Feisbúkk

Díses maður. Ég hef bara ekki fundið fyrir eins miklum hópþrýsting síðan ég var í gagnfræðiskóla. Af hverju af hverju af hverju á ég að vera á feisbúkk? Mér finnst þessi endalausu tölvusamskipti krípi. Ég er bara gamaldags og rosalega lengi að taka allt í sátt sem tengist tölvum. Var komin í menntskóla þegar mamma keypti fyrstu tölvuna, var komin í háskóla þegar ég fékk fyrstu fartölvuna, neitaði að blogga fyrr en ég flutti til Costa Rica, vildi aldrei vera á mæspeis og hrýs hugur við að eiga einhverja 200 "vini" sem skoða af mér feitabollumyndir á hverju kvöldi.

Ég er í sambandi við það fólk sem mig langar að vera í sambandi við. "En þú addar bara þeim sem þú vilt hafa sem vini, ignorar hina" segja einhverarnir sem styðja netsamskipti. Á ég þá að adda sex manns eða svo? Sko, ég meira að segja nenni varla að vera á msn. Var með billjón manns á skrá eftir að ég kom heim frá Costa Rica en nennti svo aldrei að vera í tölvunni eða þá að ég var að læra og hafði ekki tíma til að spjalla (ég skrifa þeim bréf sem ég hef áhuga á að vera í sambandi við, enda á það fólk ekki tölvur). Viðurkenni reyndar að það er gaman að hitta Inamovich þarna öðru hverju og Kötluna sem núna býr úti. En annars ...

Hrund er inni á þessu öll kvöld og skoðar myndir og talar við fólk sem hún var með í barnaskóla. Ég bara gæti ekki haft minni áhuga á því. Kannski er ég bara ekki nógu forvitin. Því mín tilfinning fyrir feisbúkk og fólki þar inni er ekki að sú að það sé svo gaman að vera vinir heldur hreinlega að fólk er bara að skíta á sig úr forvitni, vill bara vita endalaust hvað annað fólk er að gera. Þetta er eins og einhver Big brother martröð.

Mér finnst best að tala við fólk augnliti til augnlitis eða í símann og heyra í því röddina. Þótt ég geti ekki lifað án sms-a þá finnst mér það alveg nógu ópersónuleg samskipti og svoooo auðvelt að misskilja skrifuð orð. Ef það væri ekki fyrir alla þessa broskalla (sem ég er í alvöru nýbúin að uppgötva og bjarga miklu þótt það sé heldur grátlegt að geta bara tjáð 6-9 tilfinningar eða svo eða hvað sem þessir kallar eru margir) væri ég bara hætt að nota þessa samskiptaleið. En ég finn að ég nota sms til þess að segja það sem ég er of feimin til þess að segja. Í stað þess að taka á honum stóra mínum og tala bara við fólk um það sem mér liggur á hjarta skrifa ég heilu sms-ritgerðirnar. Ætli ég myndi ekki bara hanga heima og fylgjast með fólki á feisbúkk ef ég myndi láta undan þrýstingnum. Ég myndi bara aldrei þurfa að taka á feimninni og koma mér út, horfast í augu við félagsfælnina, vera innan um fólk og segja það sem mig langar til að segja.

Og eitt. Inam, manstu eftir stalkernum sem var með altari heima hjá sér og tilbað mig, þessi sem þú lést heyra það eitt sinn á Sirkus? Hann myndi örugglega finna einhverja leið til þess að tilbiðja mig á fiesbúkk. Oj.

Æ.

Æ,æ.

Það getur vel verið að ég geri þetta einhvern tímann. En ekki strax. Held að ég fari eftir ráðum Höllu samnemanda og láti ekki verða af þessu fyrir próf. Tímþjófur.

Sjitt, hvað ég er hryllilega gamaldags. Meira að segja Oddný er á feisbúkk. Segi ekki meir. En svona er ég bara. Treysti ekki tölvum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé gott að þú takir þina afstöðu til facebook. Ég t.d. skil ekki þetta myspace og þeir sem hafa prófað bæði fésið og plássið segja að fésið sé nú skömminni skárra. Láttu ekki kúga þig á facebook og haltu þig við bloggið...þar ertu á heimavelli. Luv ya...Tengdó

tengdó 24.10.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva

Hurðu mig, ég skrifaði þér svar áðan en það hefur greinilega ekki komið inn. En þú ert sumst veik kæra tengdó? Og því enginn dinner í kvöld? Hentar mér ágætlega þar sem íslenskan kallar og það óvenju sterkt í kvöld, búið að leigja sal og semja ræður og alles. Við borðum þá bara saman seinna. Til hamingju með daginn (eigið þið ekki brúðkaupsafmæli í dag?). Knús og kveðja frá þinni tengdadótlu.

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 24.10.2008 kl. 15:50

3 identicon

Þegar tækknihefta Oddný er komin á fésbók (eins og Inam vinkona þín kallar það) þá finnst mér að þú ættir nú að láta sjá þig þar. Þú ert nú pínu forvitin að eðlisfari og ef einhver fer að stokkera þig þá stokkerum við Hrund þá manneskju til baka, við getum verið ansi pirrandi ef við viljum. Þú hringdir akkurat þegar ég brá mér af bæ, en er komin aftur og verð heima í allt kvöld. elska þig alltaf..... Odda Podda

Oddný 24.10.2008 kl. 18:42

4 identicon

Word Oddný, með þér allaleið! Ég ætla ekkert að pressa þig eeeeeen.....well! Fyrr eða seinna hef ég grun um það verði friend request frá Díönu Rós þ.e.a.s ef ég requesta þig ekki á undan!

P.s Inam er að skilja meira og meira í portúgölsku. Meika samt ekki að tala hana því ég kann ekki það mikið en ég er pínu stolt að hafa pikka það litla sem ég hef pikkað upp!

inam 24.10.2008 kl. 20:20

5 identicon

Ég byrjaði á myspace fyrir jólaprófin í hittifyrra og á fésbók fyrir jólaprófin í fyrra.. Hvað ætli það verði í næstu jólaprófatörn? Mér finnst fésbókin aðallega sniðug þar sem þar sem að hægt er að nota hana til að safna saman og bjóða fólkinu sínu á ýmsa viðburði.. Afmæli, partý o.s.frv. Og líka plana útileigur og aðra hittinga. Ég hef aldrei skilið þessa leiki sem fólk er endalaust í og persónuleikapróf.. Jæja, verð að hætta, ætla að fara að adda Hrund og Oddnýju, vúahahaha!!

Besos!

Tinna Rós 25.10.2008 kl. 16:53

6 identicon

Sammála þér að mestu eða öllu leyti. Mér finnst þetta samt hentugt til að hafa opinn samskiptaglugga við fólk sem maður hefur lítið samband við eða er, ef ekki væri feisbúkk, algjörlega búinn að tapa. T.d. skipulögðum við nokkrar æskuvinkonur hitting seinasta haust á feisbúkk. Við vorum flestar farnar í mjög ólíkar áttir og mjög langt síðan við (allar) höfðum verið "virkar vinkonur". Við vorum lengi búnar að tala um að við yrðum að fara að hittast, en ég held að án feibúkk hefði það "aldrei" gerst... í staðinn fyrir að rekast á eina og eina með löngu millibili og segja "við verðum að fara að hittast allar" þá gátum við allar rætt saman í hóp á feisbúkk.

Stór hluti feisbúkk vinanna er samt fólk sem er alls ekki vinir manns í raun og veru. Samt er slatti af þessu fólki fólk sem mér þykir vænt um þó að leiðir hafi fyrir löngu skilið og við eigum enga samleið í dag. Mér þykir gott að vita af þessu fólki þarna, geta séð að einhverju leyti hvað er í gangi í lífi þeirra og gefa þeim möguleika á því að geta aðeins skyggnst inn í mitt líf... en á sama tíma er það mjög undarlegt.

Sumir vinir mínir á feisbúkk eru gamlir kunningjar sem mér líkaði ekki einu sinni sérstaklega við eða var gröm út í fyrir einhverjar sakir (ómeðvitað venjulega). Bara það að fá vinatilboð frá þessu fólki fær mig til þess að vera sáttari við þetta fólk og kannski átta mig á því að gremjan var ekki rökrétt eða ég sé að fólkið hefur breyst (kannski orðið stolt foreldri, í staðinn fyrir að vera lítil týk:)). Þetta er einhvers konar friðarpípa (þó að það hafi kannski ekki beint verið ófriður í gangi, kannski bara smá blikur á lofti). Eða það finnst mér allavega.

En samt myndi ég frekar vilja að maður ætti í persónulegri samskiptum. Það er miklu betra. Og ég er pínu smeik við feisbúkk... ógnvekjandi hvað þetta er stórt batterí... og hversu miklar upplýsingar er hægt að fá um fólk þarna. Mismiklar reyndar, en með vilja gæti maður örugglega fylgst mjög grannt með fólki. Jamm.

Þetta er nú meiri ritgerðin hjá mér. Sorrý:)

p.s. fíla sms langlokur frá þér:)

Hlíf 26.10.2008 kl. 23:38

7 identicon

úff, lengra en ég hélt:)

Hlíf 26.10.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband