29.10.2008 | 11:40
Kannski komið að því
Ætli það sé ekki komið að því að blogga. Ég hef eiginlega ekki haft kjark í það í smá tíma. Ég er bara búin að vera svo steikt í hausnum að ég hef ekki treyst mér til þess að skrifa. Mælt mál hefur brugðist mér sem og skrifað. Ég tala um að draga að landi þegar ég á við að draga til baka og skrifa vigta með k-i. Svo tók mig langan tíma að muna hvernig realismo-mágico er á íslensku. En það verður að hafa það, ég hreinlega skulda ykkur og mér blogg. Mamma hringdi einmitt á sunnudaginn steinhissa á því að ég hefði ekkert bloggað um helgina, hún hafði bara áhyggjur. Kannski hélt hún að ég væri enn á djamminu bara.
Í einum af þeim fáu flíkum sem ég kemst enn í skutlaði mamma mér til Gyðu á föstudaginn. Ég fékk mér einn lítinn bjór og svo fórum við upp í Árbæ þar sem búið var að leigja sal undir Kraptakvöld íslenskunema. Það var, eins og alltaf, mikið gaman, mikið fjör. Og drama.is að sjálfsögðu. Já, ég er greinilega orðin 18 ára aftur, aðeins of full, aðeins of rugluð og umkringd grátandi kvenfólki og áþreifanlegri greddu. En það er bara allt í lagi þótt ég verði stundum pínu uppgefin, og já, heldur steikt í höfði.
Laugardagurinn var ótrúlega krúttlegur og kósý. Við Sprundin báðar létt þunnar og ótrúlega skotnar hvor í annarri. Við vorum bara eitthvað svo mikið að knúsast og spjalla og þrifum svo allt húsið hátt og lágt. Ég er að segja ykkur að eftirtalin ráð svínvirka gegn þynnku:
(skal framfylgja þeim í þessari röð):
drekka vatn og bursta tennur
stunda þynnkukynlíf sem aldrei bregst (annars ættuð þið eitthvað að athuga málin)
hoppa í sturtu
þrífa þrífa þrífa (það er án gríns skothelt ráð)
borða pasta og drekka ískaldan kristal (já eða vatn Gyða og þið hin sem ekki drekkið gos)
hlusta á tónlist
Eftir að hafa samviksusamlega farið eftir þessu á laugardaginn var ég tilbúin í frændsystkinakvöld (-Davíð sem var í útlöndum). Rósa, Tryggvi og Unnur mættu með öl og vín og tónlist og svo borðuðum við asískan mat (get ekki gefið ykkur nákvæmari lýsingu), spiluðum og spjölluðum. Þetta var reyndar steiktasta spil sem spilað hefur verið. Við vorum bara ekki í sambandi: bíddu, er ég að gera eða?, hver var spurningin?, á hvaða reit er ég aftur? er ég grænn? ég er búin að vera að færa appelsínugulan allan tímann, hvar er helvítis teningurinn? hver á að gera? drííííífa sig maður ...
Við fórum svo öll niður í bæ þar sem við hittum Sprundina. Ég bara fann ekki á mér en varð bara þreyttari og þreyttari og endaði með því að stinga af heim. Djöfuls viðbjóður er að drekka tvo daga í röð. Á meðan Hrund svaf á sínu græna eyra á sunnudaginn spjölluðum við Rósa frá okkur allt vit. Við familían fórum svo í ljúffengt lambalæri til tengdó sem er líka ansi gott í þynnku.
Já, já, ekkert nema áfengi og þynnka hér á þessum bæ. Og endalaus íslenskudjömm. Ætli við Gyða og Kristín (sem er reyndar formaður) séum ekki búnar að fara á nær allt sem er í boði. Píííínu sorglegar. En samt erum við flottastar sko. Æ, maður má nú smá, ég er búi að vera svo stillt og góð í mörg ár. Og er ekkert óþekk núna samt. Æ, ég nenni ekki að tala um þetta.
Að öðru. Rakelita mömmu- og mammíarsál er alltaf jafn yndisleg. Segist dreyma köngulær og sakna okkar þótt við séum heima. 'Kemurðu aftur?' spyr hún alltaf þegar maður bregður sér af bæ. Sagði mér um daginn að Andrea Magdalena og Arnór Ingi væru hennar bestu vinir: 'Andrea er bara alveg sjúk í mér mammí'. Ætli við verðum þá ekki bara að bjóða henni í heimsókn svo hún losni við sýkina.
Að enn öðru. Komst að því að með því að blogga um átröskun (já, maður, ég skrifaði orðið, húrra fyrir mér) gæti ég verið að hjálpa stelpu sem á við hana að stríða. Er það ekki yndislegt? Á ég að segja ykkur leyndarmál? Það er búið að taka mig laaaangan tíma að geta talað um þennan sjúkdóm og þau áhrif sem hann hefur haft og hefur á líf mitt (og annarra). Ég skammast mín svo mikið. Og minn stærsti ótti er að einhvern tímann muni þessi sjúkómur vera notaður gegn mér. Það er bara kominn tími til þess að horfast í augu við þennan ótta helda ég. Mér er það nauðsynlegt.
Það er svo skrítið. Ég var svo viss um að þegar mér loksins tækist að létta mig eitthvað þá myndi ég vera í skýjunum. Og ég var það fyrst. En núna er ég farin að finna fyrir öllum gömlu hugsununum, þeim sem segja mér að þetta sé ekki nóg, ekki nógu gott. Það er bara alls ekki gott. Hreint ekki. En í akkúrat þessu felst hin eilífa barátta. Fyrir mér er ekki það erfiðasta að hætta að svelta sig og æla heldur að byrja ekki á því aftur. Láta ekki undan freistingunni, pína mig til þess að borða eins eðlilega og ég get, minna mig á af hverju ég er að þessu.
Ég gefst ekki upp. Þið gefið mér öll styrk elskurnar mínar. Sumir meira en aðrir og ég er alveg búin að segja það við ykkur. Takk innilega fyrir mig. Ætla núna að fara að fá mér hádegismat.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég var farin að hafa áhyggjur af bloggleysinu.
Veistu, það er bara rugl að það sé gott að þrífa í þynnku! Ekki kannast ég við það a.m.k. Best er að synda í sjónum. Þá er reyndar nauðsynlegt að maður sé í heitu landi.
Hlíf 29.10.2008 kl. 12:32
snúlla. Já... pínu vandræðalegt ;) Það er bara alltaf svo mikið að gerast að maður vill ekki missa af... jafnvel þó maður sé kominn með kúlið niður á hæla og alveg að missa það bara!
Þú ert rosa dugleg að tala um og takast á við :) haltu því áfram!!
luv :)
Gyða 29.10.2008 kl. 12:32
Hlíf: Það er ekki rugl. Hefurðu einhvern tíma gert það má ég spyrja? Þú átt líka bara skilið að vera þunn þegar þú ert búin að þrífa. Það er ekkert eins gott og að vaska upp, ryksjúga og skúra. Og skella í eina vél. Kveikja svo á kertum til að fá góða lykt og bara aaaaahhhh. En ég reyndar fæ svakalegt kikk út úr því að þrífa, eins og mér finnst það leiðinlegt. Reyndu svo að koma þér á lappir og hitta mig í Hámu í spjall, lasarusinn þinn.
Gyðus: Já, stundum er erfitt að vera með allt niðrum sig en ég meina, hvað væru þessi djömm án okkar? Hver er snúlla? Rakelitan? Ég? Ég vil nú ekkert svakalega mikið vera dúlla. Frekar foxy lady.
dr 29.10.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.