14.10.2008 | 09:59
Kalt
Rosalega er kalt eitthvað. Það er kannski ekki að marka mig þar sem ég er lasin. Eftir nokkra tíma á Hlöðunni í gær og smá hópavinnu fór ég út á stoppustöð. Það voru 10 mín. í næsta strætó. Fór að spjalla við Bjarndísi í sms-um og sem ég lít upp eftir eitt þeirra sé ég strætó bruna fram hjá. Hálftími í næsta strætó og gaddur úti. Flúði í vinnuna til mömmu. Sat svo þar í þykkri peysu, með ullarsjal og ullarponsjóið hennar utan um mig og skalf úr kulda.
Fékk far með mömmu heim. Fór í tveimur lopapeysum og úlpu með ullarsjal að sækja Rakel. Við fengum okkur hrökkbrauð og mandarínur í eldhúsinu og spjölluðum. Svo fór ég í Bangsímonnáttkjólinn minn, sem er úr flísi, og ullarsokka og við Rakel skriðum undir dúnsængina hennar Hrundar og horfðum á Ísöld. Allt má þegar maður er veikur.
Hrund kom heim með pizzur og sá svo um kríli á meðan ég lá eins og skata í sófanum. Lærði, spjallaði við Kötlu mína á Skype og Oddu poddu í símann. Ótrúlega svekkt yfir því að komast ekki í afró sökum orkuleysis. Og ótrúlega fegin að ég þreif allt á sunnudaginn svo ég þurfti ekki að liggja í skítnum.
Svaf ömurlega. Það kostaði mig ofurmannlegt átak að fara í sturtu í morgun, gefa okkur Rakel morgunmat og labba með henni á leikskólann. Get núna ekki hugsað mér að fara upp á Hlöðu. Kannski ég læri bara hérna heima. Þarf samt í tíma eftir hádegi og í hópavinnu eftir það. Úff.
Annars er Hildur mín á landinu. Ég verð að hressa mig svo ég geti farið með henni á kaffihús.
Mér finnst samt verst af öllu að komast ekki í ræktina. Mikið djöfuls nagandi samviskubit fæ ég. Bara finn hvernig ég fitna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað ég sakna þín ógeðslega mikið, var allt í einu að átta mig á því! (búin að vera í meðgöngudoða í marga daga) Vonandi ertu orðin hress af pestinni og vonandi fer barnið mitt að fæðast. Þá verður gleðin við völd, ójá.
knús í klessu
Bjarndís
Ps. Mér þykir voða leiðinlegt að strætó skyldi bruna svona fram hjá þér með þú varst að SMSast við mig en veist, ég fæ eitthvað undarlegt kikk úr að lesa nafnið mitt á blogginu þínu. Kannski eins og ég sé fræg eða eitthvað? úbbalalla, þarf að sálgreina þetta aðeins.
Bjarndís 18.10.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.