7.10.2008 | 09:21
Veit ekki alveg
Nei, ég veit ekki alveg hvað er að gerast hérna sko. Ég er bara að drukkna í lærdómi. Þetta er eiginlega svolítið erfið önn. Í þessari viku er ég sérstaklega að drukkna í bíómyndum. Ég þyrfti að horfa á bíómyndina sem sem ég náði ekki að horfa á fyrir spænskar bíómyndir í síðustu viku, ég þarf að horfa á bíómynd fyrir tímann í spænskum kvikmyndum fyrir föstudaginn, ég þarf að horfa á mynd fyrir str. og stef. fyrir fimmtudaginn og ég þarf að horfa á mynd einhvern tíma í vikunni sem ég þarf að skrifa ritgerð um í næstu viku. Og hópavinnufélagi minn í því verkefni hefur tilkynnt mér að hann ætli ekki að læra neitt í verkefnavikunni heldur drekka bjór og vera á Airways. Ok. Frekar slæmt að það er ætlast til þess að við vinnum verkefnið í helvítis verkefnavikunni og skilum því í vikunni á eftir.
Ég fór of seint að sofa á sunnudagskvöldið og gat ekki vaknað á mánudagsmorguninn. Dröslaði mér og Hrund á fætur klukkan sjö sem er of seint. Ég var því of sein í tíma og Hrund í vinnuna. Ég held að Rakel stimpli sig ekki inn í leikskólanum svo hún hefur verið í góðu.
Eftir tíma reyndi ég að fletta eitthvað í gengum þessar 200 blaðsíður sem eru til prófs í spænskri málfræði á eftir. Ég er komin á bls. 67. Frábært bara. Próf eftir þrjá tíma. Þegar ég kom heim varð ég að leggja mig í hálftíma til að halda lífi. Gerði það og náði svo í Rakel. Var enn þá sofandi eiginlega. Var næstum búin að loka á andlitið á barninu þar sem hún sat á stigaskörinni og klæddi sig úr. Ég bara gleymdi því að hún væri þarna. Setti svo í vél en gleymdi bæði að setja þvottaefni og setja vélina af stað. Fór að vaska upp, sett vatn í glas og ætlaði að bæta út í það uppþvottalegi en tók í staðinn flösku af hvítlauksolíu og hellti út í.
Lærði, henti pizzu í ofninn, lét renn í bað fyrir Rakel, horfði á kreppufréttir og fór svo í afró. Um að gera að hrista á sér skankana þegar maður er að fá taugaáfall.
Annars er ég öll í drullinu. Ég þarf að drulla mér á fætur, drulla mér, í strætó, drulla mér í tíma, drulla mér til að glósa í tíma, drulla mér til að borða reglulega, drulla mér til að læra, drulla mér til að læra, drulla mér til að læra.
Eftir afró fór ég í sjóðheitt bað og las Sjón sem ég þarf að vera búin með fyrir fimmtudag. Sem minnir mig á að ég á líka að vera búin með skáldsögu í spænsku fyrir þann tíma. Frábært bara. Var komin upp í rúm og sofnuð klukkan ellefu og svaf í einum dúr til að verða átta. Vá, hvað ég þurfti á því að halda.
Núna er ég að reyna að koma mér í það klára að læra fyrir þetta spænskupróf.
Akkúrat núna lifi ég fyrir Rakel, Hrund og föstudaginn.
Og sökum kreppu er ég að borða skyr sem rann út fyrir 11 dögum. Ég þurfti að henda súrmjólk út áðan sem var útrunnin og við náðum ekki að borða. Gat ekki hugsað mér að henda þessu skyri líka svo ég setti það allt í skál og ákvað að borða það. Það er ekkert svo bragðvont. Pínu skápabragð af því.
Frábært bara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó það sé kreppa á maður ekki að borða ónýtan mat! (ekkert víst samt að þetta hafi verið ónýtt... en samt, 11 dagar?)
Haha, hló mikið að hvítlauksolíunni
Hlíf 7.10.2008 kl. 17:37
Sko, ég hefði aldrei étið þetta ef þetta hefði verið eitthvað annað. Skyr er hins vegar sýrð mjólkurvara og ég borða oft (ok, kannski ekkert rosa oft) útrunnið skyr. 11 dagar er samt pínu mikið en ég smakkaði það áður en ég gúffaði því í mig. Það var ekkert svo slæmt. Ekki eins og það væri ónýtt. En samt ekkert rosa gott á bragðið.
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 7.10.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.