21.10.2008 | 09:12
Eitt fyndið og annað ekki svo fyndið
Fyrst það ófyndna.
Þetta samtal á sér stað nær hverjum degi á mínu heimili:
dr: Finnst þér ég feit?
Hrund: Nei
dr: Í alvöru? Finnst þér ég ekki vera feitabolla?
Hrund: Þú ert ekki feitabolla
dr: En sérðu þetta spik og þetta og þetta. Hvað er þetta þá?
Hrund: Þetta er húð. Þú er gorgeous
dr: Ertu viss um að þér finnist ég falleg?
Hrund: Þú ert ótrúlega falleg
dr: Í alvöru alvöru?
Hrund: Í alvöru, ég á fallegustu konuna
dr: Myndirðu ekki vilja hafa mig mjóa?
Hrund: Ég myndi ekki vilja hafa þig neitt öðruvísi, þú ert fullkomin
dr: Ég er ekki sammála þér
Hrund: Díana, þú átt við sjúkdóm að stríða
Þetta síðasta er víst rétt. Og þegar hann heltekur mig á einhvers konar útgáfa að samtalinu hér að ofan sér stað. Ég vildi að ég gæti útskýrt þennan ótta við mat og fitu og það að fitna og vera feit fyrir ykkur. Hann hellist skyndilega yfir mig og alltaf af svo miklum þunga að ég þarf að setjast. Hann er eins og eldhnöttur í maganum og öskur í hálsinum. Það byrjar að suða fyrir eyrunum á mér og umhverfið í kring verður allt úr fókus. Ég spenni hvern einasta vöðva í líkamanum.
Ég er misfljót að koma mér úr þessum transi. Í gær var ég nokkuð fljót. Það sem skiptir mig meira máli en allt er að láta Rakel ekki heyra mig tala um þetta. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef hún fengi fitu á heilann.
Málið er að ég veit alveg að Hrund finnst ég flott. Hún þarf ekki að segja það, ég sé það á því hvernig hún horfir á mig og kemur við mig. En samtöl á borð við þetta að ofan eru til að róa mig, þau sefa mig og hjálpa mér að komast yfir óttann. Guð blessi Sprundina fyrir að hjálpa mér alltaf við það.
Það fyrsta sem ég spurði Hrund að þegar ég hitti hana fyrst var: 'Finnst þér ég vera feitabolla' (yes, i was drunk). Þá var ég 20 kílóum léttari en ég er núna og Hrund hélt að ég væri að grínast. Hún sagði því í kaldhæðni 'já, svaka feit'. Oddný tók hana á eintal stuttu seinna og harðbannaði henni að segja nokkuð þessu líkt nokkurn tíma aftur. 'Var hún ekki að grínast' spurði Hrund steinhissa. Nei, ég grínast ekki með þetta.
Og nú er ég búin að koma þessu frá mér. Þið eruð kannski komin með ógeð af því að lesa um þetta vandamál mitt en lesið þá bara eitthvað annað elskurnar mínar. Þetta er hluti af mínum bata. Að skrifa um þetta án þess að skammast mín fyrir það.
Og svo fyndið. Ég er eins og gömul kerling og get aldrei sofið heila nótt. Vaknaði um þrjú í nótt og fór á klósettið og hugsaði aðeins. Þegar ég var að skríða aftur upp í var Hrund komin á koddann minn svo ég þurfti að ýta aðeins við henni. Eins og venjulega þegar ég geri það fór hún að tala upp úr svefni:
Hrund: Gjörðu svo vel (í þessum líka syngjandi afgreiðslutón)
dr: Uuuuuu, takk???
Hrund: Það var ekkert, gjörðu svo vel
dr: Hmm, hvað ertu að gefa mér?
Hrund: Ekkert, þú varst að kaupa það (í svona 'kjáninn þinn' tón)
dr: Já, ok. Hvað var ég að kaupa?
Hrund: Alls konar skrúfur!
dr: Já, já. Einmitt.
Hrund: Þetta er samt allt að seljast upp, ég þarf að panta meira ...
dr: Góða nótt, Sprundin mín
Hrund: Já, takk fyrir!
Það var nú samt best þegar hún heimtaði Spidermanbollann sinn undir kaffið. Enginn slíkur bolli á þessu heimili.
Farin í strætó!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha
Alls konar skrúfur!
hahahahah
Hlíf 21.10.2008 kl. 09:39
hahaha! Gaaaaman! :D
Gyða 21.10.2008 kl. 14:19
Þið eruð fallegastar, allar þrjár stelpurnar mínar í Skipasundinu.
tengdó 21.10.2008 kl. 16:50
haha...! En ógeðslega fyndið ;)
Kristín 21.10.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.