Áfangasigur

Jess og jei og jei og jess!!! Hálft kíló í viðbót farið. Ég er búin að standa í stað í næstum mánuð (sem í sjálfu sér er áfangasigur því það hefur mér ekki tekist í háa herrans tíð og er bara alveg hreint mögnuð tilfinning að takast það) og var orðin úrkula vonar um halda áfram að léttast. Í von og óvon steig ég á vigtina í dag (alltaf vigtun á föstudögum) og viti menn, vigtin sýnir minna en síðast.

Þá eru þrjú kíló farin síðan í lok ágúst. Ég hefði kannski viljað vera búin að léttast meira en það er líka gott að léttast svona hægt því þá eru þetta pottþétt kíló sem eru farin.

Júhú.

Komaso. Óska mér til hamingju!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju :) Aðalatriðið með svona sprikli er samt að manni líði betur, þyngd segir ekki neiiiiitt því á sama tíma og maður spriklar af sér fitu er maður að byggja upp vöðva og eins og allir vita eru þeir þyngri en fita! Ég hef t.d. aldrei verið jafnþung og ég er núna en heldur aldrei verið í betra formi :)

Gyða 3.10.2008 kl. 11:19

2 identicon

Til hammara beibi! Tau eiga ad fara hægt og rolega.....you know what they say, eins og pendull; vid viljum halda honum i midjunni.

inam 3.10.2008 kl. 11:46

3 identicon

Konkrads....mér finnst þú nú bara krúttaraleg svoldið búttuð og ég veit að konunni þinni finnst það líka. Hún vill allavega ekki hafa þig eins granna og þegar þið kynnust...og svo skaltu athuga að vöðvar vega þyngra en spik og þó það séu aðeins farin þrjú kíló á viktinni er nokkuð víst að meira af óæskilegri fitu er farið úr skrokknum..en keep it up...she

silla 3.10.2008 kl. 12:05

4 identicon

elsku krúttið mitt, til hamingju með það, mér finnst að þú eigir líka að taka með í reikninginn að þú hættir að reykja!!!! það slær út öll kíló, konur eru fallegastar með dotlu holdi og ekki hægt að eiga fegurri dóttur en þig, innan sem utan; en hvað með þessa einkunnasýki??? hún hlýtur að vera úr föðurættinni, ég ætti að plasta handa þér stúdentsprófið mitt, þú gætir skemmt þér við að lesa það þegar sýkin sækir að þér, best væri náttúrlega að vera með sænska kerfið þar sem bara var/er hægt að falla, standa sig eða standa sig vel, engar bévítans tölur til að skyggja á námið eins og það er nú gaman að læra meira og meira, meira í dag en í gær. hasta la victoria siempre corazoncito!!

mútta 4.10.2008 kl. 17:47

5 identicon

Já þetta er glæsilegt. Ekkert of hægt.

Hlíf 4.10.2008 kl. 19:33

6 identicon

U go girl

Arna 5.10.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband