13.10.2008 | 09:29
Einmitt
Í gærkvöldi var ég að elta Hrund í ullarsokkunum sem hún gaf mér þegar ég rann til og skall næstum í gólfið. Ég kom í veg fyrir skellinn með því að grípa í beltið á náttsloppnum hennar Hrundar og hanga þar. Ef mér hefði ekki tekist þetta hefði ég skollið með höfuðið í gólfið og skemmt það sem eftir var af heilanum eftir að ég rotaði mig í gær á hoppi.
Hrund sagðist vera pínulítið hrædd við mig.
Eftir svefn og dúll á laugardaginn fórum við Hrund á danssýningu í Salnum. Þar dansaði frábær dansflokkur frá Ecuador í rúma tvo tíma. Magnað. Náðum okkur svo í samlokur og spólu og höfðum það kósý.
Vaknaði um níu í gær og fékk mér kaffi og banana. Tölvaðist og las eitt stykki bók fyrir spænsku. Sprund kom á fætur stuttu seinna og við fengum okkur kakó og ristað brauð og spjölluðum. Fórum svo að púsla 1000 bita púsl sem við keyptum okkur um daginn. Djöfull er það gaman. Vorum boðnar í súkkulaðiköku og kaffi til Rósu og Gests og röltum okkur þangaði í haustblíðunni. Rakelin kom þangað frá pabba sínum og spilað brjálaðan fótbolta við Tryggva frænda sinn. Barnið öskraði: 'ég varði, stönginn inn, út á kanti, skallaðu boltann' og eitthvað fleira á fótboltamáli. Guð má vita hvar hún lærði þetta allt saman. En hún dýrkar fótbolta, krakkinn minn.
Borðuðum góðan kvöldmat og eftir að rauðhaus var kominn upp í rúm í nýju sjóræningjanáttfötunum sínum, héldum við Hrund áfram að púsla.
Ég svaf ekki nógu vel og svaf yfir höfuð of lítið um helgina svo ég ætlaði aldrei að geta vaknað í morgun. Náði því þó að vera mætt hingað upp á Hlöðu klukkan níu. Það er verkefnavika svo ég ætla að nýta tímann vel.
Ég held hins vegar að ég hafi ofkælst á djamminu á föstudaginn. Ég er með hálsbólgu og kvef og ótrúlega tuskuleg eitthvað.
Mér líður svona
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.