbíó á Lukku Láka. Rakel var ekki lengi að sofna eftir þennan dag og sjálf var ég að leka niður, var sofnuð klukkan ellefu.
Æ, var svo ótrúlega þreytt eitthvað áðan þegar ég vaknaði með Rakel. Svona er þetta að vera endalaust í bjórnum. Ég hef ekki farið svona mikið út síðan ég var í menntaskóla, ég er ekki að grínast.
Bjarndís var búin að bjóða okkur í afmæli á eftir en svo er litla afmælisbarnið veikt. Ætlum við stússumst þá ekki eitthvað í staðinn. Alltaf hægt að versla mat og jólagjafir. Já, jólgjafir. Við ætlum bara að byrja á þessu núna.
Kannski ég loki aðeins augunum á meðan Rakel horfir á barnatímann.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:17 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var fínasta föstudagskvöld! Anton er hetja að hafa komið okkur óbrotnum á milli staða :) En í alvörunni...? JÓLAGJAFIR? hehe :)
Gyða 5.10.2008 kl. 10:41
Já, já. Í alvöru. Við erum vanar að kaupa allar jólagjafir í nóvember. Þar sem desember fer allur í próf þá verðum við að vera búnar að öllu í nóvember. Baka (ólvíubollur og kurltoppar er algjört möst), skera út laufabrauð, baka og skreyta piparkökur, kaupa gjafir ...
Svo Hrund stakk upp á því að við myndum bara byrja á þessu snemma, svona áður en allt hækkar meira. Maður verður að hlusta á húsmóðurina í sér.
dr 5.10.2008 kl. 11:09
Jamm þetta var bara fínasta föstudagsgleði! Hlakka mjög til þeirrar næstu... Fimbulfamb!! Sorry að ég beilaði eftir Glaumbar ;)
Kristín 5.10.2008 kl. 16:25
Kristín: Beil er fyrirgefið en ekki í boði næsta föstudag. Tilbúin í kokteildrykkju?
dr 5.10.2008 kl. 21:18
úff ég verð að mæta á föstudaginn. Það er stöðug drykkja á manni!
Hlíf 6.10.2008 kl. 13:29
úje... strawberry daiquiri anyone? :)
Gyða 6.10.2008 kl. 17:56
Gyða: Hver er núna Siggi sýra? Og hver er hann btw? Nafnið hljómar eins og eithvað úr lífsleikni eða jafningafræðslunni. Annars langar mig svakalega í solleiðis. Kokteilinn. Síðast þegar ég dreypti á þeim drykk var ég tvítug og var að halda upp á það. Það vara rosa stuð. Þangað til að ég fór upp á hótel (var í Prag) og drakk abcint. En það er kannski ekkert í vínskápnum hjá þér.
Ég fæ mér allavega einn. Það er líka svo helvíti gaman að blanda þetta. Ooooo, ég hlakka svo til föstudagsins. Segðu mér bara hvenær ég á að mæta og ég mæti.
Hlíf: Já, þú verður. Vinnufjölskyldan er bara ekki söm án þín. Það er stöðug drykkja á okkur öllum, þetta er blaut fjölskylda.
dr 6.10.2008 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.